Vikan


Vikan - 25.03.1993, Side 20

Vikan - 25.03.1993, Side 20
DeVITO TEKST Á VIÐ STÆRSTA VERKEFNI SITT TIL ÞESSA essa dagana eru Sambíóin að hefja sýningar á myndinni Hoffa þar sem enginn annar en Jack Nicholson fer með aðalhlutverkið, leikur verkalýðsleiðtog- ann Hoffa, en félagi Nicholsons og vinur, Danny DeVito, annast leikstjórn auk þess sem hann fer með stórt hlutverk. Jimmy Hoffa var forseti samtaka vörubíl- stjóra í Bandaríkjunum og gerði þau að stór- veldi á skömmum tíma. Af þeim sökum gegndi hann lykilhlutverki í bandarískri verka- lýðsbaráttu á sínum tíma enda var hann ýms- um stjórnmálamönnum þyrnir í augum og marga átti hann öfundarmenn. Það var svo Robert Kennedy, bróðir þáverandi Banda- ríkjaforseta, sem kom af stað miklum réttar- höldum yfir Hoffa, þar sem hann var sakaður um fjármálaspillingu og samskipti við mafíuna og þar með þátttöku í skipulögðum glæpum. Robert Kennedy var þá dómsmálaráðherra og svo fór að Hoffa var dæmdur í fangelsi 1967. Það var ekki fyrr en í tíð Nixons forseta sem Hoffa var látinn laus árið 1973. Tveimur árum síðar hvarf hann sporlaust en það var síðast 20VIKAN 6.TBL.1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.