Vikan


Vikan - 25.03.1993, Qupperneq 21

Vikan - 25.03.1993, Qupperneq 21
Danny DeVito stendur hér viö hlið eftirlikingar af þessari mögnuöu „fígúru", Mörgæsinni, sem hann lék í Batman Returns. Aö baki grillir í Jack vin hans Nicholson í gervi Jimmy Hoffa. Aö loknum fundinum meö Danny DeVito hitti hann félaga sinn Jack Nicholson augnablik svo aö unnt væri aö hafa þá saman á mynd, en HJS haföi haft viö hann einkaviðtal fyrir Samúel fyrr þennan sama dag. Nicholson: „Þegar tökur voru aö hefjast fyrsta daginn tók ég sisvona utan um axlir hans og þrýsti honum aö mér. Þá sagöi hann: „Jack, lofaöu mér einu - ekki vera of „röff“ gagnvart mér í myndinni því þaö hefur margsannað sig, aö áhorfendur hætta aö þola þá sem fara illa meö mig.“ um hann vitað að hann ætlaði á fund. Eftir stendur orðrómurinn um spillingu verkalýðs- leiðtogans og grunur um náin samskipti hans við meðlimi mafíunnar. í tilefni af sýningu myndarinnar hér á landi var tíðindamaður Vikunnar staddur i París fyr- ir skömmu þar sem hann hitti Danny DeVito, leikstjóra og leikara, en hann er íslenskum kvikmyndahúsagestum að góðu kunnur fyrir eflirminnilegan leik sinn í fjölmörgum kvik- myndum sem vinsælar hafa verið hér á landi. Fundarstaður okkar var Hotel Athenee, eitt praktugasta hótel í gjörvallri Evrópu. Þegar ég kom þangað gangandi úr metrónum eða neð- anjarðarlestinni, sem stoppar þar rétt hjá, var röð af Rollsum og Jagúörum framan við bygg- inguna, dyraverðir með pípuhatta og í ökkla- síðum frökkum fylgdust með umferð fólks. Danny DeVito var nýkominn frá því að kynna mynd sína um Hoffa á kvikmyndahátíð- inni í Berlín en hafði stutla viðdvöl í París áður en hann hélt vestur um haf á ný. Við hittumst í viðhafnarmiklu fundarherbergi á jarðhæð, kampavín í glösum og skrautlegar kökur og kex í skálum. Hann situr við eitt borðið, alúðlegur á svipinn með spenntar greipar ofan á borðinu. Hann stendur upp þegar ég kem inn í herbergið og gengur nokk- ur skref á móti mér. Hann er frjálslega klædd- ur, í dökkum buxum og rauðri bómullarskyrtu fráhnepptri í hálsinn. „Komdu sæll, herra Sveinsson, og vertu velkominn. Ég er alveg hissa að þú skulir hafa lagt á þig alla þessa vegalengd til þess að hitta mig.“ Ég segi hon- um að ég hafi rætt við Jack Nicholson skömmu áður og ýmislegt fleira sé svo sem á döfinni. „Það er gott,“ segir hann. „Það er alltaf skynsamlegt að geta slegið tvær flugur í einu höggi.“ - En það er einmitt það sem þú gerðir með því að leika í myndinni um Hoffa og leikstýra henni jafnframt. Er slíkt ekki svolítið erfitt? „Það er stórkostlegt.“ DeVito hlær sínum tístandi og smitandi hlátri. „Ég naut þess fram í fingurgóma, ef ég á að segja eins og er. Það er skemmtileg tilfinning að vera beggja vegna myndavélarinnar þó að vissulega komi þær stundir að ég sem leikstjóri þoli ekki leikarann DeVito og öfugt. Skemmtilegast finnst mér þó að vinna með góðu fólki. Mér þykir spennandi að vera leikstjóri og leikari í senn og hafa á til- finningunni að ég sé bæði að leika og stjórna mjög vel það augnablikið. Þegar maður er síðan að leika við hliðina á Jack finnst mér það einfaldlega svo gefandi. Oft hugsa ég með mér - ansi er þetta gott hjá okkur, þetta ættum við að endurtaka, þetta var frábært!“ Og aftur skellir DeVito upp úr. „Mér finnst þessi staða mjög heillandi vegna þess meðal annars að maður þarf að helga sig verkefninu algjörlega. Maður þarf að setja sig inn í alla hluti, smáa sem stóra, og það gerir leikstjórnina krefjandi en afar heill- andi. Ekkert má fara framhjá leikstjóranum og honum eru allir hlutir viðkomandi, eins og tón- listin til dæmis. 6.TBL. 1993 VIKAN 21 TEXTI: HJALTIJÓN SVEINSSON / UÓSM.: HJS O.FL.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.