Vikan


Vikan - 25.03.1993, Side 25

Vikan - 25.03.1993, Side 25
EGYPTALAND Egyptaland er allt uppfullt af sögulegum fróðleik í formi mikilfenglegra mannvirkja sem margir hafa unun af að skoða. Það voru þó kóralrif Rauðahafsins sem mér fannst meira til koma. Þar gafst manni kostur á að kafa og skoða fiska af öllum stærðum, gerðum og litum. Sigling um Níl var einnig kærkomin til- breyting frá trukknum og væg- ast sagt mun þægilegri en siglingin eftir Zaire-ánni forð- um. Eftir að hafa ferðast um Egyptaland og skoðað hina ýmsu staði var aftur snúið til Kaíró þar sem nokkrir heltust úr lestinni og þar á meðal ég. Rúmlega helmingur hópsins hélt áfram för sinni til Indlands og annarra framandi landa. Þarna í Kaíró endaði ég þessa tuttugu vikna ferð um Afríku og heim var haldið með höfuðið troðfullt af nýjum fróð- leik um annað fólk, sjálfa mig og mér áður ókunn lönd. □ ▲ Og hér sjáiö þiö hluta af „olíuakri", í miöri Sa- hara. Þeir eru svo framar- iega í garöyrkju- tækninni þarna í Egypta- landi aö þeir fá olí- una til þess aö „vaxa“í tunnum. Sfinx- inn í prófíl og pýra- mídi Keops í baksýn. ►Þessar konur litu allar und- an þegar þær sáu mig koma meö mynda- vélina. ▼ Viö sigldum eftir Níl á svona skútum en þaö fór mun betur um okkur á þeim en á kanóun- um á Zaire ánni. 7.4.-4.5. 1991 6.TBL. 1993 VIKAN 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.