Vikan - 25.03.1993, Blaðsíða 28
▲
Mercedes
Ruehl,
sem kom
á óvart í
fyrra meó
því aó
hreppa
óskar fyrir
leik sinn í
The Fisher
King, og
Bob
Rhemy,
kvik-
mynda-
framleiö-
andi og
forstööu-
maóur
banda-
rísku kvik-
mynda-
akademí-
unnar, til-
kynna f
húsi aka-
demíunnar
hvaöa
kvikmynd-
ir og lista-
menn
hljóta til-
nefningu
til ósk-
arsverö-
launa
1993.
Hvarvetna velta menn
því nú fyrir sér hvaða
kvikmyndir og lista-
menn muni hljóta óskarsverð-
launin þegar þau verða afhent
hér í Los Angeles í 65. sinn
næstkomandi mánudag. Það
er fleira en frami og heiður
aðalleikaranna sem hangir á
spýtunni, þótt svo virðist
kannski á yfirborðinu, því
miklir fjármunir og völd eru
einnig í húfi. Ekkert auglýsir
kvikmyndir og hlutaðeigandi
hagsmunaaðila betur en ósk-
arsverðlaunin og við það eitt
að hljóta tilnefningu margfald-
ast tekjumöguleikarnir í kring-
um viðkomandi kvikmynd. Lít-
ið fór til að mynda fyrir mynd-
unum Howards End og The
Crying Game í kvikmynda-
húsum í Bandaríkjunum en
eftir að sú fyrrnefnda hlaut níu
útnefningar og sú siðari sex
var fjöldi sýningarstaða þeirra
fjórfaldaður. Báðar þessar
myndir eru þess eðlis að þær
hefðu aldrei verið framleiddar
í Hollywood því hvorugri var
ætlað að höfða til almennings
og hala inn skjótfenginn
gróða. Þótt enska sé talmálið
í þeim báðum eiga þær miklu
meira sameiginlegt með kvik-
myndum frá meginlandi Evr-
ópu en Bandaríkjunum.
Eins og lesendur Vikunnar
rámar kannski í frá umfjöllun
okkar um sögu verðlaunanna
f fyrra hlutu þau nafn sitt
þannig að blaðamaður heyrði
bókavörð ( bandarfsku kvik-
myndaakademíunni segja að
styttan gullna minnti hana á
Óskar frænda sinn. Hann
skrifaði frétt í kjölfarið, sagði
að starfsmenn akademíunnar
kölluðu styttuna Óskar sín á
milli og nafnið festist við hana
í framhaldi af því.
Val kvikmynda og lista-
manna, sem hljóta tilnefningu,
fer þannig fram að aðildarfé-
OSKARINNÍ
28 VIKAN 6. TBL. 1993