Vikan


Vikan - 25.03.1993, Page 30

Vikan - 25.03.1993, Page 30
STÓRMYNDIN ,Eln afliu btslu mrM** 'Riojuo/iQsn, ALPACINOI4M>Ool<I.nC kMlumofll .jj-j^ssaasssss. Sýrdkl. 8,7,9 M"- ff~n^i2io.7oqi»------------------ «8Í®a»' i •j,:sk$z!&" \ HnnníJKSiKiy c\«VJR ' VásS* \ '—~------ ISfTHX ^«5?^ i «b»'2bJS5 Sgs^- asssSssggag ^ S™ndmsins ^^STIVOOO. 5J- assas g CL|WTEflST«,000 ^ Z~. ■S^SH^Rlausu 5 og 9 að hún kemur áhorfandanum stööugt á óvart og söguhetjan veröur oftar en einu sinni fyrir því aö ótrúleg atburöarás kippir undan henni fótunum. Þaö sem vegur á móti sigurlík- um myndarinnar er aö banda- ríska kvikmyndaakademían er íhaldssöm í eöli sínu og siö- feröi myndarinnar gæti farið fyrir brjóstiö á meðlimum hennar. Einnig má merkja á tæknilegri útfærslu hennar aö hér er ekki stórmynd á ferðinni og þar af leiðandi er hæþið aö hún veröi valin sem besta myndin. Leikurinn er óaðfinn- anlegur og Stephen Rea er til- nefndur fyrir besta karlaðal- hlutverkiö og Jaye Davidson fyrir aukahlutverk. Hlutverk Rea er hins vegar frekar flatt og krefst ekki mikilla átaka af hans hálfu og því má búast viö aö litið verði framhjá hon- um. Davidson er hins vegar í fyrsta sinn fyrir framan mynda- vélarnar og í hlutverki sem akademían á erfitt meö aö samþykkja þannig aö einnig er ólíklegt aö hann veröi fyrir valinu. The Crying Game er að auki tilnefnd fyrir leikstjórn, klippingu og handrit skrifað beint fyrir hvíta tjaldið. Það er leikstjóri myndarinnar, Neil Jordan, sem samdi þaö en átta ár fóru í aö fullklára verk- iö. Handritið er undirstaða þess hve hér er um sérstaka og athyglisverða mynd aö ræöa og þaö veröa vonbrigði ef hún veröur ekki aö minnsta kosti verðlaunuð fyrir þaö því myndin á svo sannarlega viö- urkenningu skilið. Unforgiven er hins vegar sú mynd sem flestir í kvikmynda- borginni reikna meö að veröi stærsti sigurvegarinn ( ár. Golden Globe verölaunin og verölaun leikstjórafélagsins (Directors Guild Association) féllu í hendur Clints Eastwood fyrir leikstjórnina og frá árinu 1949 hefur þaö aöeins brugö- ist þrívegis aö handhafi DGA verölaunanna höndli óskarinn þaö áriö. Einnig er komin hefö á aö þeirri kvikmynd sem val- in er besta myndin sé stýrt af þeim sem hreppir verölaunin fyrir leikstjórn. Því er ekki hægt aö segja annaö en að vindarnir blási af krafti í segl Clints Eastwood og Unforgi- ven í forspilinu fyrir verö- launaathöfnina. Sjálfur hefur Eastwood ver- ið fámáll um væntanlega ósk- arsverðlaunaafhendingu og segist vera þekktur fyrir flest annaö en munnræpu. Þaö hefur samt tekiö á stáltaug- arnar aö yfirvinna tilfinning- arnar sem hafa komiö upp ( tengslum við allar þær viöur- kenningar sem rignt hefur yfir þennan seinasta alvörutöffara hvíta tjaldsins. Hann hefur aldrei áöur verið tilnefndur til verölaunanna en hefur leikiö í fjölda af vestrum eftir aö hann varð frægur fyrir leik sinn í sjónvarpsmyndaflokknum Rawhide fyrir tuttugu og fimm árum. Clint segist vera ánægöur með aö tilnefning hans skuli vera fyrir vestra því þaö sé upþáhaldskvikmynda- form hans og hann hafi til- einkað því meiri hluta starfsævinnar. Hann er sextíu og þriggja ára og tryggöi sér handrit Unforgiven fyrir all- mörgum árum en hefur veriö að bíöa þess aö veröa nógu gamall og veðraður í aöalhlut- verkið. Hann telur myndina hafa allt til aö bera sem góöur vestri þarf á aö halda og hún sé raunsærri en aörar myndir um kúreka Ameríku. Hann er einnig þeirrar skoöunar að myndin sé þarft innlegg í um- ræöuna um skotvopn í banda- rísku nútímaþjóðfélagi og hún hjálpi viö aö hrinda af stalli þeim goösagnahetjum sem hafa unnið sér sess meö of- beldisverkum. Ég tek undir þá spádóma að Unforgiven fái flest verö- laun aö þessu sinni og kæmi ekki á óvart þótt hún bætti viö sig einni eöa fleiri styttum fyrir myndatöku, klippingu og hljóö. Það eru hins vegar ekki fordæmi fyrir því að leikstjóri myndar fái einnig óskar fyrir að leika aöalhlutverkiö og veröur aö teljast hæpiö aö Clint Eastwood brjóti þá reglu. Valiö um besta karlleikarann er mjög erfitt aö þessu sinni en eftir aö hafa útiokað Eastwood og Stephen Rea standa eftir Denzel Was- hington sem Malcolm X, Robert Downey jr. í hlutverki Chaplins og Al Pacino úr Scentofa Woman. Þaö hjálpar Denzel Wash- ington ekki til aö öðlast viöur- kenningu í Hollywood aö vera hörundsdökkur. Hann fékk þó óskarinn fyrir hlutverk sitt í Glory áriö 1989 þannig aö Pacino og Downey veröa aö teljast líklegri að þessu sinni. Robert Downey jr. hefur aldrei veriö útnefndur áöur og Chaplin gerði þaö ekki nógu gott í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum þannig aö búast má við að litiö verði framhjá honum. Þetta er hins vegar áttunda tilnefning Als Pacino ef talin er meö tilnefn- ing hans fyrir aukahlutverkið í Glengarry Glen Ross og hann hefur aldrei hreppt hnossið. Ég veöja því á hann öðrum fremur en mér finnst ólíklegt aö hann hljóti óskar fyrir aukahlutverk í ofanálag. Engu aö síöur hefur þaö gerst í fjór- um af þeim fimm skiþtum sem sami leikari hefur veriö út- nefndur fyrir auka- og aðal- hlutverk aö hann hafi unnið tvöfalt. Aö mínu mati mun slagurinn hins vegar standa á milli Genes Hackman fyrir hlutverk sadíska lögreglustjór- ans í Unforgiven og Jacks Nicholson fyrir tjáningu sína á brjálaða höfuösmanninum í A Few Good Men. Þetta er í fimmta sinn sem Gene Hackman er tilnefndur og hann hefur einu sinni hlotið óskar. Þaö var árið 1971, einnig fyrir hlutverk lögreglu- stjóra, í myndinni The French Connection. Ef hann verður verðlaunaöur nú kemst hann í hóþ örfárra leikara sem hafa sigrað bæöi fyrir aöal- og aukahlutverk. Jack Nicholson er nú meö tíundu tilnefningu sinni kominn á bekk meö Bette Davis og Laurence Olivier. Katherine Heþburn er eini leikarinn sem hefur oftar verið tilnefndur eða alls tólf sinnum. Hún er einnig sá leik- ari sem oftast hefur borið sig- ur úr býtum í slagnum um óskarinn, samtals fjórum sinn- um. Aðeins Walter Brennan og Ingrid Bergman hafa náö þeim árangri að hafa sigrað þrisvar þannig að ef Jack Nicholson, sem áöur hefur verið verölaunaður fyrir aðal- 30 VIKAN 6. TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.