Vikan


Vikan - 25.03.1993, Page 32

Vikan - 25.03.1993, Page 32
 PIXIES HÆTTIR! Boston-rokksveitin Pixies er hætt. Söngvarinn Black Francis (upprunalegt nafn: Charles Michael Kitteridge Thompson IV) er að smíða sólóplötu sem að sögn kunn- ugra verður mun poppaðri og jafnvel „bítluð" miðað við plöt- ur Pixies sem urðu alls fimm talsins: Come on Pilagrim, ▲ Charles Michael Kitteridge Thompson IV eða Frank Black/ Black Francis. Hættur í Pixies sem heyra nú sög- unni til. Surfer Rosa, Doolittle, Bossa- nova og Trompe Le Monde. Allt eru þetta prýðisgóðar rokkplötur og var Pixies ein á- hrifamesta sveit sem lengi hefur komið frá Boston. Plata Frank Black, sem er nýja nafnið hans Charles, mun bera það nafn. Frumlegt! Um ástæður þess að Pixies hætti sagði Black Franc- is/Frank Black að ekki hefðu verið neinar illdeilur í gangi innan hljómsveitarinnar heldur liti hann þannig á málin að þetta væri eins og þegar kvik- myndaleikstjóri, sem hefði gert margar kúrekamyndir, yrði leiður á því og vildi gera öðruvísi myndir. Minning Pixies lifir, það er víst. DJAGGERINN f SÓLÓSTUDI Maður er nefndur Mick Jagger. Hljómsveit er nefnd Rolling Stones. Þau eru „par“ en þar eru innanbúðarvand- ræði þessa dagana vegna snögglegra uppgjafar bassa- leikarans Bill Wyman sem var orðinn þreyttur og skyldi eng- an undra. Bassaleikara skal þó finna, hvort sem hann verður karlkyns eða kven- kyns. Rollingarnir skulu rúlla! Á meðan þessu fer fram birtist þriðja sólóskífa Djag- gersins og ber hún heitið Wandering Spirit. (Uppá- stungur um þýðingu: Flökku- andinn, Flökku(vín)andinn, Ráfandi draugur (indíánamál), Reikandi andi (líka indíána- mál), Rásandi andi, Rásandi sprútt!) Fyrri plötur kappans, She’s The Boss (1987) og Primitive Cool (1985), þóttu engin meistaraverk en kannski tekst honum betur Djaggerinn getur bæöi veriö krúttlegur og ótrúlega ómyndarlegur. upp á þessari. Meðal sam- starfsmanna Mikkarans má nefna gamla (trommu)húða- jálkinn Jim Keltner, blásarann góða Courtney Pine, slag- verksleikarann Lenny Castro og annan Lenny, Kravitz, sem var sjálfur að gefa út plötuna Are You Gonna Go My Way. KLASSÍSKUR COSTELLO Declan MacManus er Skoti, en hvaða Skoti? Jú, við þekkj- um hann betur sem Elvis Costello. Hann var að gefa út plötu eins og fleiri og kallar hana The Juliet Letters. Titill- inn vísar til hins fræga leikrits eftir Shakespeare, Rómeó og Júlíu, en hugmyndina að plöt- unni fékk Elvis/Declan þegar hann frétti að prófessor nokk- ur ( Verona á Ítalíu tæki að sér að svara bréfum sem Júl- íu bærust! Slík bréf urðu hon- um síðan innblástur við gerð textanna og tónlistarinnar sem, vel á minnst, er leikin af strengjakvartettinum The Brodsky Quartet. Sá hefur starfað í tuttugu ár og sérhæft sig í kammermúsík, sérstak- lega eftir Dmitri Shostakovich. Og um útkomuna segir Costello: „Platan er hvorki klassísk né poppuð. Þetta er plata með nokkrum lögum eft- ir okkur og þau eru þarna til þess að hlusta á þau. Þetta er ekki plata sem fólk hefði átt að búast við eða ætti að hafa gert sér einhverjar hugmyndir um fyrirfram." Þess má geta að Elvis Costello semur tvö ög með Paul McCartney á aýjustu plötu hans, Off the Ground. ÍSMOLINN OG RÁNDÝRIÐ Rapptónlist er eins konar al- heimstungumál svartra. í rappinu segja flytjendur meðal annars frá ísköldum og oftar en ekki grimmum veruleika sem svartir, sérstakiega í Bandaríkjunum, búa við. Rapptónlistin er líka banda- rískt fyrirbæri sem og aðal- rapparinn um þessar mundir, ísmolinn eða lce Cube (hans rétta nafn er O’Shea Jack- son). Ice Cube, sem er aðeins 23 ára gamall, var einn af stofnendum alræmdrar rapp- lce Cube. Vinsælasti og einn haróasti rapparinn um þessar mundir. Elvis Costello/Declan MacManus. Er ekki meö strengi í skrokknum eftir samstarfiö viö strengjakvartettinn The Brodsky Quartet. 32VIKAN 6.TBL.1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.