Vikan


Vikan - 25.03.1993, Page 33

Vikan - 25.03.1993, Page 33
* NÝJAR HLJÓMPLÖTUR ¥ NÝJAR HLJÓMPLÖTUR ¥ sveitar, Niggers with Attitude, N.W.A., en hætti þar vegna ágreining við framkvæmda- stjórann. Nú þegar á hann að baki tvær platínuplötur: fyrstu plötuna hans, Amerikkas Most Wanted (1990) og nú þá nýjustu, The Predator (Rán- dýrið, 1992). Hann hefur fengist við kvik- myndaleik, lék í kvikmyndinni Boyz N the Hood eftir John Singleton og nú styttist í að sýnd verði myndin Trespass þar sem hann er einnig meðal leikara. Ice Cube hefur aldrei legið á skoðunum sínum og hann fullyrðir að hvíti maður- inn hafi kennt svörtum að virða hvíta kynstofninn meira heldur en sjálfa sig. „Við ger- um okkur meiri skaða en þeim,“ sagði hann í blaða- viðtali nýlega. Þessu vill hann breyta og óskar þess að negr- ar („niggas" eins og hann seg- ir sjálfur) fari nú að sýna sjálf- um sér meiri virðingu og losa sig við það sem hann kallar „negragáfnafar" eða á máli hans sjálfs „Nigga mentality". Bestu leiðina til þess segir hann vera að gerast múslimi en lce Cube er íslamskrar trú- ar. HELNO LÁTINN Helno, söngvari hinnar frá- bæru sveitar Les Négresses Vertes, Grænu blökkukerling- anna, lést ekki alls fyrir löngu. Banamein hans var of- skammtur af heróíni. L.N.V. gáfu út tvær stórgóðar plötur, Mlah (1989) og Famille Nombreuse (1991). Nú hlýtur framtíð L.N.V. að vera í full- kominni óvissu enda erfitt að fylla stóra skarðið sem Helno skildi eftir sig. ▲ Helno í Grænu blökku- konunum. Kominn undir græna torfu eftir of stóran skammt af heróíni. (Ljósm.: GHÁ) STJÖRNUGJÖF: ***** = FRÁBÆR / M EISTARAVERK RAGE AGAINST THE MACHINE: R.A.T.M. GRENJAÐ AF REIÐI Framhlið disksins, þess fyrsta frá þessari sveit frá Los Ang- eles, er ein af frægustu Ijós- myndunum sem teknar voru í Víetnamstríðinu. Hún sýnir búddamunk í Ijósum logum en nokkrir slíkir helltu yfir sig bensíni og kveiktu í til þess að mótmæla stríðinu og stjórn- völdum í Suður-Víetnam, sem ráku öfluga stríðsvél í sam- vinnu við Bandaríkjamenn. Búddamunkurinn umræddi var því í vissum skilningi að mótmæla „vél“. Það gera meðlimir R.A.T.M. einnig en „vélin“ sem þeir mótmæla er í Bandaríkjunum sjálfum og leiðir meðal annars af sér for- dóma, kynþáttahatur, glæpi, vesöld og villimennsku. I viss- um skilningi er nefnilega borg- arastyrjöld í hinum ýmsu borgum lands frelsisins. Heimaborg þeirra félaga, Los Angeles, er dæmi um slíkt. Nóg er að vitna í texta R.A.T.M., nokkur dæmi: „A jail is freedom from the pain in my Home“ - „l’m a brother with a furious mind“ - „Fistful of steel" - „Fuck the norm“ - „A world of violent rage.“ Ádeilunni og heiftinni er komið til skila með geysilega kröftugri gítartónlist sem mætti skilgreina sem pönk- fönk-rokk með rappívafi vegna þess að söngvarinn, Zack De La Rocha, ryður text- unum á köflum út úr sér eins og vélbyssa. Þó teygir hljóm- sveitin sig út f þyngra rokk líka, svo sem í laginu Settle for Nothing. Af þessari upp- talningu má sjá að hér er um fjölbreytilegustu tónlist að ræða en hún er fersk og hreyfir hressilega við hlust- andanum, í það minnsta þeim sem þetta ritar. STJÖRNUGJÖF: **** **** = MJÖGGÓÐ *** = GÓÐ DINOSAUR JR.: WHERE YOU BEEN GALLAR OG KOSTIR Sem margar aðrar „gröns“ rokksveitir kemur Dinosaur Jr. frá Seattle og Where You Been er sjötta platan frá henni á tíu ára ferli. Hljómsveitina skipa J. Masics (gítar/söngur o.fl.), Mike Johnson (bassi o.fl.) og Murpd (Patrick Murphy) sem spilar á tromm- ur. Nú þegar hefur lagið Start Choppin slegið í gegn og gagnrýnendur hafa keppst við að ausa sveitina hrósi. Um- sjónarmaður poppsíðu er ekki alveg sammála til dæmis Melody Maker sem kallaði þessa plötu fyrsta meistara- verk ársins 1993. Honum finnst söngvarinn, J. Masics, ekki eins skemmtilegur og margir aðrir söngvarar sem eru að syngja „gröns“-rokk. Hann er heldur mjóróma og skortir kraft á stundum. Diskurinn á samt sínar björtu hliðar og þar má nefna kraftinn í tónlistinni, sem er nógur, svo sem í What Else Is New, Hide og I Aint Sayin. Þetta eru allt fyrirtaks rokk- arar. STJÖRNUGJÖF: *** RED HOT CHILI PEPPERS: BEST OF: WHAT HITSI? PIPRAÐ STUÐ Rétt eins og Dinosaur Jr. kemur Red Hot Chili Peppers frá Los Angeles. Þessir ná- ungar hafa frá upphafi verið firnahressir og galskapurinn í fyrirrúmi. Tónlist þeirra hefur verið skilgreind sem fönk-rokk og hafa þeir gefið út sex ** = SÆMILEG * = LÉLEG hljómplötur. Sú frá því árið 1991, Blood, Sugar, Sex, Magic, naut mikilla vinsælda. Á safndiskinum What Hits er farið yfir ferilinn í átján lögum og gefur hann ágæta hug- mynd um það af hverju RHCP njóta þeirra vinsælda sem raun ber vitni. Þetta er hressi- leg tónlist, tilvalin í partíið á meðan liðið er að djúsa sig upp eða niður, allt eftir því hvernig á það er litið. Bestu lög eru Fight Like a Brave, Under the Bridge og Me & My Friends en allur diskurinn er í heild sinni hinn ágætasti. STJÖRNUGJÖF: *** JESUS JONES: PERVERSE VONBRIGDI Fyrir tveimur árum kom út fyrsti diskur Jesus Jones, Doubt. Það var ferskur blær yfir Doubt og þrjú lög, International Bright Young Thing, Right Here, Right Now og Real, Real, Real, voru smellir disksins. Þetta var spriklandi fjörug og poppuð danstónlist og nú er nýr disk- ur, Perverse, kominn. Tónlist- in á honum er líka spriklandi fjörug en hún er orðin harðari og meira í ætt við vélræna danstónlist ( hröðu lögunum. Það finnst mér mikill galli við diskinn og í raun olli hann mér nokkrum vonbrigðum, aðal- lega þó vegna þess að laga- smíðarnar eru einfaldlega ekki eins góðar og á Doubt. Það er ennþá viss tilrauna- keimur á sveitinni enda gaf hann Doubt sérkennilegt yfir- bragð. Samt fylgir því allt öðruvísi tilfinning að hlusta á Perverse, horfinn viss fersk- leiki. Nú stendur eftir nakinn Jesús Jónsson og hann er einhvern veginn ekki sann- færandi sem slíkur. Bestu sprettir disksins eru að mínu mati lögin Zeroes and Ones og From Love to War sem er með rólegri lögum Perverse. STJÖRNUGJÖf: ** 6. TBL. 1993 VIKAN 33 UMSJÓN: GUNNAR H. ÁRSÆLSSON

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.