Vikan


Vikan - 25.03.1993, Síða 37

Vikan - 25.03.1993, Síða 37
OFFITA • OFFITA mjög mikilvægt aö við fáum þær í réttum hlutföllum. Skort- ur á einhverri amínósýru getur valdið ákveðnum sjúkdómi. Til dæmis má geta þess að skortur á amínósýru sem nefnd er trýptópan getur leitt til þunglyndis. Það er því mjög mikilvægt að slíkt næringar- duft sé vel sett saman hvað varðar prótín, sem er megin- uppistaða duftsins. Hvað NUPO-létt varðar er aðaluppi- staðan sojaprótín en mjólkur- prótínum blandað við til að samsetningin sé rétt. Það er eftirtektarvert hve samsetningin er nákvæm og það segir okkur um leið hve mikilvægt er að við tökum alla skammtana. Samsetningin er reiknuð út af lækni og stuðst við alþjóðlega staðla um hver sé næringarþörf hvers ein- staklings. í NUPO-létt duftinu er auk allra þessara lifsnauðsynlegu efna mikið magn af trefjum eða 30 grömm á dag og 875 millígrömm af omega-3 fjöl- ómettuðum fitusýrum sem eru unnar úr lýsi. Trefjarnar eru nauðsynlegar í þessu magni til þess að gott lag sé á melt- ingunni en þetta eru plöntu- trefjar sem ekki leysast upp heldur fara ómeltar í gegn. Omega-3 fitusýrur eru taldar mjög góðar til að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma og liggja þar margar rannsóknir að baki. Þegar á þetta er litið í heild sjáum við hve mikilvægt er að taka allan dagskammtinn en ekki aöeins til dæmis þrjá skammta vegna þess að fólk sé tiltölulega mett. Ef ekki er því betur hugað að því hvað er í einingunum tíu til tólf, sem þú bætir þá við, er verið að taka af sér mikilvæg efni. Það Ih Ih er í rauninni það sama og þegar verið er að svelta sig. KOMIN í KJÖRÞYNGD - HVAÐ ÞÁ? - Ekki lifir fólk á þessu dufti til æviloka, sagði einhver. Svariö er einfalt. Auövitað er það ekki ætlunin en ef þig langar til þess þá er ekkert sem bannar það. Hvað gerir fólk síðan til að halda sér í kjörþyngd? Það sleppir „hækjunni“ (NUPO-létt duftinu) smám saman og bæt- ir sér það upp með mat, hægt og rólega en ekki allt í einu. Ef farið er til að mynda úr 1000 hitaeiningum á dag er bætt við sig upp í 1250 hitaeiningar á dag í eina viku. Síðan vigtar fólk sig. Ef maður léttist má bæta við sig hægt og rólega en ekki stökkva úr 1000 hita- einingum í 2000 allt í einu. Það þarf að herða á brennsl- unni aftur því að á meðan á megruninni stendur hefur lík- aminn hægt á henni. Þetta getur tekið talsverðan tíma og því er hætta á að hlaupa í spik aftur nema full aðgát sé höfð. LOKAORÐ Megrun er viðfangsefni og þótt hún geti verið strembin og fólki finnist að hægt gangi er jafnvel erfiðara að halda í horfinu eftir að kjörþyngd hef- ur verið náð. Þess vegna er mikilvægt að taka ákvörðun- ina að vandlega íhuguðu máli og fylgja henni eftir með ein- beitni en ekki stökkva út í eitt- hvað sem er fyrirfram dauða- dæmt. Vonandi verður fólk ein- hvers vísara eftir lestur þess- arar greinar en þessu efni verða aldrei gerð nein tæm- andi skil. □ INNSÆISNEISTAR FORDÓMAR cg Vissulega eru fordómar af b±= ýmsum toga viðloðandi hér og þar í mannlífinu. Okkur getur z virst eins og við séum bless- S2 unarlega laus við hleypidóma. ^ Þegar grannt er skoðað og «=x heiðarlega jafnframt leynast, satt best að segja, töluverðir ^ hleypidómar innra með furðu frjálslyndu fólki. Ekki er óal- ’ gengt að viö gefum okkur að þessi eða hinn sé leiðinlegur, bara af því að viðkomandi hegðar sér að okkar mati ekki eins og viö teljum sæmandi í einhverju ákveðnu tilviki og dómur er felldur með það sama og viðkomandi er að sjálfsögðu óþolandi og það nær yfir altæka, neikvæða út- tekt á þeim hinum sama. Heilu kynstofnanir verða fá- ránlegir ef einhver einn ein- staklingur, sem kann að eiga rætur sínar að rekja tii eski- móa, hagar sé að okkar mati afbrigðilega. Þá er komið á loft sjómarmið sem inniheldur í eðli sínu sleggjudóm yfir öll- um eskimóum. Við veröum að gæta þess vandlega að láta ekki of magnaða umfjöllun um fjölda manna og kvenna vegna ein- hvers eins sem er augljóslega misheppnaður verða að al- mennum hleypidóm, kannski yfir heilli þjóð. Vissulega er vandi að fella dóma og kannski ættum við yfirleitt að forðast þannig samskipti hvert við annað. Málið er þó bara einhvern veginn þannig að okkur finnst eins og við verð- um að hafa skoðanir á öllu og öllum og oftar en ekki gerum við fordómafullar úttektir á mönnum og málefnum sem vissulega orka tvímælis og geta valdi meiri skaða en orð fá lýst. Saklaus umfjöllun, sem fer fram af ókunnugleika og óvar- kárni þess sem tekur óheppi- lega stórt upp í sig, veldur venjulegast óþægindum og leiða. Það er ekki að ástæðu- lausu sem oft er talað um að nauðsynlegt sé að gæta að sér í hvers kyns umfjöllun um það sem við þekkjum alls ekki nema þá af afspurn eða vegna þess að við hreinlega veltum fyrir okkur hinu og þessu mönnum eða málefn- um viðkomandi. Það má segja sem svo að kreddur séu ekki síður kunn- uglegar nútímafólki en því fólki sem fortíðinni hefur fylgt. Ef við gætum ekki að okkur er alltaf til staðar í mannlegum samskiptum á hverjum tíma tilhneiging til að fella sleggju- dóma og ástunda hvers kyns vanhugsaða viðtekt hvert öðru til ama og lítillar andlegr- ar uppbyggingar. Það er aug- Ijóslega hyggilegt að kanna öll málefni og aðstæður þeirra sem við ætlum okkur að taka út með töktum sleggjudóma og annarrar viölfka viötektar. Annars er ansi hætt við að við sem vissulega teljum okkur blessunarlega laus við hvers kyns fordóma verðum óafvit- andi eða af fyrirhyggjulausri óvarkárni til að fella óheppi- lega og óréttmæta sleggju- dóma sem vart verða svo auðveldlega leiðréttir þrátt fyrir góðan vilja. Venjum okkur því á að ígrunda vel og lengi allt það huglægt atferli sem teljast verður í alvarlegu skyldleika- sambandi viö fyrirfram gefna fordóma en eflum þess í stað innra með okkur allt sem felur f sér fordómaleysi og velvilja bæði til manna og málefna og hana nú. □
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.