Vikan - 25.03.1993, Side 41
LEIKUR MEÐ
LEIKSVIÐ
Frh. af bls. 16
aö þessir aöilar skilji og treysti
hvor öörum sem best. Sam-
tímis því sem æfingar byrja
eru gjarnan lagðar fram teikn-
ingar að búningum og líkan aö
leikmyndinni ásamt vinnuteikn-
ingum. Æfingarnar standa yfir-
leitt í um þaö bil fimm til átta
vikur og þann tíma er ég á
staðnum í nokkurs konar verk-
stjórnarvinnu. Þá er maður á
stöðugum þönum á milli
deilda, byrjar kannski á smíöa-
verkstæðinu á morgnana og
fer síðan yfir á saumastofuna
og í leikmunadeildina. Þegar
leikmyndin er loks komin á
sviðið og búningar og leikmun-
ir að miklu leyti líka hefst sam-
vinnan með leikstjóranum á
ný. Við skoðum í sameiningu
alla þá þætti sem eru saman-
komnir á sviðinu og þá er gott
að hafa nógan tima til að
betrumbæta verkið. Allt það
sem heitir útlit á sviðinu hef ég
með að gera. Leikmyndin öðl-
ast síðan líf með lýsingunni en
leikstjóri og leikmyndahöfund-
ur vinna með Ijósameistara til
að ná fram þeim áhrifum sem
óskað er eftir."
BÚNINGAR OG
BÓKASKREYTINGAR
- Ert þú þá með alla verk-
fræðilega þætti á hreinu eins
og burðarþol og þess háttar?
„Nei, sem betur fer hefur
leikhúsið yfir að ráða hæfu og
reyndu tæknifólki sem sér al-
farið um þessi atriði. Ég geri
til dæmis engar smíðateikn-
ingar heldur aðeins fallmyndir
og grunnplan fyrir sviðið, að
vísu í réttum hlutföllum en út-
færslan er síðan í þeirra
höndum. Sum smáatriðin
stækka ég upp í einn á móti
tíu en þetta er ekkert eins og
ég sé að senda vinnuna í
burtu á fjarlægan stað heldur
finnum við úrlausnir á vanda-
málunum í sameiningu á
staðnum. Án náinnar sam-
vinnu við tæknifólkið væri
þessi leikhúsvinna nær ó-
hugsandi vegna þess að
smíðaverkstæði í leikhúsi er
til dæmis allt annað en verk-
stæði sem fjöldaframleiðir
húsgögn. í hvert einasta skipti
koma upp atriði sem hefur
ekki verið tekið á áður og þá
nýt ég þeirrar reynslu sem
þetta fagfólk býr yfir.“
- Þú hannar búningana fyr-
ir Ronju ræningjadóttur. Er al-
gengt að leikmyndahöfundar
sjái líka um hönnun þeirra ?
„Það er allur gangur á því.
Sumir leikmyndahöfundar vilja
láta aðra sjá um búningana
en ég á mjög erfitt með að
skilja þarna á milli. Það er á-
kveðinn heildarsvipur á sýn-
ingunni sem mér er annt um
og ég þori ekki eða get í raun
og veru ekki brotið hann upp.
Hins vegar er ég stundum
meö aðstoðarmanneskju og
hún hefur reynst mér mjög
vel. Sviðið er ein myndræn
heild þannig að ef ég get
mögulega gert hvort tveggja
finnst mér það kostur."
- Þú sýndir mér áðan bók
sem þú ert að myndskreyta.
Lítur þú fyrst og fremst á þig
sem leikmyndahöfund eða
getum við átt von á að sjá þig
drepa niður fæti á fleiri stöð-
um í listalífinu?
„Leikmyndin er sá tjáningar-
máti sem á best við mig. Að
myndskreyta bækur byrjaði
sem smáverkefni sem rak á
fjörur mínar og hefur undið
upp á sig. Ég hef mjög gaman
af því og á sínum tíma, þegar
ég leitaði álits hjá virtum lista-
mönnum um hvers konar list-
nám mundi henta mér best,
var mér bent á grafík eða
bókaskreytingar. Ef það hefur
verið leyndur draumur hjá mér
þá er hann orðinn að veruleika
líka. Þetta tengist náttúrlega
mjög sterkt því í báðum tilfell-
unum er verið að gera mynd
út frá texta og bókaskreyting-
arnar eru eins og auðgandi
leikfimi fyrir huga og hönd."
Það hefur orðið mér Ijóst á
spjalli okkar að Hlín er sér-
staklega blátt áfram, ósnobb-
uð og gerir ekki mikið úr hæfi-
leikum sínum. Gagnrýnendur
hafa hins vegar verið duglegir
að lofa verk hennar og Björn
Th. Björnsson sagði meöal
annars um myndræna út-
færslu hennar á Ljóni í síð-
buxum að hún væri eitt það
snjallasta sem hann hefði séð
á (slensku leiksviði. Sverrir
Hólmarsson tók í sama streng
í umsögn sinni um Jólaævin-
týri Dickens þegar hann sagði
að leikmynd Hlínar væri
snilldarverk sem sameinaði
fegurð, leikrænt notagildi og
táknræna undirstrikun með
mjög óvenjulegum hætti.
Nú með vorinu verður
spennandi að fylgjast með
framhaldinu hjá Hlín við ball-
ettinn Coppeliu með íslenska
dansflokknum. Hún veröur
einnig á ferðinni í Þjóðleikhús-
inu ( uppfærslu á Kjaftagangi
eftir Neil Simon þannig að
nóg er aö gerast hjá þessari
fjölhæfu listakonu. □
STJÖRNUSPA
HRÚTURINN
21. mars - 20. apríl
Það á eitthvaö nýtt og
spennandi eftir að gerast í lífi þínu
á næstunni. Þú munt athuga hvað
ýmsum persónulegum samböndum
þínum líður á sviði fjármála, kunn-
ingsskapar og jafnvel ástarmála.
Margt bendir til þess að ástin sé á
uppleið og framtíðin björt.
NAUTIÐ
21. apríl - 21. maí
Þú átt svolítið erfitt með að
sætta þig við þær breytingar sem
verða í kringum þig en þær eru
samt til bóta. Þú munt eiga
skemmtilegar og uppörvandi sam-
ræður í ákveðnum félagsskap sem
gæti breytt ýmsu fyrir þig.
TVÍBURARNIR
22. maí - 21. júní
Nú er rétti tíminn til að
skipuleggja framtíðina og taka sig
á, hvort sem er I námi eða starfi,
herða lesturinn og jafnvel biðja um
launahækkun á vinnustað. Reyndu
að láta Ijós þitt skína á þeim svið-
um sem þú er sterkastur fyrir.
KRABBINN
22. júní - 23. júlí
Vertu kröfuharðari á sjálf-
an þig og djarfari við að koma ár
þinni fyrir borð og gæta stöðu þinn-
ar. Þú munt upplifa víxlverkun milli
vinnunnar og einhvers sviðs í lífi
þínu sem þú hefur hingað til getað
haldið út af fyrir þig.
UÓNIÐ
24. júlí - 23. ágúst
Lifðu lífinu lifandi og hafðu
hugfast hugtakið ,,er á meðan er”.
Til hvers er að hafa áhyggjur út af
engu? Þú skalt halda þínu striki í
vinnu og einkalífi en reyndu fyrir
alla muni að gera þér hlutina ekki
svona erfiða. Framtíðin virðist bera
ýmislegt gott í skauti sér.
MEYJAN
24. ágúst - 23. sept.
Slakaðu aðeins á og ekki
reyna að gera á næstu tveimur vik-
um allt sem þú hefur látið sitja á
hakanum. Skipuleggðu verk þín
lengra fram í tímann og reyndu síð-
an að temja þér markvissari vinnu-
brögð bæði heima og heiman.
VOGIN
24. september - 23. okt.
Hugsaðu þig vel um áður
en þú tekur ákveönu tilboði sem
virðist fela í sér gull og græna
skóga. Samskipti þín við maka þinn
eða einhverja persónu þér mjög
nátengda munu veita þér bæði
gleði og hamingju og það kemur
glöggt fram í fari þínu næstu vik-
urnar.
SPORÐDREKINN
24. október - 22. nóv.
Þú munt ná góðum árangri
ef þú breytir matarvenjum þínum
og hugsar betur um líkamshreysti
þína. Þú nýtur þess að leika þér að
orðum og hugmyndum en gerðu
það ekki á kostnað annarra. Hlust-
aðu á góð ráð félaga þinna og
samstarfsfélaga.
BOGMAÐURINN
23. nóvember - 22. des.
Þú ert þessa dagana í
skapi til að leyfa ástinni að njóta
sín, auk þess sem þér finnst tími til
að njóta góðs matar og drykkjar.
Þér mun gefast tækifæri til þessa
alls að nokkru marki en það mun
engu að síður ekki breyta því að
þér finnist eitthvað vanta upp á
hina fullkomnu hamingju. Reyndu
að komast að því hvað þaö er.
STEINGEITIN
23. desember - 20. jan.
Hreinskilni hefur ekki verið
þín sterkasta hlið upp á síðkastið
og þú hefur átt í vandræðum með
að trúa öðrum fyrir tilfinningum þín-
um. Þér mun reynast best að koma
til dyranna eins og þú ert klæddur
og fara ekki I felur með neitt gagn-
vart kunningjum þínum og vinum.
VATNSBERINN
21. janúar - 19. febrúar
Þér virðist jafnvel sam-
skipti þín við næstu nágranna vera
orðin meiri og nánari en góðu hófi
gegnir. Þess vegna er líklega kom-
ið að því að þú dragir þig hæfilega í
hlé og látir lítið fyrir þér fara um
sinn. Hreinskilni er best til að koma
í veg fyrir tortryggni annarra.
FISKARNIR
20. febrúar - 20. mars
Oft er sagt um fiska aö
þeir eigi erfitt með aö hugsa skýrt.
Það hefði kannski mátt til sanns
vegar færa upp á síðkastið en nú
ertu aftur kominn niður á jörðina og
getur tekist á við erfiðustu verkefni
og vandamál sem krefjast lausnar.
Geföu samt ímyndunaraflinu rúm til
að njóta sín.
6. TBL, 1993 VIKAN 41