Vikan


Vikan - 21.04.1993, Side 4

Vikan - 21.04.1993, Side 4
AU-PAIR ER EINN MOGULEIKINN EN ÞORIRÐU - VILTU GETURÐU? ▲ Vigdís Hjalta- dóttir hjá Skóla sf. ► Strangar reglur gilda um fjölskyldur sem og þá sem gerast au-pair. Étfff 'tm r8 : j, : w*! 1fl wjjm ( ••i víinr \v < s mm IU ^ Mikiö er lagt upp úr því að fólk geti stundað nám rneðan þaö er au-pair. Fátt langar þann er lítið veit, segir kveðið hvort sem það er að fornu eða nýju og á hér vel við. Við vörpum þessu svona fram vegna þess að nú skal hugað að möguleikum ungs fólks til þess að upplifa heiminn í nýju Ijósi í nýju umhverfi - að vita svolítið meira um það hvað líf- ið hefur upp á að bjóða. Skóli sf. heitir lítið fyrirtæki sem síðastliðin átta ár hefur starfrækt einkakennslu í ýms- um greinum. í samtali við Vik- unna sagði forsvarsmaður skólans, Vigdís Hjalladóttir, að yfirleitt væri um einka- kennslu að ræða í skólanum þó vitaskuld kæmi fyrir að ein- hverjir sameinuðust um tím- ana og gætu þannig dreift kostnaði. Enda hækkar hann ekkert þó fleiri séu um hituna en á móti kemur að hver um sig fær í því hlutfalli minni beina athygli kennarans sem nemur auknum nemenda- fjölda. Mest er hins vegar um stuðningskennslu fyrir einn í einu. Eitt af þeim verkefnum sem Skóli sf. hefur á sínum snær- um er umboð fyrir E.F.-foun- dation sem byrjaði raunar sem tómstundaskóli en rekur nú starfsemi byggða á heils- árskerfum. Á vegum Skóla sf. geta nemendur því gengið inn í skipulag E.F. hvenær ársins sem er og stundað nám í hverju því landi sem óskað er og tekur þátt í samstarfinu. Hér má nefna lönd eins og Bandaríkin, England, Kanada, Ástralíu, Frakkland, Spán, Ítalíu og Þýskaland. Margir sem þegar eru komnir út í at- vinnulífið erlendis notfæra sér þessa þjónustu til tungumála- náms. Þannig er ekki endi- lega eingöngu um unglinga að ræða. AU-PAIR LÍKA Þessi sömu samtök bjóða einnig upp á au-pair mögu- leika og þar er lögð áhersla á að það fólk sem fer á vegum samtakanna til slíkar ársdvalar erlendis geti lært eitthvað í leiðinni. Starfið er þokkalega launað eða um sex þúsund á viku, frítt fæði og uppihald. Miðað er við að skilað sé fjörutíu stundum á viku. Helg- arnar eru fríar. Einu skilyrðin eru þau að viðkomandi séu á bilinu átján ára til tuttugu og fimm og með bílpróf. Það þyk- ir líka mjög æskilegt að um- sækjendur hafi einhverja reynslu af barnagæslu og helst náttúrlega eitthvað gam- an af slíku starfi. Eins og gefur að skilja hafa stúlkur einna helst sótt í þessi störf þó piltar geti það vitaskuld einnig. Vart þarf að taka fram að reglu- semi er áskilin og yfirleitt æskilegt að viðkomandi reyki ekki þó það sé yfirleitt ekki skilyrði. Strangar reglur gilda um þær fjölskyldur sem fá að taka til sín au-pair frá fjarlægum slóðum á vegum E.F. og Skóla sf. Bakgrunnur þeirra er kannaður með því til dæmis að rætt er við heimilislækni fjölskyldunnar og nágranna. Svipað gildir um þá sem sækja um að komast í störfin. En yfirleitt eru fjölskyldurnar af því taginu sem kallað er í góð- um stéttum og tiltölulega laus- ar við vandamál. Þær eru oftar en ekki í góðum efnum enda þarf vart að tiltaka það sér- staklega þegar rætt er um fólk sem hefur á annað borð efni á því að ráða au-pair. Margar af þessum fjölskyldum hafa líka tekið slikan starfskraft áður og jafnvel oft og þannig er komin ákveðin reynsla á margar fjöl- skyldnanna. FRÍTT Á STAÐINN Fargjaldið er greitt fyrir þau sem fara út sem au-pair auk þess sem boðið er upp á ferðalag innanlands með við- komandi fjölskyldu, að minnsta kosti einu sinni á dvalarárinu. Allar helstu ferða- og slysatryggingar taka sjálf- krafa gildi með ráðningunni þannig að hver unglingur þarf ekki að hafa áhyggjur af slík- um málum. „Mér finnst sérstaklega at- hugandi fyrir krakka á þessum aldri að kanna þessa mögu- leika. Atvinnuástandið er ekki gott hér á landi núna og eftir menntaskóla getur til dæmis verið gott að taka sér eitt ár eða svo til umhugsunar og nýrra upplifana," segir Vigdís en hún segist verða vör við aukinn áhuga skólafólks á ís- landi fyrir því að kanna ókunn lönd. „Það er líka mikilvægt að krakkar, sem fara út í þetta, gefist ekki strax upp og þau þurfa að greiða ákveðna tryggingu, sem ég held að sé um 30.000 krónur núna, fyrir því að þau hætti ekki í miðju kafi. Ef allt fer að óskum fá þau þessa peninga endur- greidda þegar þau koma heim. Þau sem vilja vera mán- uð í viðbót eftir árs dvöl hafa vegabréfsáritun fyrir einn mánuð að auki ef þau langar að ferðast svo dæmi sé tekið. Þá er nokkur samheldni með- al þeirra sem eru í Bandaríkj- unum á vegum þessara sam- taka,“ bætir Vigdís við en samtökin standa öðru hverju fyrir samkomum fyrir ungling- ana. Og nú getum við sagt okkur að marga sé farið að langa enda nokkru nær um au-pair starfsemi. Hér er líka um áhugaverða möguleika að ræða fyrir fólk sem þorir, vill og getur. □ 4 VIKAN 8.TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.