Vikan - 21.04.1993, Side 10
w ' i
T* 4 V
Það er hugsað öðruvísi
héma. Það eru einhvern veg-
inn allir til sölu. Við íslendingar
erum ekkert á þessari bylgju-
lengd. Við erum ekki svona
mikið til sölu. Ég er til í að gera
mitt besta, sýna hæfileikana
og vinna alveg eins og brjál-
æðingur en ég ætla ekki að
selja sálina mína. Kannski á
ég eftir að tapa á einmitt því!
Ég er að athuga hvort ég get
náð einhverjum árangri hérna
með mínum leiðum, við verð-
um bara að sjá hvort það tekst
eða ekki. Só far só gúdd! Ef ég
kemst hins vegar að þvf að
ekki er hægt að komast áfram
hérna á eigin verðleikum og
án þess að skríða fyrir ein-
hverjum lúsablesum þá er ég
farin aftur heim til mömmu og
pabba!”
- Hverrtig liggur leiðin frá
því að vera þú og að verða
poppstjarna?
„Fyrsta skrefið er að fá um-
boðsmann með nógu mikil
sambönd og hann gerir tónlist-
armyndband. Það er síðan
sent stóru útgáfufyrirtækjun-
um. Ég er komin með um-
boðsmann, hann heitir Eddie
Barber og hefur góð sambönd,
þekkir forstjórann hjá Capitol
Records. Hann er núna að
hjálpa mér að finna góða upp-
tökustjóra sem geta tekið upp
lagið sem við gerum mynd-
band við. Þetta verður samt
erfitt, þetta er hálfgerður dýra-
garður hérna en mér líkar
hann vel. Ætli ég passi ekki
bara svona vel inn í hann, ég
er svo skrítin.”
EKKERT ÓKEYPIS
- Og í hvaða búri ert þú?
„Ég er í Ijónabúrinu - nei,
ætli ég sé ekki í apabúrinu.
Aparnir eru alltaf að skemmta
fólki og það er það sem ég vil
gera.”
- Dýragarðar eru ekki ekta
frumskógar og haft er á orði að
hvergi í veröidinni sé allt jafn-
mikið „gervi” og hér. Sumir
segja að annað hvert brjóst í
Los Angeles sé gervi. Hvernig
er að vera ekta íslendingur
með ekta brjóst og ekta Ijóst
hárí þessari gerviveröld?
„Ég er sammála þessu, það
er voðalega mikið „gervi”
hérna. Ameríkanar eru ákaf-
lega gjarnir á að óska manni
alls hins besta þó maður þekki
manninn ekki neitt. Alls staðar
segja allir „How do you do?”
og „Have a nice daý’ og þess
háttar. Ég kann mjög vel við
þetta og er alveg sama hvort
fólk meinar þetta eða ekki. Mér
líður vel að heyra þetta og er
farin að segja þetta sjálf.
Ég var einu sinni stödd í
búð á Melrose Avenue og það
barst í tal að ég væri íslensk.
Þá spurði afgreiðslumaðurinn
hvort ég vissi hverjir Sykur-
molarnir væru og ég sagði
svo vera. Ég hélt að gæinn
ætlaði að pissa f buxurnar af
hrifningu þegar hann sagði:
„Björk kom einu sinni hérna
inn, það var alveg me-eei-iiri
háttar. Þau hljóta að vera
ofsalega fræg á íslandi.” Það
er mjög skemmtilegt hvað þau
eru fræg og virt hérna úti.
Reyndar höfðar megnið af
tónlistinni þeirra ekki til mín
en mér finnst samt að þau
eigi að fá fálkaorðuna, bara
fyrir það sem þau eru búin að
gera fyrir ísland og hversu
langt þau hafa náð.”
- Hefur þú trú á því innst
inni að það heppnist hjá þér
að byggja upp feril í tónlist
hérna úti?
„Já. Það er að segja innst
inni er þessi gífurlega sterka
von. Ef maður trúir ekki á
sjálfan sig, af hverju ætti ein-
hver annar að gera það? Það
er nóg af fólki hér um allt sem
er til í að bregða fyrir mann
fæti og hér hjálpar enginn
neinum ókeypis. Það kostar
allt. í skólanum erum við mik-
ið að hjálpa hvert öðru en það
er allt debit-kredit. Ef maður
er að gera lista yfir það sem
maður hefur gert í tónlistar-
bransanum þarf að telja allt til
og ýkja fimm hundruð pró-
sent! Það er vegna þess að
þetta gera allir hinir! Segi
maður bara frá því sem mað-
ur hefur raunverulega gert
halda allir að maður hafi gert
brot af því - sé að ýkja!”
ENGINN FRIDUR
- Þú hefur svolítið sérstakan
stíl. Fjögurra ára frænka mín
kallar þig alltaf Barbí. Þú ert
með þessi vatnsbláu augu,
Ijóst hár og málar þig og
klæðir öðruvísi en flestar ís-
lenskar konur. Sumir vilja
meina að þú hafir amerískan
stíl. Hvers vegna?
„Minn stíll er bara að vera
ég sjálf. Þegar þú lítur á mig
sérðu Önnu Mjöll. Ég er ekki
að reyna að vera eitthvað
sem óg er ekki því svoleiðis
lagað skín alltaf í gegn. Þegar
fólk sér mig heima finnst því
ég oftast hafa amerískan stfl,
Ameríkönum finnst ég vera
dæmigerður Skandinavíubúi
og þegar ég var í Tælandi
fannst fólkinu þar ég vera eins
og Gilitrutt! Svona eru nú
skoðanir mannanna misjafn-
ar. Ég hef líka heyrt heima að
ég sé að stæla Dolly Parton.
10VIKAN 8.TBL. 1993