Vikan


Vikan - 21.04.1993, Side 42

Vikan - 21.04.1993, Side 42
hefur hún átt heima fyrir vest- an en var reyndar i Reykjavík í eitt ár barn að aldri. Birna er átján ára og 166 cm há. For- eldrar hennar eru þau Hildur Hilmarsdóttir og Guðmundur Geirsson. Birna stundar nám við Framhaldsskóla Vestfjarða á ísafirði þar sem hún er á raungreinabraut. Hún er á öðru ári. Birna Málmfríður hefur lítið sem ekkert starfað að sýning- ar- eða fyrirsætustörfum fram að þvi að hún var valin feg- urðardrottning Vestfjarða. Hún hefur þó farið á nám- skeið í slíkum störfum hjá Módelmynd og eitthvað komið fram á tískusýningum í skól- anum. Um slíkt talar hún hins vegar af mestu hógværð. Hún er því á byrjunarreit hvað þetta varðar. Um áhugamálin segir Birna að dans sé ofar- lega á lista, sérstaklega sam- kvæmisdansar. Hún hefur einnig leikið töluvert og segist hafa gaman af því, meðal annars hafi leikfélag skólans nýverið sett upp leikrit og sýnt það á Akureyri. Framtíðin er óráðin en ekki ólíklegt að eitt- hvað sem tengist raungrein- um verði fyrir valinu í starfi. millinafn þaðan: Xochitl sem er indíánanafn komið frá Az- tekum og merkir blóm. Brynja er 19 ára og 170 cm há. For- eldrar hennar eru Ágústa Sig- þórsdóttir og Vífill Magnús- son. Brynja stundar nám við Kvennaskólann í Reykjavík þar sem hún er á þriðja ári á náttúrufræðibraut. Samhliða námi hefur hún starfað við kynningar fyrir Vífilfell og hún er starfandi hjá lcelandic Models. Margir muna eftir Brynju í forsíðustúlkukeppni Vikunnar og í kjölfar þeirrar keppni keppti hún um titilinn Queen of the World. Áhugamálin eru fyrirsætustörf, leikhús en hún stundaði ballett og dans til margra ára, sígild tónlist og óperur. Brynja hyggur á lang- ferð að loknu stúdentsprófi, ætlar til Mexíkó þar sem systir hennar býr. Þar ætlar hún að leggja stund á spænskunám. Þá langar hana að komast í hjálparstarf í framandi landi, til dæmis á vegum Rauða kross- ins. Áframhaldandi sýningar- og fyrirsætustörf eru jafnframt á döfinni. BIRNA MALMFRIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR er fegurðardrottning Vest- fjarða. Hún býr í Hnífsdal en er fædd á Akureyri. Lengst af BRYNJA VÍFILSDÓTTIR er fegurðardrottning Reykja- víkur. Hún býr í Kópavogi en er fædd í Mexíkó. Hún ber

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.