Vikan


Vikan - 21.04.1993, Síða 51

Vikan - 21.04.1993, Síða 51
SALARKIMINN SIGTRYGGUR JÓNSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR LESENDUM Bréf til Sigtryggs geta snúist um samskipti kynjanna, sam- skipti barna og foreldra, samskipti milli hjóna, kynlíf og annaö þaö sem lýtur aö sálfræöi og sálfræöilegum vanda- málum. Bréfin mega vera nafnlaus eöa undir dulnefni. Utanáskriftin er: Sigtryggur Jónsson sálfræöingur, Álftamýri 3,108 Reykjavík Kæri sálfræðingur. Ég er einn af þeim sem eiga mjög erfitt með að koma sér að verki og datt í hug að spyrja þig ráða. Ég hef mikið veit þessu fyrir mér og finn að margt er að hjá mér, sem lík- lega tengist þessu. Ég held ekki að ég virki stressaður á fólk, allavega hefur það ekki verið sagt við mig en samt finnst mér að ég sé stressaður. Mér finnst ég aldrei afkasta neinu en er þó alltaf að gera eitthvað. Og mér finnst ég aldrei búinn. Það er mjög algengt að mér finnist erfitt að tala við fólk, ekki vegna þess að ég viti ekki hvað ég eigi að segja heldur finnst mér erfitt að fylgjast með því sem sagt er og er alltaf að hugsa um eitt- hvað annað. Mér finnst oft eins og ég ætti að vera að gera eitthvað annað, verð ó- þolinmóður og bíð eftir að samtalinu Ijúki. Samt gerist það oft að ég veit svo ekkert hvað ég á að gera þegar samtalinu er lokið og er sem sagt lengi að koma mér að því að gera eitthvað af viti. Mér finnst eins og ég megi ekki vera að neinu af því að ég hafi svo mikið að gera en hef svo e.t.v. ekkert að gera eða kem mér ekki að því. Ef ég hugsa mig um nú, þegar ég skrifa þetta bréf, get ég talið upp fullt af hlutum sem ég þyrfti að gera en ég kem mér samt ekki að því. Þetta eins og liggur á mér en ég kem mér ekki að því. Þess vegna finnst mér að hugurinn sé stressaður þó ég sýni það ekki með líkamanum. Oft á ég líka erfitt með svefn. Stundum er erfitt að sofna og ég ligg andvaka langt fram á nætur og hugsa um allt sem ég hefði þurft að gera eða það sem ég þarf að gera á næstunni. Stundum er það þannig að ég get kannski sofnað á skikkanlegum tíma en vakna svo fyrir allar aldir og get ekki sofnað aftur. Mér finnst ég oft þreyttur og útkeyrður, jafnvel þó ég hafi ekki verið að vinna mikið og nú í seinni tíð finnst mér ég vera alveg orkulaus, vil helst bara liggja í rúminu og reyna að sofa. Ég dríf mig þó alltaf á fætur en er hræddur við hvað gerist í framtíðinni. Ég er ekki nema tæplega fertugur og mig hryllir við tilhugsuninni um að þetta verði svona í framtíð- inni. Það hlýtur að vera eitt- hvað sem ég get gert til að breyta þessu. Eg hef reynt en það gengur lítið. Ráddu mér nú heilt því ég vil gjarnan breyta þessu. Með kveðju og fyrirfram þökk fyrir aðstoðina. Bjarni Kæri Bjarni. Af lestri bréfsins, sem hefði mátí vera ítarlegra, býst ég við að þú hafir rétt fyrir þér í því að þú sért stressaður. Það má líka lesa út úr því sem kallað er að vera „útbrunninn’’ á íslensku eöa „burn out” upp á ensku. Þetta er því miður að verða ansi algengt í nútíma þjóðfélagi og stafar af því að tilgangur lífsins verður að af- kasta einhverju í lífinu í stað þess að njóta þess. Segja má að þú lifir lífinu til að Ijúka því í stað þess að lifa því og njóta þess. AÐ FRESTA LÍFINU Að öllum líkindum stafar þetta að miklu leyti af því að þú leggur ofuráherslu á að standa þig, gera hlutina óað- finnanlega og taka ekki á- hættu á að gera mistök. Vissulega eru þetta góðar 8.TBL. 1993 VIKAN 51

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.