Vikan


Vikan - 21.04.1993, Page 52

Vikan - 21.04.1993, Page 52
dyggðir en eins og svo margt annað getur þetta gengiö út í öfgar. Við sjáum ekki fram í tímann og getum í mörgum til- vikum alls ekki vitað hvaöa á- kvörðun við eigum að taka ef við gerum algera kröfu um að gera ekki mistök. Þá verðum við að taka einhverja ákvörð- un og taka síðan afleiðingun- um og takast á viö mistökin ef ákvörðun okkar reynist mis- tök. Ef þú gerir slíka ofurkröfu um að gera ekki mistök frest- ar þú því sem gæti leitt til mis- taka eða er erfitt á einhvern hátt. Það safnast saman sem óleyst verkefni í heilanum og heldur áfram að gerjast þar og trufla þig öðru hverju með því að minna á sig. Þess vegna færð þú á tilfinninguna að þú Ijúkir engu verki. Það er alltaf nóg af óleystum verkefn- um. Framhaldið einkennist svo af því að þér finnst þú ekki geta slakað á og notið lífsins fyrr en þú hefur lokið öllum verkefnum þínum, á hvaða sviði sem er, það er bæði í vinnu og einkalífi. Með tíman- um verður þetta svo aðalein- kennið á lífi þínu og þú lærir aldrei að njóta þess. Ef þú færð frið, til dæmis í sumarfríi, veist þú ekkert hvað þú átt af þér aö gera og finnur þér alltaf ný og ný verkefni vegna þess að það er eini hátturinn sem þú kannt á því aö lifa líf- inu. Þannig verður lífið verk- efnabundiö, bundið við verk- efni sem þarf að Ijúka. Þessu lýkur aldrei því þú finnur alltaf eitthvaö til að fást við og skilja eftir óklárað þannig að í raun ertu að bíða eftir því að lífinu Ijúki. Þegar svo er komið finnur þú engan tilgang meö því sem þú ert aö gera. Því lýkur heldur aldrei. Þú verður þreyttur og orkulaus og „út- brunninn”. SVEFNTRUFLANIR Svefntruflanir eru eðlileg af- leiðing af þessu. Hugurinn getur ekki slakað á, hvorki þegar þú ert í samræðum við aðra eða þegar þú ert kominn upp í rúm og ætlar að fara að sofa. Hann heldur áfram að vinna vegna stressins og neyðir þig til þess að halda á- fram að hugsa út leiðir til að Ijúka verkefnum án þess að gera mistök. Jafnvel ef þér tekst að sofna heldur starf- semi hugans áfram [ svefnin- um og getur vakiö þig eins og innbyggö klukka til að koma þér að verki svo þú getir lokið því. Oft finnst fólki, þegar svona er ástatt, að það vinni 14-16 tíma á sólarhring en þegar það lítur til baka yfir afköstin sér það að það hefði getað lokið þessu á helmingi þess tíma sem það tók. HVAÐ ER TIL RÁÐA? [ flestum tilvikum er nauðsyn- legt að leita sér aðstoðar. Munstrið er svo sterkt að það er mjög erfitt að reyna að brjóta það án aðstoðar sál- fræðings. Þú þarft að leggja áherslu á að njóta lífsins, gera eitthvað fyrir sjálfan þig þannig að þú finnir tilgang í lífinu með því að lifa því lif- andi. Þú þarft að leyfa þér að gera mistök eins og mannlegt er. Þú veröur hvorki verri eöa betri fyrir bragðið, aðeins mannlegri. Þú þarft að læra að hætta að fresta hlutum, ganga beint til verks og klára það sem fyrir liggur og slaka síðan á og njóta þess sem þú hefur verið aö gera - keyra þig út í líkamsrækt og hella þér út í það að vera til fyrir sjálfan þig, finna nautn í því að vera þú sjálfur en standa þig samt í því sem þú gerir. Öll þessi afkastavinna og þetta verkefnabundna líf er af- leiðing þjóðfélagsbreytinga undanfarinna áratuga og hef- ur ekkert að gera með tilgang lífsins en tengist hins vegar tæknivæöingu þjóöfélagsins og lífsgæðakapphlaupi sem síðan er óvíst að þú fáir að njóta í ellinni því ekki er víst að þú lifir svo lengi ef þú ætlar að ofgera sjálfum þér á bestu árunum þínum. Eitt af því sem þú getur væntanlega gert strax er að læra að skipulegggja þig bet- ur, bæði hvað varðar að á- kveöa hvenær þú ætlar að gera hlutina og standa við það en einnig hvað varðar að nota pappír og penna. Skrif- aðu niður allar hugmyndir, bæöi frumhugmyndir og hug- myndir um aðgerðir í ákveðn- um málum og komdu því þannig út úr huganum. Þegar þetta er komið á blaö þarf hugurinn ekki lengur aö muna eftir þessu. Notaöu dagbók með tímaáætlun og lærðu að nota einhverja teg- und af skipulagi. Til eru nokk- ur námskeið sem gætu hjálp- að þér. Ræddu þetta við aðra, sér- staklega þá sem þú sérð að kunna aö njóta lífsins og þiggðu góð ráð. Ef það dugar ekki skaltu leita þér aðstoðar. Góðar kveðjur, Sigtryggur • • ANNA MJOLL FRH. AF BLS. 11 LITLA UÓSHÆRÐA NEGRABARNIÐ - Hvernig líður dagurinn hjá Önnu Mjöll? „Ég er venjulega komin út í leikfimisal um klukkan átta á morgnana og er þar til klukkan níu. Þá fer ég inn og þvæ þvott, vaska upp og svoleiðis. Svo fer ég að læra. Það sem felst í því að læra er aö semja lög og texta, eitthvað sem sett er fyrir í skólanum og svo að sjálfsögðu að æfa mig á hljóm- borðið og í söng. Tónfræðin tekur svo mikinn tíma auk þess sem ég þarf aö þjálfa tóneyraö. Síðan er, eins og áður sagði, nauðsynlegt að hringja út um allt og hitta fólk til að halda samböndum lifandi. Ef einhver ætlar aö gera eitthvað fyrir mig þarf ég að hringja í hann á hverjum degi. Annars gleymist allt sem um var talaö. Seinni partinn fer ég svo í skólann og er þar fram á kvöld. Þegar ég kem heim læri ég aðeins meira, fer kannski í leikfimina aftur og þegar því er lokið er ég alveg búin að vera. Þetta hljómar nú kannski ekki strembið en er það nú samt.” - Hvað ætlaði Anna Mjöll aö verða þegar hún yrði stór? „Hún ætlaði að verða svört! Ég var alveg harðákveðin í að verða svertingi. Mamma og pabbi voru alltaf að ferðast um landið með hljómsveitinni á sumrin og eitt sumarið fór með þeim svört nektardansmær á- samt öðrum skemmtikröftum. Þá vissi ég auðvitað ekkert hvaö það var en ég vissi að hún var með þeim í þessari sýningu. Hún var svo sæt og hún var svo góð við mig og frænku mína, hún leyföi okkur að leika okkur með perlufestarnar sínar og ég bara hreinlega dáði þessa manneskju. Og ég ætlaði að veröa alveg eins og hún þegar ég yrði stór. Það virðist hins vegar ekki hafa gengið upp." - Hvernig var að alast upp sem barn foreldra sem voru heimsfrægir um allt ísland? „Það var bara mjög gaman. Ég hef alltaf verið mjög stolt af mömmu og pabba, þau eru al- veg frábær. Stundum voru aör- ir krakkar og jafnvel fullorðiö fólk að yfirheyra mann: Hvað áttu mörg systkini? Hvernig er heima hjá þér? Fólk var voða forvitiö um hagi mína.” - Hvað áttu mörg systkini? „Einn bróöur, Andra Gauk. Hann er tuttugu og níu og er læknir. Hann er að fara aö vinna á skurðdeild spítala í New Hampshire núna í júní." HVAÐA LYKT ER ÞETTA? „Fyrst þú varst að spyrja mig um skemmtanalífið þá dettur mér í hug að segja þér frá partíi sem mér var boðið í. Það var haldið í húsi sem Barry Goldwater átti (hann var mjög frægur stjórnmálamaður sem árið 1964 bauð sig fram til embættis forseta Bandaríkj- anna en laut í lægra haldi fyrir Lyndon B. Johnson). Sonur hans á húsið núna. Þetta hús er gífurlega stórt og íburðar- mikið en ótrúlega ósmekklegt. Þegar ég og vinir mínir vorum búin að vera í partíinu svolitla stund fór ég að taka eftir skrít- inni lykt og spuröi einn við- staddra hvaða lykt þetta væri. Þá kom á daginn að fólk var að reykja maríhúana og ég hafði bara aldrei séð það gert áður. Fólkið vissi ekki hvert það ætl- aði, svo hissa varö það. Svo var mér og vinum mínum boðið en við afþökkuðum og upp úr því létum við okkur hverfa. Þetta byrjaði bara allt í einu, þá var eins og allir í partíinu væru farnir að reykja gras og það var ekkert fyrir okkur." - Hvernig er með karlamálin hjá þér, ertu í sambandi við einhvern? „Nei, ég var með íslenskum strák, Binna, en það er búið. Þaö gekk ekki upp. Hann var minn fyrsti alvörukærasti, við erum enn góðir vinir. Annars hef ég nóg með að hugsa um sjálfa mig hérna þannig að ég held að samband sé ekki inni í myndinni enn um sinn.” ísinn var löngu búinn og sólin tekin að hníga til viðar. Mann- þröngin á Venice Beach hafði þynnst verulega, götusalarnir teknir til við aö hreinsa af borð- um sínum og sumir farnir heim með gróða dagsins. Eftir að hafa leyft sandinum á ströndinni að leika við tærnar dagpart máttum við Anna Mjöll setja á okkur frelsisheftandi skóbúnað og héldum inn í mengaða stór- borgina við Kyrrahafiö. Eftir að heim kom bárust þær fréttir af Önnu Mjöll að hún væri komin í vinnu hjá fyrirtæki sem umboðsmaðurinn hennar á. Það heitir Much Fun Prod- uctions og sérhæfir sig í að gera tónlistarmyndbönd. Starf hennar þar felst í aö fara á fundi hjá stóru útgáfufyrirtækj- unum og fá að gera fyrir þau myndbönd viö lög sem þau gefa út. Anna Mjöll er síðan meðframleiðandi á myndbönd- unum. Gott mál í gangi og Vik- an óskar henni góðs gengis í nýja starfinu. □ 52 VIKAN 8.TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.