Vikan


Vikan - 21.04.1993, Side 64

Vikan - 21.04.1993, Side 64
TIÐAHVORFIN ÚT ÚR SKÁPNUM Nýveriö komu út í Bandarfkjunum tvær bækur um breytinga- skeiö kvenna. Þaö er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema hvaö önnur bókin, The Silent Passage eftir Gail Sheehy, hefur þegar náö met- sölu og búist er viö því aö hin, Climacterium eftir Germaine Greer, fylgi henni fast eftir upp listann. Germaine Greer er höfund- ur Kvengeldingsins en í nýju bókinni fer Greer vítt og breitt um mannkynssöguna og ræöir meðal annars hlutverk maddömunnar í ýmsum þjóö- félögum. Hún talar opinskátt um ósýnileika miðaldra kvenna í vestrænni menningu og óréttlæti kerfis sem hefur 3: silfurhæröa karla í hávegum § en útskúfar kvenkyns jafnöldru ^ þeirra sem ónothæfri, aumk- Igj unarveröri, uppþornaðri “ skrukku. 'S Greer reynir þó ekki aö 'O segja að miðaldra kona sé ennþá gjaldgeng „á markaðin- >5 um” né aö kona geti fundið ást og hamingju á hvaða aldri sem er ef hún bara haldi sér hressri og kynfærunum rökum, annaðhvort meö östrógeni eða smurningsefnum úr lyfjabúð- um. „Þaö er fjári erfitt aö vera miöaldra í þessu þjóðfélagi,” segir Greer, „og þaö er sjálfs- blekking aö láta eins og svo sé ekki.” Ekki aö kvartanir komi aö neinu gagni; kona sem kvartar yfir einkennum tíöahvarfanna eöa hræðslunni viö aö veröa ein í ellinni fær líklega það svar aö hún geti sjálfri sér um kennt. „Hafi þér ekki tekist aö ná þér í mann, hvaö þá aö halda í honum líf- inu eöa þér viö hlið til fimm- tugs, hafirðu ekki eignast nein börn eða ekki getað fengiö þau sem þú ólst upp til aö koma sómasamlega fram viö þig - þá klúðrarðu áreiðanlega tíöahvörfunum líka,” segir hún. í bókinni kemur Greer inn á væntingar umhverfisins um undarlega hegöun kvenna á breytingaskeiði. Hún bætir því viö aö margar sögur um hegö- unarvanda kvenna á breyt- ingaskeiði séu einfaldlega lýs- ingar á vissu þroskaferli. „Þaö getur veriö ógnvekjandi aö velta málunum fyrir sér í ein- rúmi og hugsanlega aö syrgja stundir sem koma aldrei aftur og þaö sem verra er, sáran tlma sem var sóaö, en þaö er miklu hættulegra að gera þaö ekki," segir Germaine Greer. Metsala á bókum um breyt- ingaskeiðið er að hluta komin til af því aö um þessar mundir eru stórir árgangar banda- rískra kvenna einmitt á því skeiði eöa um fimmtugt. Bandaríkjamenn eru naskir aö sjá út væntanlega markaði og fljótir að laga sig að breyttum áherslum. Fólk á fimmtugs- aldri hefur veriö stórneytendur síðustu áratuga og því um aö gera aö höföa til þess sem á sér staö í lífi þess hverju sinni. EINKENNI OG ANDLEG ÁHRIF Aldurinn og allt sem honum fylgir er óhjákvæmilegt en konan er eina veran sem upp- lifir tíöahvörf. Þegar tíðahvörfin bresta á er oft ýmislegt annað aö gerast I lífi konunnar. For- eldrar hennar eru hugsanlega aö veikjast og deyja, börnin eru uppkomin og farin aö heiman, hlutverk hennar á heimilinu breytist og algengt er aö hjón slíti samvistum á þessum aldri. Þaö er á þessu tímabili sem konur gleypa ró- andi lyf í stórum stíl. Breyt- ingaskeiöiö getur varaö allt frá nokkrum mánuöum upp í fimmtán ár þótt algengasti tím- inn sé fjögur til fimm ár. Helstu einkenni þess eru hita- og svitakóf en orsök einkennanna er aö líkami konunnar er hætt- ur framleiðslu hormónsins östrógens. Einkennum breyt- ingaskeiðsins fylgir oft mikil andleg vanlíöan. Gróf áætlun er aö einn þriöji hluti kvenna fái slæm einkenni, einn þriðji væg einkenni og einn þriöji lítil eöa engin og oft sleppa þétt- holda konur best. Tvö aðalkvenhormónin eru östrógen og prógesterón. Af östrógenum er mest í fyrri hluta tíðahringsins og á þeim tíma er slímhúöin f leginu að byggjast upp. Viö egglos fer framleiösla prógesteróns í gang. Tveimur vikum síöar hættir prógesterónið að byggj- ast upp og tíðablæðing á sér staö. Fyrstu einkenni tíöahvarf- anna eru aö blæðingar veröa óreglulegar. Þegar þetta gerist er konan á milli 45 og 55 ára en þess eru dæmi aö miklu yngri konur hætti aö hafa á klæðum. í upphafi skeiösins dregur úr prógesterónfram- leiðslu og síðan úr östrógen- framleiöslu. Það er þá sem hita- og svitakófin koma og þau geta verið mjög misslæm, allt frá því að konan fái eitt til tvö köst á sólarhring upp í aö fá eitt til tvö á klukkustund. í upphafi tíöahvarfanna á konan einn þriöja ævinnar eftir ólifaöan. Þegar östrógenfram- leiöslan hættir veldur þaö víð- tækum áhrifum um allan lík- amann. Brjóstin rýrna, húöin breytist og þynnist og sjálfs- myndin gæti oröiö neikvæöari. Slímhúð í legi rýrnar og þaö er ástæða þess aö konur fá tíðari þvagfærasýkingar eftir tíða- hvörfin. Þurr leggöng geta valdið óþægindum viö samfar- ir og konunum er hættara viö sveppasýkingum. Hormóna- uppbót stendur til boöa þeim konum sem vilja og það sem helst mælir meö henni er að úr ýmsum einkennum tíðahvarf- anna dregur og líðan konunn- ar er allt önnur og betri. BEINGISNUN Ftannsóknir á beingisnun hafa leitt ( Ijós að íslendingar eru slst betur staddir en aörar þjóöir. Líklegt er að einn fjórði kvenna fái slæma beingisnun og litlar, Ijósar konur sem reykja eru í sérstakri hættu, svo og konur meö ættarsögu um beingisnun. Beingisnun getur verið mikið vandamál og illa haldnar konur byrja aö brotna um úlnliðina upp úr sextugu, 65 ára fer hryggurinn aö hrynja saman og þær lær- brotna viö aö detta. Östrógen stuölar hins vegar aö því aö beinmassinn haldi sér og hefj- ist östrógenmeðferö strax í upphafi tíðahvarfanna er hægt aö koma í veg fyrir beingisn- un. Konum er nauösyn aö fá nægt kalk og beinin á aö byggja upp á unga aldri og viðhalda hreyfingu ævina á enda. íslenskar konur viröast fá nægt kalk en reykingar hafa mjög slæm áhrif á beinmassa og sömuleiðis mikil áfengis- neysla. HVAÐ ER TIL RÁÐA? Þau lyf sem konum standa til boða eru ýmist náttúruleg östrógen eða samsetning af östrógenum og prógesteróni. Þau hormónalyf sem mest eru notuð hér á landi líkja eftir tíöahring konu sem ennþá framleiöir sín hormón. í hringnum eru 28 töflur. Fyrstu tólf töflurnar innihalda östró- gen, í næstu tíu eru östrógen og prógesterón og í síðustu sex vægt östrógen. Blæöingin kemur á meöan sex síðustu töflurnar eru teknar og viö aö fá svolítið östrógen meöan á blæðingunni stendur fær kon- an ekki hita- og svitaköstin sem annars kæmu innan þriggja daga frá því hætt er á töflunum. Einnig fást kaflaskiptar töflur meö 21 töflu. Fyrstu ellefu töfl- urnar innihalda östrógen og næstu tíu östrógen og pró- gesterónefni. Meö þessum töflum er gert sjö daga hlé á hormónagjöf. Blæðingar koma á töflulausa tímabilinu, þannig að hormónaskortseinkenni geta komið fram meöan á blæðingu stendur. I i I 64 VIKAN 8. TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.