Vikan


Vikan - 01.07.1993, Síða 16

Vikan - 01.07.1993, Síða 16
POtl EIJ * (ðtfi UMIMW JOAN COLLINS í SAMTALI VIÐ VIKUNA EINKAVIÐTAL OG UÓSM: ÞORSTEINN ERLINGSSON ið hittumst á Carlton hótelinu í Cannes. Það var ekki að sjá að þessi kona hóldi upp á sex- tugsafmæli sitt í sömu viku. Maður gæti frekar haldið að um fertugasta aldursárið væri að ræða. Joan Collins gekk tfgulega inn í svítuna, íklædd hvítri dragt með bláum borð- um. Hárgreiöslan var svipuð því sem maður á að venjast og förðunin óaðfinnanleg. Hún settist niður, hellti vatni f glas fyrir framan sig og virtist njóta sfn til fullnustu. Joan Henrietta Collins fæddist í London 23. maí 1933 og er elsta barn Jos- ephs Williams Collins og Elsu Bessant. Yngri systir hennar, Jackie Collins, er sem kunn- ugt er þekktur metsölubóka- höfundur (Hollywood. Þar sem Joseph var um- boðsmaður fyrir Ijóða- og söngbækur kom mikið af þekktum söngvurum, dönsur- um, leikurum og öðrum góð- um listamönnum til hans og því fékk Joan tækifæri til að kynnast slíku fólki og hafði það mikil áhrif á uppvöxt hennar. „Þessa feimnu, inn- hverfu strákahatandi stelpu dreymdi mjög fljótlega um að verða þekktur listamaður," segir Joan Collins. Þegar hún var f almennum skóla fyrir stúlkur, Francis Holland School, kom hún f fyrsta sinn fram á sviði í West End uppfærslu á Brúðuheimili Ibsens. Tveimur árum síðar hætti hún f kvennaskólanum til að innrita sig f Royal Academy of Art leiklistarskól- ann. Faðir hennar var mjög á móti þessum áformum en hann þurfti að draga sig í hlé eftir að Joan hafði minnt hann á að hann heföi alltaf verið að tala við sig um ávinning þess að fara í gegnum lífið með opnum huga og hvatt sig til að setja sig í spor annarra áður en hún dæmdi. Þau feðginin gerðu með sór málamiðlunar- samning sem hljóðaði þannig að ef stelpan sýndi engan ár- angur f náminu eftir tvö ár hætti hún f leiklistinni og færi í ritaraskóla. Áður en árin tvö voru liðin hafði hún tryggt að faðir henn- ar næði ekki fram vilja sfnum. Það gerði hún með þvf að hefja fyrirsætustörf sem leiddu til þess að hún fékk samning við hið risastóra kvikmyndafyrirtæki Rank Org- anisation Ltd. og árið 1952 kom hún fram í sinni fyrstu kvikmynd, Lady Govia Rides Again, sem flokka má sem kaldhæðnislega grínmynd. Nokkur hlutverk komu í kjöfar- ið .en það var langt á milli þeirra. Joan sagði að það væri skiljanlegt að fólk hefði ekki verið áfjáð í að ráða hana þar sem hún lék ekkert annað en einhverjar tæfur, ungar glæpa- konur eða varasamar mellur. Að lokum var það Howard nokkur Hawks, einn af fáum á- hrifamiklum kvikmyndagerðar- mönnum í Hollywood, sem tók af skarið og réö hana ( hlut- 16VIKAN 13.TBL.1993

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.