Vikan


Vikan - 01.07.1993, Page 33

Vikan - 01.07.1993, Page 33
vildu frekar halda sig við klak- ann og spila hér. „Við reynd- um að spila einu sinni f mán- uði og það komu þetta 150 manns á tónleika hjá okkkur, yfirleitt sama fólkið. Þá var ríkjandi þetta sama vand- ræðaástand og er núna. Ég skil nú eiginlega ekki hvernig maður nennti þessu.“ SJÓMENNSKAN ER EKKERT GRÍN Eitthvert uppáhaldslag á Öllu heila klabbinu? „Nei, þetta er nú allt rosalega gott, sko,“ segir Gunni og glottir. „Á- kveðin lög hafa kannski elst betur en önnur, til dæmis síð- asta platan sem stendur næst manni I tíma og er best unnin tæknilega séð. Þó má kannski nefna Engin ævintýri af Goðinu, svona til að nefna eitthvað." Það lag fjallar um sjómennsku á ansi kómískan hátt og því liggur beinast við að spyrja Dr. Gunna hvort hann hafi verið á sjó. „Já, ég og Steini gítarleikari fórum einu sinni á sjó, á trillu og vorum á handfærum. Ég var náttúrlega sjóveikur en gat haldið í mér ælunni þang- að til fyrsti þorskurinn kom á færið. Sá fékk að finna fyrir því. Sumir gætu haldið að ég væri eitthvað á móti sjómönn- um ef þeir heyra það lag, en svo er ekki. Textinn er eigin- lega útfærsla á kvikmyndinni Skyttunum eða eittvað á þá leið að sjómaður kemur í land og verður að hafa æðislega gaman, af því að hann er bú- inn að hafa það svo leiðinlegt lengi. Svo verður allt bara áfram hundleiðinlegt þegar hann kemur í land.“ ENSKIR TEXTAR GERA SIG EKKI Dr. Gunni hefur það orð á sér að vera eins konar „neðan- jarðargúrú“ hér á landi enda hefur hann mikinn áhuga á svokölluðum neðanjarðar- rokksveitum, hvað svo sem sú skilgreining segir okkur. „Það er sú tónlist sem maður er alinn upp við og það er skemmtileg tómstundaiðja að gera út á þennan markað. Það hlýtur að vera aðeins meiri vaxtarbroddur, innan gæsalappa, þegar hljóm- sveitir eru að gera eitthvað nýtt, þó það sé nú frekar erfitt." Við höldum áfram að tala ' um frumleika/ekki frumleika í rokki og hann vindur sér að textunum. „Það er líka annað í þessu að enskir textar eru bara hálfgert prump og tónlist sungin á máli innfæddra lifir miklu lengur. Það er hægt að taka dæmi af Trúbrot en þó Lifun sé almennt talin meist- araverk, sungin á ensku, þá var hún ekki eins vinsæl og fyrsta plata þeirra, sem var sungin á íslensku. Það gerir sig einhvern veginn ekki eins vel að syngja á ensku og ís- lensku.“ Árið 1991 gaf Dr. Gunni út sjö tommu plötu í gamla vín- yl-stílnum f Finnlandi og gerði sú skífa, Eins og fólk er flesk, það gott á óháðum vin- sældalistum þar í landi. Og í sumar og haust er meiri út- gáfa í vændum, þrjár sjö tommur verða gefnar út, ein í Finnlandi og tvær í Banda- ríkjunum. „Þetta form, sjö tomman, lifir mjög góðu lífi meðal neð- anjarðarrokkara, er ódýrt og mjög hentugt form til að koma sér á framfæri. Fyrir- NÝJAR HUÓMPLÖTUR NÝJAR HUÓMPLÖTUR ■ STJORNUGJOF ***** = FRÁBÆR/MEISTARAVERK **** = MJÖG GÓÐ S.H. DRAUMUR: ALLTHEILA KLABBIÐ ÓMÓTSTÆÐILEGUR DRAUMUR Á árunum 1982-1988 starfaði f bláköldum raunveruleika ís- lenskrar rokktónlistar hljóm- sveitin S.H. Draumur og segja má að sú sveit hafi verið draumur rokkaðdáandans sem vill hafa hlutina hráa, hressandi og umfram allt kraftmikla og öðruvísi. Gunnar Hjálmarsson (bassi/söngur), Birgir Baldursson (trommur) og Steingrímur Birgisson sköpuðu einhver eftirminnileg- ustu rokkaugnablik þessa tímabils með lögum á borð við Helmút á mótorhjóli, Öxna- dalsheiði og Grænir frostpinn- r -h ' - ' r, ■ v s»ry > j: . '\ J tækið Bad Vugum í Finnlandi gaf út smáskífuna í hittifyrra og má segja að það fyrirtæki sé besta rokkfyrirtæki í Evr- ópu. Það ætlar að gefa út aðra plötu sem ef til vill kem- ur til með að heita Lifur. Önn- ur platan, Fuzz & Sway, verður gefin út hjá litlu fyrir- tæki á landamærum Mexíkó og Kalifornfu, fyrirtæki sem nokkrir pípulagningamenn eiga og reka. Svo verður þriðja platan gefin út hjá fyrir- tæki í Kaliforníu sem heitir Hell Yeah. Þetta er allt mjög hrá rokktónlist og allt upp í fimm lög á plötu, stuttir rokk- arar.“ Það sem eftir lifir árs mun Gunni spila hér heima og á Norðurlöndunum, með að- stoð trommuheila og Ara Eldon. „Ég er ekkert búinn að bóka, það eru menn úti sem gera það. Ég fer bara út og læt hlutina ráðast.“ □ *** = GÓÐ ** = SÆMILEG * = LÉLEG mjög lifandi (Nótt eins og þessi, af tónleikum í Casa- blanca). Geggjaður húmor Dr. Gunna í textunum („Guð gaf okkur Hófí“: Bimbirimbirim- bamm) blandaðist fullkomlega við rokkið og Draumurinn var ómótstæðilegur. Það er Allt heila klabbið líka, punktur! STJÖRNUGJÖF: ★★★★★ i.H. Draumur var hreint út sagt frábær sveit. Allt heila klabbiö rekur feril Draums- ins frá 1982-1988. ar, þó svo að stundum hafi sveitin verið að leika hreina popptónlist með brassi, munnhörpu og sellói (á einu breiðskífu sinni, Goð, sem er ein besta afurð níunda ára- tugarins). Allt heila klabbið er ferill S.H. Draums frá upphafi til enda og í kaupbæti fá hlust- endur þrjú aukalög, tekin upp við ýmsar aðstæður og sum c5- <v> Cö oo CD P.M. DAWN: THE BUSSALBUM MÝKT Það er heldur mýkri áferð á þeirri tónlist sem dúettinn P.M. Dawn flytur á The Bliss Album. P.M. Dawn er frá New Jersey í Bandaríkjunum og samanstendur af Prince B (Atrell Cordes) og DJ Minute Mix (Jarret Cordes). í hipp hoppinu sínu, sem er hið skemmtilegasta á köflum og ansi melódískt, birta þeir vídd f þeirri tónlist sem er kannski ekki mjög áberandi. Þetta er eins konar draumkennd út- gáfa sem fer stundum yfir í hreint popp, svo sem í lögun- um Filthy Rich og Holding on, en það er reyndar skrifað á Prince B og bandarísku söng- konuna Joni Micthell! Sumir myndu afgreiða þessa tónlist sem væmna en hún hefur sætt og fallegt yfir- borð á köflum, eins og ballað- an To Love Me More sýnir. Svo er þarna athyglisverð út- gáfa á Norwegian Wood frá Bítlunum, í hipp hopp stíl og alls ekki sem verst en sjálf- sagt myndu hörðustu bítlaað- dáendur fá hressilegar melt- ingartruflanir við að heyra þessa útgáfu. Fyrir þá sem vilja kynna sér öðruvísi hipp hopp er The Bliss Album kannski rétta platan, danshæf, djassblönd- uð, poppuð, hipp hoppuð en umfram allt áheyrileg. STJÖRNUGJÖF: ★★★★ P.M. Dawn: Melódískt hipp hopp. 13.TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.