Vikan


Vikan - 01.07.1993, Qupperneq 33

Vikan - 01.07.1993, Qupperneq 33
vildu frekar halda sig við klak- ann og spila hér. „Við reynd- um að spila einu sinni f mán- uði og það komu þetta 150 manns á tónleika hjá okkkur, yfirleitt sama fólkið. Þá var ríkjandi þetta sama vand- ræðaástand og er núna. Ég skil nú eiginlega ekki hvernig maður nennti þessu.“ SJÓMENNSKAN ER EKKERT GRÍN Eitthvert uppáhaldslag á Öllu heila klabbinu? „Nei, þetta er nú allt rosalega gott, sko,“ segir Gunni og glottir. „Á- kveðin lög hafa kannski elst betur en önnur, til dæmis síð- asta platan sem stendur næst manni I tíma og er best unnin tæknilega séð. Þó má kannski nefna Engin ævintýri af Goðinu, svona til að nefna eitthvað." Það lag fjallar um sjómennsku á ansi kómískan hátt og því liggur beinast við að spyrja Dr. Gunna hvort hann hafi verið á sjó. „Já, ég og Steini gítarleikari fórum einu sinni á sjó, á trillu og vorum á handfærum. Ég var náttúrlega sjóveikur en gat haldið í mér ælunni þang- að til fyrsti þorskurinn kom á færið. Sá fékk að finna fyrir því. Sumir gætu haldið að ég væri eitthvað á móti sjómönn- um ef þeir heyra það lag, en svo er ekki. Textinn er eigin- lega útfærsla á kvikmyndinni Skyttunum eða eittvað á þá leið að sjómaður kemur í land og verður að hafa æðislega gaman, af því að hann er bú- inn að hafa það svo leiðinlegt lengi. Svo verður allt bara áfram hundleiðinlegt þegar hann kemur í land.“ ENSKIR TEXTAR GERA SIG EKKI Dr. Gunni hefur það orð á sér að vera eins konar „neðan- jarðargúrú“ hér á landi enda hefur hann mikinn áhuga á svokölluðum neðanjarðar- rokksveitum, hvað svo sem sú skilgreining segir okkur. „Það er sú tónlist sem maður er alinn upp við og það er skemmtileg tómstundaiðja að gera út á þennan markað. Það hlýtur að vera aðeins meiri vaxtarbroddur, innan gæsalappa, þegar hljóm- sveitir eru að gera eitthvað nýtt, þó það sé nú frekar erfitt." Við höldum áfram að tala ' um frumleika/ekki frumleika í rokki og hann vindur sér að textunum. „Það er líka annað í þessu að enskir textar eru bara hálfgert prump og tónlist sungin á máli innfæddra lifir miklu lengur. Það er hægt að taka dæmi af Trúbrot en þó Lifun sé almennt talin meist- araverk, sungin á ensku, þá var hún ekki eins vinsæl og fyrsta plata þeirra, sem var sungin á íslensku. Það gerir sig einhvern veginn ekki eins vel að syngja á ensku og ís- lensku.“ Árið 1991 gaf Dr. Gunni út sjö tommu plötu í gamla vín- yl-stílnum f Finnlandi og gerði sú skífa, Eins og fólk er flesk, það gott á óháðum vin- sældalistum þar í landi. Og í sumar og haust er meiri út- gáfa í vændum, þrjár sjö tommur verða gefnar út, ein í Finnlandi og tvær í Banda- ríkjunum. „Þetta form, sjö tomman, lifir mjög góðu lífi meðal neð- anjarðarrokkara, er ódýrt og mjög hentugt form til að koma sér á framfæri. Fyrir- NÝJAR HUÓMPLÖTUR NÝJAR HUÓMPLÖTUR ■ STJORNUGJOF ***** = FRÁBÆR/MEISTARAVERK **** = MJÖG GÓÐ S.H. DRAUMUR: ALLTHEILA KLABBIÐ ÓMÓTSTÆÐILEGUR DRAUMUR Á árunum 1982-1988 starfaði f bláköldum raunveruleika ís- lenskrar rokktónlistar hljóm- sveitin S.H. Draumur og segja má að sú sveit hafi verið draumur rokkaðdáandans sem vill hafa hlutina hráa, hressandi og umfram allt kraftmikla og öðruvísi. Gunnar Hjálmarsson (bassi/söngur), Birgir Baldursson (trommur) og Steingrímur Birgisson sköpuðu einhver eftirminnileg- ustu rokkaugnablik þessa tímabils með lögum á borð við Helmút á mótorhjóli, Öxna- dalsheiði og Grænir frostpinn- r -h ' - ' r, ■ v s»ry > j: . '\ J tækið Bad Vugum í Finnlandi gaf út smáskífuna í hittifyrra og má segja að það fyrirtæki sé besta rokkfyrirtæki í Evr- ópu. Það ætlar að gefa út aðra plötu sem ef til vill kem- ur til með að heita Lifur. Önn- ur platan, Fuzz & Sway, verður gefin út hjá litlu fyrir- tæki á landamærum Mexíkó og Kalifornfu, fyrirtæki sem nokkrir pípulagningamenn eiga og reka. Svo verður þriðja platan gefin út hjá fyrir- tæki í Kaliforníu sem heitir Hell Yeah. Þetta er allt mjög hrá rokktónlist og allt upp í fimm lög á plötu, stuttir rokk- arar.“ Það sem eftir lifir árs mun Gunni spila hér heima og á Norðurlöndunum, með að- stoð trommuheila og Ara Eldon. „Ég er ekkert búinn að bóka, það eru menn úti sem gera það. Ég fer bara út og læt hlutina ráðast.“ □ *** = GÓÐ ** = SÆMILEG * = LÉLEG mjög lifandi (Nótt eins og þessi, af tónleikum í Casa- blanca). Geggjaður húmor Dr. Gunna í textunum („Guð gaf okkur Hófí“: Bimbirimbirim- bamm) blandaðist fullkomlega við rokkið og Draumurinn var ómótstæðilegur. Það er Allt heila klabbið líka, punktur! STJÖRNUGJÖF: ★★★★★ i.H. Draumur var hreint út sagt frábær sveit. Allt heila klabbiö rekur feril Draums- ins frá 1982-1988. ar, þó svo að stundum hafi sveitin verið að leika hreina popptónlist með brassi, munnhörpu og sellói (á einu breiðskífu sinni, Goð, sem er ein besta afurð níunda ára- tugarins). Allt heila klabbið er ferill S.H. Draums frá upphafi til enda og í kaupbæti fá hlust- endur þrjú aukalög, tekin upp við ýmsar aðstæður og sum c5- <v> Cö oo CD P.M. DAWN: THE BUSSALBUM MÝKT Það er heldur mýkri áferð á þeirri tónlist sem dúettinn P.M. Dawn flytur á The Bliss Album. P.M. Dawn er frá New Jersey í Bandaríkjunum og samanstendur af Prince B (Atrell Cordes) og DJ Minute Mix (Jarret Cordes). í hipp hoppinu sínu, sem er hið skemmtilegasta á köflum og ansi melódískt, birta þeir vídd f þeirri tónlist sem er kannski ekki mjög áberandi. Þetta er eins konar draumkennd út- gáfa sem fer stundum yfir í hreint popp, svo sem í lögun- um Filthy Rich og Holding on, en það er reyndar skrifað á Prince B og bandarísku söng- konuna Joni Micthell! Sumir myndu afgreiða þessa tónlist sem væmna en hún hefur sætt og fallegt yfir- borð á köflum, eins og ballað- an To Love Me More sýnir. Svo er þarna athyglisverð út- gáfa á Norwegian Wood frá Bítlunum, í hipp hopp stíl og alls ekki sem verst en sjálf- sagt myndu hörðustu bítlaað- dáendur fá hressilegar melt- ingartruflanir við að heyra þessa útgáfu. Fyrir þá sem vilja kynna sér öðruvísi hipp hopp er The Bliss Album kannski rétta platan, danshæf, djassblönd- uð, poppuð, hipp hoppuð en umfram allt áheyrileg. STJÖRNUGJÖF: ★★★★ P.M. Dawn: Melódískt hipp hopp. 13.TBL. 1993
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.