Vikan


Vikan - 01.07.1993, Page 42

Vikan - 01.07.1993, Page 42
REYNSLUAKSTUR Á HRAÐBRAUTUM EVRÓPU Um heim allan er þessa dagana verið að kynna nýjan eðalvagn frá Ford verksmiðjunum. Hann ber heitið MONDEO og blaðamaður Vikunnar reynslu- ók honum á hraðbrautum Evr- ópu. Þetta er fyrsti bíll nýrrar kynslóðar bíla frá Ford verk- smiðjunum en hann á að vera hægt að kalla alþjóðabíl, á sem sagt að sameina allt það besta sem finna má í bæði amerískum og evrópskum bíl- um. Það á við hvað varðar til dæmis aksturseiginleika, tækni, öryggi, þægindi og glæsilega hönnun. Mondeo er fyrsti bíllinn í sínum verðflokki sem búinn er öryggisloftpúða í stýri og sjálf- virkum öryggisbeltastrekkjara fyrir framsæti en slíkur búnað- ur er í öllum bílum af þessari gerð. Mondeo er einnig fyrsti Ford bíllinn þar sem allar gerðir með bensínvél eru sextán ventla og einnig fyrsti Fordinn þar sem boðið er upp á stillanlegt höggdeyfakerfi þannig að bíllinn getur haft annaðhvort eiginleika lúxus- bíls eða sportbíls, allt eftir þvi hvers eigandinn óskar. Enn- fremur má nefna nýjustu teg- und hraðastillikerfis og loft- kælikerfi með nýjustu gerðum af loftsíum sem sjá um að halda andrúmsloftinu í far- þegarýminu eins hreinu og mögulegt er. Blaðamaður Vikunnar tók við bílnum í Lúxemborg og ók honum eins og leið liggur til Parísar, þaðan suður í Cognac-héraðið og aftur til baka til Lúxemborgar í gegn- um París. Þetta eru um eitt þúsund og sex hundruð kíló- metrar og fjórir daga voru teknir í að fara leiðina þannig að vel náðist að kynnast eig- inleikum bílsins, jafnt kostum sem göllum. ELDSNEYTISGJÖFIN AFTENGIST VIÐ ÁREKSTUR Yfirbyggingin er mjög nútíma- leg, skemmtilega straumlínu- leg jafnframt því að hafa virðulegt yfirbragð. Hún ber vott um vandaða smið þar sem hvergi finnast misfellur og frágangur er allur hinn besti. Mikil vinna hefur einnig verið lögð í að gera hana sem best úr garði með tilliti til ör- yggis farþeganna. Má sjá ýmsa nýja tækni sem tengd hefur verið henni eins og sér- stakan búnað sem kemur í veg fyrir að hurðirnar læsist við hliðarárekstur. Einnig hef- ur verið komið fyrir rofa sem aftengir eldsneytisgjöfina við árekstur. Vel fer um farþega, hvort heldur setið er fram- eða aft- ursæti í bílnum. Ýmsir mögu- leikar á stillingu framsætanna auka enn á vellíðan þeirra sem þar sitja. Má meðal ann- ars nefna að hægt er að hækka þau og lækka ásamt því að velta þeim til þannig að horn á milli bols og læra breytist. Jafnframt eru hæðar- stillingar á festingum öryggis- beltanna. Þess má geta að bíllinn er einnig búinn stillan- legu stýri. Skemmtileg hönnun stjórn- búnaðar Ford Mondeo ásamt mjög svo góðri staðsetningu hans er eftirtektarverð. Það síðarnefnda er eitt það sem þarf að vera í lagi í hönnun ökutækja, nú á tímum hraða og mikilvægis viðbragðsflýtis. Eru allir mikilvægir takkar á á- berandi stöðum og tilgangur þeirra skýr og augljós þannig að ekki þarf að leita að þeim þegar mest ríður á. Við reynsluakstur Vikunnar kom í Ijós að Ford Mondeo er einstaklega lipur og þægilegur i akstri innanbæjar. Hann hef- ur eiginleika smábílsins, þó vart geti hann fallið í þann flokk, en jafnframt eiginleika lúxusbílsins. Á hraðbrautun- um kom hann verulega á ó- vart og þá sérstaklega vegna þess hversu vel hann lá á veginum. Öryggistilfinning var ráðandi allan tímann og skipti þá ekki máli þótt hraðinn væri orðinn vel á annað hundraðið. Það verður ekki sagt um aðra bíla ( svipuðum stærðar- og verðflokki sem blaðamaður hefur reynsluekið við sömu aðstæður. Þrátt fyrir að krafturinn í þessum 1,8 lítra bíl sé ekkert of- skammtaður þá skilaði hann mjög vel sínu og ekki var hægt að kvarta þar sem alltaf virtist eitt- hvað vera eftir. Stýrið, sem er tannstang- ► Sófa- settiö i Mondeo. Mikió er einnig lagt ■ öryggis- búnaó. 42 VIKAN 13.TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.