Vikan


Vikan - 01.07.1993, Qupperneq 42

Vikan - 01.07.1993, Qupperneq 42
REYNSLUAKSTUR Á HRAÐBRAUTUM EVRÓPU Um heim allan er þessa dagana verið að kynna nýjan eðalvagn frá Ford verksmiðjunum. Hann ber heitið MONDEO og blaðamaður Vikunnar reynslu- ók honum á hraðbrautum Evr- ópu. Þetta er fyrsti bíll nýrrar kynslóðar bíla frá Ford verk- smiðjunum en hann á að vera hægt að kalla alþjóðabíl, á sem sagt að sameina allt það besta sem finna má í bæði amerískum og evrópskum bíl- um. Það á við hvað varðar til dæmis aksturseiginleika, tækni, öryggi, þægindi og glæsilega hönnun. Mondeo er fyrsti bíllinn í sínum verðflokki sem búinn er öryggisloftpúða í stýri og sjálf- virkum öryggisbeltastrekkjara fyrir framsæti en slíkur búnað- ur er í öllum bílum af þessari gerð. Mondeo er einnig fyrsti Ford bíllinn þar sem allar gerðir með bensínvél eru sextán ventla og einnig fyrsti Fordinn þar sem boðið er upp á stillanlegt höggdeyfakerfi þannig að bíllinn getur haft annaðhvort eiginleika lúxus- bíls eða sportbíls, allt eftir þvi hvers eigandinn óskar. Enn- fremur má nefna nýjustu teg- und hraðastillikerfis og loft- kælikerfi með nýjustu gerðum af loftsíum sem sjá um að halda andrúmsloftinu í far- þegarýminu eins hreinu og mögulegt er. Blaðamaður Vikunnar tók við bílnum í Lúxemborg og ók honum eins og leið liggur til Parísar, þaðan suður í Cognac-héraðið og aftur til baka til Lúxemborgar í gegn- um París. Þetta eru um eitt þúsund og sex hundruð kíló- metrar og fjórir daga voru teknir í að fara leiðina þannig að vel náðist að kynnast eig- inleikum bílsins, jafnt kostum sem göllum. ELDSNEYTISGJÖFIN AFTENGIST VIÐ ÁREKSTUR Yfirbyggingin er mjög nútíma- leg, skemmtilega straumlínu- leg jafnframt því að hafa virðulegt yfirbragð. Hún ber vott um vandaða smið þar sem hvergi finnast misfellur og frágangur er allur hinn besti. Mikil vinna hefur einnig verið lögð í að gera hana sem best úr garði með tilliti til ör- yggis farþeganna. Má sjá ýmsa nýja tækni sem tengd hefur verið henni eins og sér- stakan búnað sem kemur í veg fyrir að hurðirnar læsist við hliðarárekstur. Einnig hef- ur verið komið fyrir rofa sem aftengir eldsneytisgjöfina við árekstur. Vel fer um farþega, hvort heldur setið er fram- eða aft- ursæti í bílnum. Ýmsir mögu- leikar á stillingu framsætanna auka enn á vellíðan þeirra sem þar sitja. Má meðal ann- ars nefna að hægt er að hækka þau og lækka ásamt því að velta þeim til þannig að horn á milli bols og læra breytist. Jafnframt eru hæðar- stillingar á festingum öryggis- beltanna. Þess má geta að bíllinn er einnig búinn stillan- legu stýri. Skemmtileg hönnun stjórn- búnaðar Ford Mondeo ásamt mjög svo góðri staðsetningu hans er eftirtektarverð. Það síðarnefnda er eitt það sem þarf að vera í lagi í hönnun ökutækja, nú á tímum hraða og mikilvægis viðbragðsflýtis. Eru allir mikilvægir takkar á á- berandi stöðum og tilgangur þeirra skýr og augljós þannig að ekki þarf að leita að þeim þegar mest ríður á. Við reynsluakstur Vikunnar kom í Ijós að Ford Mondeo er einstaklega lipur og þægilegur i akstri innanbæjar. Hann hef- ur eiginleika smábílsins, þó vart geti hann fallið í þann flokk, en jafnframt eiginleika lúxusbílsins. Á hraðbrautun- um kom hann verulega á ó- vart og þá sérstaklega vegna þess hversu vel hann lá á veginum. Öryggistilfinning var ráðandi allan tímann og skipti þá ekki máli þótt hraðinn væri orðinn vel á annað hundraðið. Það verður ekki sagt um aðra bíla ( svipuðum stærðar- og verðflokki sem blaðamaður hefur reynsluekið við sömu aðstæður. Þrátt fyrir að krafturinn í þessum 1,8 lítra bíl sé ekkert of- skammtaður þá skilaði hann mjög vel sínu og ekki var hægt að kvarta þar sem alltaf virtist eitt- hvað vera eftir. Stýrið, sem er tannstang- ► Sófa- settiö i Mondeo. Mikió er einnig lagt ■ öryggis- búnaó. 42 VIKAN 13.TBL. 1993
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.