Vikan


Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 7

Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 7
við eigin líkama, kvenleika minn og feril jarðarinnar, eins og það að ala barn“ Það sem maður tekur eftir á sýningunni er að litirnir ráða, litirnir stjórna og sam- eina efni og Ijós og segir Mai Bente að hún vinni ekki sam- kvæmt hefð með Ijós og skugga. „Eg fylgi innsæinu, ég vil gera það sýnilegt sem ég veit ekki, leita þess sem ég þekki ekki. Ég leyfi litunum að leiða mig en í litunum er uppspretta kraftsins. Kjarninn í verkefn- inu er þrá eftir sambandi við upprunann, bæði í mér og utan við mig. Það hillir liti jarðar, litarefnin eins og þau eru í Suður-Evrópu, eins og ég held að ég finni þau á íslandi - í litrófinu frá dökklif- rauðu um purpuralit til hlýrra mógulra lita. Það er það Ijós- megin sem býr f jörðinni sem ég vil sýna, eins og sólin er í jörðinni en samt liggur sorg í myndunum, þrátt fyrir birtuna, og auðu fletirnir tákna milli- bilsástand þar sem allt getur gerst.“ Þegar skyggnst er inn í líf Mai Bente kemur í Ijós að hún hefur alltaf fengist við að teikna og mála. Hún lauk námi í Listaháskóla ríkisins í Osló fyrir nokkrum árum en hafði bæði unnið sem blaða- maður kvennablaðsins „Sirene" og einnig verið kenn- ari í listasögu, í Noregi og Japan, en þar bjó hún í þrjú ár. Sýning hennar á íslandi var tileinkuð Jóhönnu og þegar hún var spurð hver Jóhanna væri varð hún alvarleg. „Jóhanna var litla barna- barnið mitt sem fékk ekki að lifa nema örstutta stund. Það að hún dó gerði mig enn þá meira upptekna af setning- unni, „af jörðu muntu upp rísa“. Allt gengur í hring og hringurinn er von um að skapa upp á nýtt. Hann liggur djúpt í endurnýjunarkraft- inum.“ Ég hef orðið upptekin af fornsögulegum tíma. þá voru menningarheimar, þar sem konan var virt til jafns við manninn og var frjósöm og heil. Síðar var hún sett niður og staða hennar varð veikari. Með verkum mínum felst sterk ósk um að endurnýjun- arafl jarðarinnar megi enn haldast og það megi lækna sárin.“ □ Sumir dagar eru fullir af lífi. Það iðar allt af gleði og þessir dagar gleym- ast seint. í Norræna húsinu er oft að finna daga fulla af vori og gestir frá öðrum löndum koma þangað, með ýmislegt sem við islendingar getum notið með þeim, þótt flutt sé á öðru tungumáli. Norsku listakonurnar Jann- ik Bonnevie og Hege Tunaal fluttu sýningu sem samanstóð af Ijóðum, söngvum og stutt- um leikþáttum og eru höfund- ar textanna norrænir lista- menn sem snerta strengi og minna okkur á hvað er að vera manneskja hér og nú. Sýning þeirra, er þær nefndu Vor, tengdist mál- verkasýningu Mai Bente Bonnevie í kjallara hússins sem opnuð var sama dag og leiksýningin var flutt. Blaða- maður Vikunnar tók þær stöll- ur Jannik og Hege tali og fékk þær til að segja frá en Hege er söngkona og söngkennari í Leiklistarskóla ríkisins í Osló og hefur tekið þátt í fjölda uppsetninga á leikritum og söngleikum ásamt því að gefa út einar tíu plötur. Jannik er leikkona og hefur leikið bæði á sviði og í sjón- varpi. Þær stöllur hafa unnið saman í tíu ár og vinna þá gjarnan með þau efni sem þær hafa áhuga á hverju sinni. Þær hafa flutt sýning- arnar „Ta os pá ordet“ eða Taktu okkur á orðinu, en sú dagskrá var sýnd í sjónvarpi, og „ Hjertehagen" eða Hjarta- garðurinn og var hún leikin á sviði. Sýninguna Vor hafa þær far- ið með víða um Noreg undan- farin tvö ár og verið vel tekið. Aftan á kápu dagskrárinnar er að finna lítið Ijóð sem í þýð- ingu minni er þannig. Við bíðum eftir vori en það er undir okkur sjálf- um komið hvort við náum að skapa heim þar sem ástin er lífskraft- urinn sem stjórnar enekki lenguróttinn..... „Við lifum á erfiðum tfmum sem krefjast mikils af okkur. Evrópa breytist stöðugt, Ber- línarmúrinn er fallinn, hug- sjónirnar breytast og vonirnar bresta. Manneskjan þráir frelsi en hvernig gerum við frelsið að raunveruleika? í hverju fel- ast lífsgildin? Núna er þýðingarmeira en nokkurn tímann áður að taka á sig ábyrgð, hvernig við lifum og hvernig við leggjum okkar af mörkum svo heimurinn eigi sér von. Við þurfum stundum að skynja myrkrið til að skilja Ijós- ið, þurfum að fara niður til að finna leiðina upp á við. Eins og ballettdansarinn verður að fara niður til að geta svifið upp. Við verðum að þora að horfast i augu við óttann, játa hann og athuga hvaða kraftur býr innra með okkur. Þótt inntakið í sýningunni sé með alvarlegum þræði þá eru textarnir fullir af ærslafull- um mótsetningum. Konan, sem æfði sig í að vera góð, halda örmunum opnum og gefa, en gekk þetta best þegar hún var ein og enginn truflaði hana á meðan.“ Með orð þeirra Jannik og Hege í huga gengur blm. út í sólina. Söngur þeirra hljómar enn í eyrum, kvenlegur og uppön/andi. Snerti strengi í brjóstum þeirra sem á hlýddu. þær höfðu afmarkað svið fyrir sig með kertaljósum, steinum og blómum til skiptis, stóðu þarna tvær og leiddu okkur inn í heim fegurðar og kímni. Þegar Hege söng svo lagið Kveðja til vorsólarinnar eftir Danann Benny Anderssen þá óskaði blm. að hann hefði ekki setið á fyrsta bekk vegna þess að það er dálítið erfitt að leyna tárunum þaðan, en síðasta línan í kveðjunni er „en þegar vorsólin skín, er ég til“. □ Norsku lista- konurnar sem komu meö voriö til íslands. 15.TBL. 1993 VIKAN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.