Vikan


Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 41

Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 41
blöö þyrlast um loftið. Hann var í hálfgerðu móki er honum var ýtt eftir ganginum og inn í búningsherbergið. Mully stóð við hlið hans og Jim starði á hann. „Borgið þeim til baka. Ég skal borga leiguna fyrir húsið og allt annað þó að ég verði að eyða öllu sem við eigum.“ Jim reis á fætur. „Gott og vel, herra Small," sagði hann. „Ekki ásaka ég yður.“ „Fallega mælt, drengur minn,“ sagði Sam. „Flýttu þér fram og segðu fólkinu frá þessu." Svo var Sam einn eftir með Mully og hún leit á hann. „Ég býst við að þú sért bálreið út í mig,“ sagði hann. „Nei, væni,“ sagði hún. „Ég er ekkert reið en þú varst dálítið asnalegur þarna frammi áðan. Skiptu nú um föt og við skulum aldrei minnast á flug aftur." Svo fór hún. „Kannski mig hafi bara dreymt að ég gæti flogið,“ saði Sam við sjálfan sig. Hann klæddi sig í fötin, dapur í bragði. Honum sárnaði mest af öllu hvernig Mully leit til hans. Hún mundi aldrei framar trúa honum. Trú! En hún var orsökin til alls þessa! Hann mundi allt í einu eftir orðum litla pró- fessorsins: „Segið viö sjálfan yður: „Ég get flogið. Ég get það! Ég get þaö! Og trúið því á- vallt.“ Sam brá á sig axlaböndunum í hend- ingskasti: „Guð minn góður,“ hrópaði hann, „ég get flogið. Opnið þiö bölvaðar dyrnar!" Um leið og huröin opnaöist hófst hann á loft og sveif yfir höfuð lögregluþjónanna sem köstuðu sér niður til þess að verða ekki á vegi hans. Hann þaut eftir ganginum, fyrir ofan fólkið, og sveif upp í hinn geysistóra áhorf- endasal. „Bölvaðir ræflar,“ æpti hann, „ég skal sýna ykkur það!“ Hann þaut nærri beint upp undir loftið og horfði niður á hinar fölu ásjónur sem störðu vantrúaöar á hann. „Ég skal sýna ykkur það!“ æpti hann aftur og steypti sér niður eins og steypiflugvél. Á- horfendurnir hrukku í allar áttir, skelfingu lostnir, og kútveltust hver um annan en Sam þaut áfram í áttina að útgöngudyrunum. Hann flaug með ofsahraða yfir fólksfjöldann og skaust út um dyrnar. „Nú, get ég þá flogið?“ hrópaði hann og sveif í hringjum, steypti sér í náttmyrkrinu, rétt uppi yfir bifreiðum og fótgangandi fólki. Hann tyllti sér á húsþak og horfði niður á strætin. Bifreiðar rákust á og konur féllu í öngvit. Það hvein í flautum lögreglubifreiða, sjúkravagna og slökkviliðsbíla. „Komið þér niður, þér þarna," kallaði lög- regluþjónn og fór að klifra upp brunastiga, með byssu í hendinni. Sam stökk fram af brúninni, sveif í hringi kringum stigann og steypti sér niður að mann- grúanum á götunni. Hann þaut aftur upp á við og geystist um borgina þvera og endilanga, hrópandi hótanir og ögrunarorð og kom hvar- vetna allri umferð á ringulreið. Þegar hann var kominn hátt í loft upp rann honum reiðin. Hann var orðinn leiður á mönnunum og sveif hægt upp í náttmyrkt himinhvolfið. Hann heyrði aðeins óglöggt ys stórborgarinnar. Fyr- ir neðan hann var eyjan eins og Ijósknippling- ar. í hinum tignarlega sorta umhverfis hann rauf ekkert kyrröina nema flugvélargnýr úr suðurátt. Músík loftsins, sem lék um andlit hans, gerði hann rólegan en jafnframt dapran. Hann sveif hægt niður til borgarinnar og horfði á hana, undrandi og ruglaður. Um leið náði hin eðlilega varfærni hans tökum á honum. „Jæja þá, Sam Small," sagði hann við sjálf- an sig. „Þú hefur lokið þér af. En hvernig í fjandanum getur þú nú ratað heim?“ Ein af stórbyggingunum þarna niðri hlaut aö vera hótelið hans en þær voru allar eins. Hann flaug fram og aftur þar til hann kom auga á þak með grasbletti og gosbrunni. „Hér er mjúkt að halla sér og i býtið í fyrramálið get ég læðst niður og komist heim,“ hugsaði Sam með sér. Þegar Sam vaknaði skein sólin framan í hann og lögregluþjónn hélt í höndina á hon- um. „Hver fjárinn, ég hlýt að hafa sofið yfir mig,“ sagði hann. „Hvernig komstu hingað upp?“ spurði lög- regluþjónninn. „Ég flaug hingað, lagsmaður,“ sagði Sam. Rétt í þessu hrópaði kona, sem stóð f námunda: „Leðurblökumaðurinn!" „Ég hef þá náð þér,“ sagði lögregluþjónninn og dró upp byssuna. „Og þú skalt ekki gera neina tilraun til að flýja.“ En jafnskjótt og Sam sá byssuna þaut hann tuttugu fet í loft upp og þaut með eldingar- hraða í burtu. Hann heyrði að lögregluþjónn- inn skaut sex skotum. Hann hvíldi sig á þægi- legum húsasvölum en heyrði hljóð að baki sér. Þegar hann leit um öxl sá hann dáfríða konu sem lá í sólbaði. „Afsakið frú," sagði Sam og sneri sér hæversklega undan. „Mér þykir leitt að hafa ónáðað yður.“ Og enn hóf hann sig til flugs. Þannig gekk það til allan morguninn. í hvert skipti sem Sam ætlaði að lenda æpti fólkið: „Leðurblökumaðurinn - leðurblökumaðurinn!“ og hljóp eftir strætunum til þess að horfa á hann. Loks gat hann hvílt sig á einni af skrímslismyndunum á Chryslerbyggingunni. En jafnvel þar hafði hann ekki frið því að fólk- ið opnaði gluggana og hrópaði til hans. Lögregluþjónn kallaði til Sams og bað hann að koma niður en Sam var búinn að missa virðinguna fyrir bláa lögreglubúningnum. „Nei, karlinn," sagði hann, „ef þú klifrar hingað upp þá flýg ég bara yfir á aðra byggingu og þú verður að klifra aftur upp á hana. Eina mann- eskjan sem ég vil tala við er hún Mully mín. Sæktu hana Mully, ég skal tala við hana.“ Sam færði sig upp á turnspíruna og þar sat hann klukkutímum saman uns komið var und- ir kvöld. Loks heyrðist hrópað niðri og Sam sá grilla í hatt Mullyar á svölum fyrir neðan. Hann sveif niður til þess að hjálpa henni uns þau voru stödd á múrbrún ein út af fyrir sig. Mully starði á hann og munaði litlu að hún færi að gráta. „Heyrðu, Sam,“ sagði hún, þarna hefur þú setiö á skyrtunni í alla nótt eins og spörfugl. Þú hlýtur að hafa dauðkvefast.“ „Mully," bað Sam, „byrjaðu nú ekki að rífast í mér. Hjálpaðu mér heldur út úr þessari klípu og ég skal aldrei framar lyfta fótunum frá jörð- inni. Segðu þessum lögregluþjónaskröttum að mig langi bara að komast niður og fara heim til Yorkshire." „Nei, væni," sagði Mully, „þú verður að sitja þar sem þú ert kominn. Þú hefur komið borg- inni á annan endann. Fólk, sem hefur veriö að glápa á þig, hefur farist tugum saman í um- ferðarslysum. Menn eru farnir aö stefna þér fyrir skemmdarverk og ég veit ekki hvað.“ „Hvert í logandi," stundi Sam. „Forsetinn hefur skipað að loka kauphöllun- um. Hann hefur kallað saman þingið til þess að samþykkja nýja fjárveitingu til varnarráð- stafana gegn fljúgandi mönnum. í stuttu máli, Sam Small, þú hefur komið öllu á ringulreið í heiminum. „Mig langaði bara að vera kominn heim til Yorkshire, Mully, með ölkrús fyrir framan mig og nokkra kunningja til að spjalla við á kvöld- in. Og nú er ég kominn í laglega klípul" Sam þagði stundarkorn. „Jæja, Mully," sagði hann svo „Þetta er mér að kenna. Farðu nú niður, náðu þér í lest til Kaliforníu og vertu hjá Laviniu. Ég skal hugsa um mig.“ „Nei,“ sagöi Mully gröm. „Þetta er ekki síður mér að kenna en þér. Hór er ég og hér verð ég, hjá þér!“ Sam varð hugsi um stund og horfði yfir borg- ina. Þau sátu enn í sólskini en niðri í borginni var tekið að rökkva. Hann leit á Mully. „Millicent Small! sagði hann. „Elskar þú mig, góða?“ „Vertu nú ekki að þessum bjánaskap.“ „Ég meina það. Það er þýðingarmikið. Elsk- ar þú mig;“ Nú fór Mully að gráta - Sam til mikillar undrunar. Loks leit hún á hann. „Sam Small,“ sagði hún, „þú hefur ekki spurt mig um þetta í nærri því tuttugu ár.“ „Jæja, ég er fámáll maður,“ sagði Sam. „Vera má að ég hafi oft ætlað að spyrja þig að þessu. Nú spyr ég þig.“ Mully saug upp í nefið. „Ég hef fætt barn þitt, þvegið fötin þín, eldað ofan í þig og sofið hjá þér í tuttugu ár,“ sagði hún. „Og þú spyrð hvort ég elski þig. Ef ég geri það ekki hef ég siglt undir fölsku flaggi allan þennan tíma.“ „Þetta er mér nóg,“ sagði Sam. „Taktu nú í höndina á mér,“ sagði hann, „og vertu ekki hrædd. Trúðu bara á mig, það er allt og sumt.“ Mully leit niður á strætin, langt fyrir neðan, full af fólki. „Heyrðu, væni, það verður lagleg- ur skellur ef þér misheppnast,“ sagði hún og tók í hönd hans. „Teldu upp að þremur, væni.“ „Einn...“ sagði Sam. Mully dró djúpt andann. „Tveir...“ sagöi Sam. Mully lokaði augunum. „Trúðu á mig,“ sagði Sam. „Allt í lagi,“ sagði hún. „Ég trúi á þig, Sam.“ „Þá förum við! Þrír! Mully steig fram með lokuð augun. Hún fann loftið þjóta um sig. Það var unaöslegt. Hún opnaði augun. Svo brosti hún; þarna var Sam við hlið hennar, fingurgómar hans snertu fingur hennar og þau svifu í stórum boga upp á við. Þannig hurfu þau sjónum New York búa. Fólkið í húsunum og mannfjöldinn á strætun- um sá tvær manneskjur fljúga hlið við hlið upp í himingeiminn uns þær voru eins og tvær agnir sem bar við milt kvöldloftið - ofar og ofar, þar til þær hurfu algerlega. Og þannig flugu Sam og Mully heim til Yorkshire og settust þar að. Ef þið leggið ein- hvern tíma leið ykkar til Yorkshire, til staðar sem nefndur er Polkingthorpebrú, nálægt Huddersfield, getið þið komist að raun um sannleiksgildi þessarar sögu. Þar getiö þið, hvaöa kvöld sem er, gengið niöur í Arnar- krána og hitt náunga, Sam Small að nafni, sem situr með ölkrús fyrir framan sig, skíðlog- andi arineld að baki, sþjallandi við hóp af kunningjum sínum. En það þýöir ekki að spyrja hann hvort hann geti flogið. Ef hann er spurður um það hvessir hann augun og segir: „Nei, það er ekki ég. Þið hljótið að eiga við annan Sam Small - náungann sem missti byssuna sína og stöðvaði orrustuna við Waterloo. □ 15.TBL. 1993 VIKAN 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.