Vikan


Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 44

Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 44
„Þaö vissi enginn og þaö kom aldrei í ljós.“ „En skrýtið," sagði Sir Henry. „Var ungi maðurinn sá sem hann sagðist vera.“ „Já, já. Sá hluti var sannur. Hann hafði meira að segja fengið bréfið sem ég átti að hafa skrifað. Skriftin var ekki einu sinni svipuð minni, en hvernig hefði hann átt að vita þaö?“ „Við skulum athuga hvernig staðan er,“ sagði Sir Henry. „Leiðréttið mig ef ég fer meö rangt mál. Ungfrúin og þjónustustúlkan eru narraðar í þurtu frá húsinu, ungi maðurinn plataður í húsið með fölsuðu bréfi - og það bréf var trúverðugra sökum þess að þú varst að leika í Árþorpi þessa vikuna. Unga mann- inum eru gefin lyf og lögreglan látin vita og maðurinn gerður grunsamlegur. Innbrot hefur verið framið. Ég býst við því að skartgripirnir hafi verið teknir." „Ó, já.“ „Fundust þeir einhvern tímann?“ „Nei, aldrei. Reyndar held ég að Sir Herm- an hafi reynt að þagga málið niður eftir því sem honum var unnt. Það tókst reyndar ekki og mig grunar að konan hans hafi óskað eftir skilnaði í kjöifarið. Samt er ég ekki alveg viss um það.“ „Hvað kom fyrir Leslie Faulkner." „Honum var að lokum sleppt. Lögreglan sagðist ekki hafa nægar sannanir gegn hon- um. Finnst ykkur þetta ekki vera með ein- dæmum furöulegt allt saman.“ „Svo sannarlega. Fyrsta spurningin er þessi: Hvaða sögu eigum viö að trúa? í frá- sögn þinni tók ég eftir því að þú hallast að því að trúa Faulkner, ungfrú Helier. Er það bara eitthvað sem þú hefur á tilfinningunni eða hef- uröu aðra ástæðu til að ætla að hann segi satt frá?“ „Nei, nei,“ sagði Jane hikandi. „Það held ég ekki. En hann var svo vingjarnlegur og leiður yfir því að hafa ruglast á mér og einhverri annarri að ég held að hann hljóti að hafa sagt sannleikann." „Ég skil það,“ sagði Sir Henry með bros á vör. „En það verður að viðurkennast að hann gæti auöveldlega hafa búið söguna til. Hann gæti sjálfur hafa skrifað bréfið sem átti að hafa verið frá þér. Hann gæti einnig hafa tekið inn lyf eftir að hafa brotist inn. Ég verð þó að játa að ég fæ ekki séð tilganginn í því. Það hefði verið auðveldara að fara inn í húsið, fremja þjófnaðinn og hverfa á brott - þó getur verið að einhver í nágrenninu hafi séð hann og hann hafi tekið eftir því. Þá myndi hann sjóða saman þessa sögu í snatri til að gera grein fyrir því hvers vegna hann var í ná- grenninu, án þess að gera sig grunsamleg- an.“ „Var hann vel stæður?" spurði fröken Marple. „Það held ég ekki," sagði Jane. „Nei, líklega þvert á móti.“ „Þetta virðist allt vera mjög áhugavert," sagði Lloyd læknir. „Ég verð að viðurkenna að það flækir máliö verulega ef við ákveðum að trúa sögu unga mannsins. Hvers vegna ætti óþekkta konan, sem þóttist vera ungfrú Heli- er, að reyna að bendla þennan óþekkta mann við málið? Hvers vegna ætti hún að setja á sviö svona flókinn farsa eins og þetta mál er?“ „Segðu mér eitt, Jane,“ sagði frú Bantry. „Stóðu Faulkner og María Kerr einhvern tím- ann augliti til auglitis?" „Ég er ekki viss,“ sagði Jane hægt og ein- beitti sér að því að rifja upp máliö. 44 VIKAN 15. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.