Vikan


Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 39

Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 39
„Hvernig vissirðu að ég er frá Huddersfield?" „Auðvitað af framburðinum." „Farðu nú kolaður," sagði maðurinn undr- andi. „Ég hef nú verið hérna í þrjátíu ár og hélt aö ég væri búinn að týna niöur framburð- inum.“ „Þú talar dálítið líkt og Ameríkumaður,“ viður- kenndi Sam, „en þó er hægt að heyra hvaðan þú ert. Ég er sjálfur ættaður frá Huddersfield." „Ég heyröi það,“ sagði maðurinn. „Heyrðu, haltu þessum rakka fyrir mig svolitla stund. Það er einhver að koma inn i búðina." Sam fór úr jakkanum og bretti upp skyrtu- ermarnar. Og þar sem hann kunni ekki við að sitja auðum höndum tók hann til við hundinn og var nærri búinn að þvo hann þegar maður- inn kom aftur. Upp frá þessum degi hafði Sam nóg að gera og honum kom flugið ekki í hug. Á dag- inn var hann öllum stundum I hundabúðinni hans Dicks Hugglethwaites og þar þvoðu þeir og klipptu hunda og voru steinhissa á fáfræði Ameríkumanna á öllu því er snerti hundahald. Því að Sam var, eins og allir Yorkshiremenn, fæddur alvitringur í öllu því er hundum viðkom. Allt hefði sennilega farið vel ef einn sepp- inn, af pekingakyni, hefði ekki troðið sér undir girðinguna. Sam var staddur í húsagarðinum að viðra hunda þegar hann heyrði Dick kalla. „Stoppaðu þennan bölvaða peking. Hann er bandvitlaus og æðir eitthvað út í buskann." Sam ætlaði að þrífa í hundinn en varð of seinn. Dick hljóp út úr búðinni I hendingskasti en þegar hann kom út í garðinn sá hann að Sam hélt á hundinum undir hendinni. „Nú er ég aldeilis..." sagði Dick. „Hvernig komstu út fyrir girðinguna?“ „Stökk yfir hana, kunningi," sagði Sam og glotti. „Taktu eftir.“ Sam spyrnti ofurlítið og sveif yfir girðing- una. Svo lenti hann, sneri sér við og stökk aft- ur yfir. Það er að segja hann virtist stökkva en auðvitað var þetta aðeins smávegis flugferð fyrir Sam. „Þetta kalla ég vel af sér vikið,“ sagði Dick. „Girðingin er 2,10 metrar á hæð.“ Hann náði í málband og mældi grindverkið. Það var 2,15 metrar. „Heyrðu mig,“ sagði hann. „Við þurfum að gera eitthvað í þessu. Þú stekkur 2,15 metra og mig minnir að heimsmetið sé aðeins tveir metrar eða eitthvað svoleiðis. Við gætum grætt laglegan skilding á þessu, lagsmaður." Dick stakk upp á því að Sam færi að æfa í- þróttir. „Það er enginn skaði skeður þó að við svælum nokkrar kringlóttar út úr þessum bannsettum Ameríkönum," sagði hann. „Þeir eru búnir að vinna ólympíuleikina svo oft að það er kominn tími til að almennilegur Breti slái þá út og næli sér í nokkur pund um leið." „Ojá, það er ekkert Ijótt við það að sigra í heiðarlegri keppni,“ sagði Sam. Sam fór að æfa sig. Dick gerðist þjálfari hans, lét hann hlaupa og stökkva hástökk og langstökk. Hann lét hann éta hrá egg og drekka sérrí og nuddaði hann. „Jæja, lasm,“ sagði hann dag nokkurn, „ég er búinn að þjálfa þig eins og hægt er. Ég hef gert það sem mér bar. Láttu nú ekki þitt eftir iiggja.“ Þeir fóru út á íþróttavöllinn og Dick veðjaði á Sam. Þegar hann kom aftur inn í búnings- klefann Ijómaði hann allur af ánægju. „Ég hef veðjað fimm dollurum á móti einum á þig,“ sagði hann. Eftir að Dick hafði hjálpað Sam að klæða sig í stökkbúninginn fylgdi hann honum út á völlinn. „Vertu ekki smeykur,“ sagði hann, „ég er viss um að þú vinnur.“ „Ef þú heldur það er mér borgið,“ sagði Sam. Fyrst var keppt í hástökki. Dick lét þaö eiga sig þar til komið var upp í 1,75 metra. Þá færði hann Sam úr sloppnum. „Þetta getur þú auðveldlega," sagði hann. Sam var dálítið taugaóstyrkur en traust Dicks styrkti hann og hann hljóp að slánni og stökk yfir. Sláin var hækkuð um 2,5 sentí- metra. Annar keppendanna gat ekki stokkið yfir. Sam og hinn, sem eftir var, stukku og slá- in var alltaf að hækka uns allt í einu glumdi I hátalaranum: „Ólympíumet I hástökki með at- rennu. Sam Small frá Stóra-Bretlandi stekkur nú.“ Sam tók tilhlaup og flaug yfir. Áhorfendur klöppuðu. Hinn keppandinn stökk líka yfir. Þegar tilkynnt var í hátalaranum að sláin hefði verið hækkuð í nýtt heimsmet þustu Ijósmynd- arar á vettvang og Sam sveif þó nokkuð fyrir ofan slána. Hinum keppandanum mistókst. Fólk fór að þyrpast kringum Sam og dómar- ar komu með málbönd til þess að ganga úr skugga um að hæðin væri rétt. Þeir fóru að rífast sín á milli þar til Sam sagði: „Jæja, pilt- ar, hækkið þið slána um nokkra sentímetra til öryggis." Þeir gerðu það og Sam flaug yfir. Dómararnir vildu komast að raun um hve hátt Sam gæti stokkið en Dick dró hann I burtu. „Nei, piltar mínir," sagði hann. „Það eru tvær keppnir eftir og ég ætla ekki að láta hann ofreyna sig.“ Það fór á sömu leið með stangarstökkið. Sam setti nýtt met: 4,58 metra. Svo kom lang- stökkið. Sam dauðlangaði að stökkva hund- rað metra en hélt að það mundi koma veð- málunum á ringulreið. Hann stökk því aðeins níu metra og setti nýtt met. Þegar allt kom til alls voru lagsbræðurnir harla ánægðir yfir dagsverkinu þegar þeir löbbuðu heim til Dicks og töldu peningana sem þeir höfðu unnið. Þegar Sam hélt heimleiðis um kvöldið var hann daufur í dálkinn eftir alla æsinguna. Honum fannst hann vera einmana og hann kvaldist af heimþrá. Hann langaði til að tala við einhvern um hinn nýja og einkennilega hæfileika sinn; og við hvern átti hann að tala nema Mully? En þegar heim kom var allt á tjá og tundri. Lavinia var nýbúin að skrifa undir fimm ára ráðningarsamning við kvikmyndafé- lag og allt var í uppnámi. Sam kom ekki að einu orði; hann fór einn að hátta og fannst hann vera meira einmana en nokkru sinni fyrr. Næsta morgun byrjuðu erfiðleikarnir fyrir al- vöru. Blöðin voru full af frásögnum um mann- inn sem hafði „slegið“ þrjú heimsmet á einum degi. Á forsíðu blaðanna voru myndir af Sam þar sem hann sveif yfir slána. Og greinarnar, sem skrifaöar voru um Sam, voru óskaplegar. Eitt blaðið í Los Angeles birti eina setningu um Sam; afgangurinn af grein- inni fjallaði um hvað loftslagið í Kaliforníu gæti haft góð áhrif á fimmtíu og þriggja ára gamlan mann. Annað blað taldi hinn kaliforníska app- elsínusafa orsök þess að fimmtíu og sjö ára gamall maður færi fram úr heimsmetum. Eitt blaðið áleit að hiö kaliforníska sólskin yki blóðsykurinn svo mjög að þakka bæri því hin nýju met og enn annað blað taldi hinar kali- fornísku hlaupabrautir aöalorsök metanna. Blöðin í austurríkjunum voru á einni skoðun um að hér væru á ferðinni nýjar kalifornískar blekkingar og að dómararnir hefðu notað sér- stök kalifornísk málbönd. Flórídafylki fór fram á að hin nýju met yrðu ekki viðurkennd sökum þess að einn ræsirinn hefði ekki verið viður- kenndur af íþróttasambandinu. Það var ekki vafi á því að Sam var oröinn kunnur maöur. Sam og Mully komust brátt að raun um að svo var. í býtið næsta morgun hóf Mully máls með þessum orðum: „Hvað hefur þú nú gert af þér?“ „Að mér heilum og lifandi - ekki neitt." „Ekki neitt! Hvað vilja þessir tuttugu fréttarit- arar sem bíða niðri? Og hvað er þetta?" Hún keyrði dagblað framan í Sam; það var mynd af honum þar sem hann var að stökkva langstökk. „Hvað gengur á? Ég var bara að æfa mig svolítið í gær. Og svo er þetta ekki heldur líkt mér, er það?“ Mully reif blaðið af honum. „Jæja, Sam Small, ég veit ekki hvar þetta ætlar að enda. Maður á þínum alri að hamast í íþróttaæfing- um! í guðs bænum, hvaö hefur komið fyrir þig?“ „Ég hef engar fréttir að segja,“ muldraði Sam, þrjóskur. „Jæja, væni,“ sagði Mully. „- Komdu og sestu hérna á sófann hjá mér. Þú leynir mig einhverju. Segðu mér þaðl" Sam leit á Mully. Honum svelgdist svolítið á en hann gerði sér fljótt Ijóst að ósannindi stoðuðu ekki. „Jæja, Mully mín,“ sagði hann, „það er ekkert annað en það að ég get flogið.“ „Getur hvað?“ hváði Mully. „Flogið," sagði hann. „Hægan nú! Ég skal sýna þér það.“ Hann lyfti sér frá gólfinu og eft- ir að hafa svifið dálítið um herbergið lenti hann á tánum rétt hjá Mully. „Þarna séröu. Ég get flogið." „Víst getur þú það,“ samþykkti Mully. Og þú flýgur prýðilega ofan I kaupiö. En hvers vegna sagðir þú mér ekki frá þessu strax þegar við giftumst?" „Þetta kom nýlega fyrir mig.“ „Óneitanlega vel af sér vikið og kemur sér heldur ekki sem verst," sagði Mully. „Þú getur þvegið gluggarúðurnar, sem ég næ ekki til, og hjálþað mér með ýmislegt. Það er góð æfing fyrir byrjanda. Hvað er annars langt síðan þú byrjaðir á þessu?“ Sam varð að segja henni alla söguna, um trúna sem flytur fjöll, um Ijósakrónuna og lög- reglumanninn og um það hvernig hann kynnt- ist Dick Hogglethwaite. „Hann er besti náungi og þar á ofan Huddersfieldstrákur. Þegar hann bað mig að taka þátt í stökkunum gat ég ekki neitað því að ég vissi að hann þurfti á aurum að halda.“ „Það er nú ekki neitt syndsamlegt við það að öngla svolitlu saman," sagði Mully. „En þú hefur lent I einhverju öðru, annars væru ekki allir þessir blaöamenn niðri." „Við getum kippt því í lag í snatri," sagði Sam. „Við skulum aðeins segja sannleikann, að ég sé ekki íþróttamaður en geti bara flogið. Skrepþtu niður á meðan ég bursta skóna þína og segðu þeim að mér þyki leitt að þetta sé ekki í frásögur færandi. Enda þótt Sam hafi orðiö auðugur maður á spunasnælduuppfinningu sinni hafði hann enn gaman af að bursta skó - einkum skóna hennar Mullyar. Hann hafði gaman af að maka svertunni á og bursta hana af; svo tók hann mjúkan klút og nuddaöi skóna þar til þeir gljáðu. Hann gleymdi sér við verkið [ full- vissu þess að Mully með sínu lipra tungutaki 15. TBL. 1993 VIKAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.