Vikan


Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 48

Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 48
- Þér eruð þreyttur, herra Sinclair, og það er orðið áliðið, sagði hún og tók að safna saman glösum og fullum öskubökkum. - Ég skal hjálpa yöur að hátta. - Nei, ég er ekki orðinn svo þreyttur, sagöi Sinclair og tók fram nótnahefti. - Ég vil gjarn- an fá að vera einn með Mozart og konsertin- um hans i F-dúr. Ég get lagt mig hjálparlaust á eftir. Fröken Roberts reis á fætur. - Ekki í kvöld, herra Sinclair. Þér hljótið að vera orðinn þreyttur eftir að hafa haft svo margt fólk í heimsókn. Ef ég má segja mein- ingu mína þá eru heimsóknir frændfólks yðar alltof mikil áreynsla fyrir yður. Ég kemst ekki hjá að taka eftir hversu mjög þaö skapraunar yður í hvert sinn sem það kemur hingað. Það er til háborinnar skammar. Það er engu líkara en það geri sér ekki Ijóst að þér eruð ekki heill heilsu lengur. Fröken Roberts var orðin móð af ákafan- um. En nú hafði hún létt á hjarta sínu. - Fröken Roberts. Ég þarfnast þess að fá að vera stundarkorn einn með sjálfum mér og tónlistinni. Þá gleymi ég vandamálum unga fólksins... - En ekki yðar eigin, greip fröken Roberts fram í. - Þér verðið alltaf svo dapur og niöur- dreginn þegar þér sitjið sísvona og hugsið um hina góð og gömlu daga. - Já, gömlu dagarnir voru góðir. Þá var líf og fjör. Eg man einu sinni í París. Francois Goddard stjórnaöi hljómsveitinni... Fröken Roberts hvarf út um dyrnar. Nú er hann hamingjusamur, um stundarsakir að minnsta kosti, hugsaöi hún. En síðan mundi bakslagið koma og eftirþankarnir. Sennilega mundi hann verða að liggja rúmfastur á morg- un. Ronald Sinclair opnaði nótnaheftið. Píanó- konsert ( F-dúr eftir Mozart. Flann renndi þreyttum augum yfir nóturnar sem hann kunni enn utanbókar. Tónlistin tók aö hljóma í huga hans. Augun Ijómuðu. Flann var orðinn ungur í annað sinn. Fröken Roberts læddist inn aftur. Hún sá að gamli maðurinn sat og starði út í loftið. Til þess að trufla hann ekki lagöi hún varfærnis- lega bakka með vatnsglasi og meðulum á borðiö hjá honum. En hann hafði heyrt til hennar og leit upp. - Þér verðið aö lofa mér að vera ekki á fót- um nema hálftíma í viðbót, sagði hún. - Þér ætlið að hlusta á Chopinkonsertinn í útvarpinu á morgun og þá verðið þér að vera vel út- hvíldur. - Já, já, svaraöi hann. Þér skuluð bara fara að hátta. Og þakka yður kærlega fyrir hjálpina. Þegar dyrnar lokuðust á eftir henni teygði Sinclair sig eftir blýanti. Það var svo gott að hafa eitthvað á milli handanna. Flann varð aö hreyfa fingurna sem mest. Það haföi læknirinn sagt. Annars myndu þeir kreppast alveg sam- an. Hann reyndi aö halda fast um mjóan blý- antinn en hann rann út á milli kraftlausra fingr- anna. Hann tók blýantinn aftur upp og reyndi að skrifa nafniö sitt efst á nótnaörkina en úr því varð aðeins pár. Nei, honum hafði ekkert farið fram. Fyrir ári hafði hann gert erfðaskrá og undir nafniö hans hafði lögfræöingurinn bætt við: „Undirritað meö aðstoð minni.” Hann svipaðist um í stofunni. Flygillinn, besti vinur hans í áraraðir, stóð þarna til minn- ingar um liðna tíö. Hann hafði ekki getað fengið af sér að selja hann. [ hans augum var flygillinn síðasti þráöurinn sem tengdi hann við lífið. Og málverkin, sem hann hafði safnað á löngum tíma - einnig þau hafði hann alltaf varðveitt. Litir og tónar höfðu alltaf verið líf hans og yndi. Hann átti eitt málverk eftir Picasso og annað eftir Monet. Það hafði alltaf verið heitasta ósk hans að eignast málverk eftir... Vindgustur feykti gluggatjöldunum frá frönsku dyrunum sem höfðu opnast hljóðlaust. Ronald Sinclair sneri sér við og sá skugga- lega veru koma út úr þokunni. - Hvers vegna kemurðu þessa leið? spurði gamli maðurinn, óttasleginn. Fröken Roberts skalf þegar hún opnaði dyrnar fyrir John Stephens lögreglufulltrúa. Læknir lögreglunnar var þá nýkominn. - Þetta er skelfilegt, tautaði hún þegar Stephens hafði kynnt sig. - Hann ætlaði að sitja í stofunni í hálftíma eða svo eftir að gest- irnir voru farnir. En þegar klukkutími var liðinn fór ég niður til að vitja um hann. Og þá sat hann við skrifborðið. Hann var ... dáinn. Hún kjökraði. - Þetta er svo átakanlegt. Höfuð hans lá á nótnabókinni. Hann var sannkallað góðmenni, get ég sagt yður. En börn bræðra hans voru sýknt og heilagt að skaprauna honum. Hann var alltaf dauðþreyttur þegar þau höfðu heim- sótt hann. - Voru þau hér í kvöld? spurði Stephens og fór úr frakkanum. - Já, bæði lögfræðingurinn og bróðir hans sem var með konuna sína með sér. Og frænka hans, þessi sem er dansmey, hún var hér líka ásamt manninum sínum. Og svo var hér líka hinn ungi Howard og unnusta hans. - Hvers vegna hringduð þér til lögreglunn- ar? sþurði Stephens. - Ég veit það eiginlega ekki. Mér fannst þetta allt svo óhugnanlegt. Gamla konan neri hendurnar í örvæntingu en hélt síðan áfram: - Gluggatjöldin fyrir frönsku gluggunum voru ekki eins og þau eru vön að vera. Og svo komst ég að raun um að dyrnar voru ekki læstar en það eru þær alltaf... - Hafið ekki áhyggjur af þessu, kæra fröken, sagði Stephens. - Ég mun rannsaka málið gaumgæfilega. Nú skuluð þér fara fram I eldhús og laga sterkt kaffi. Ég kalla á yður eftir stundarkorn. John Stephens lokaði dyrunum og svipaðist um í stofunni. Þetta var vistlegt herbergi. í einu horninu var stór flygill og allir veggir voru þaktir bókum og málverkum. Læknirinn, sem var ungur að árum, kom til hans. - Gott kvöld, Stephens, sagði hann. - Ég hef rannsakað líkið. Hann lést fyrir einum og hálfum klukkutíma. Hann er- eða réttara sagt var - frægur píanóleikari. Hann fékk liðagigt, sem batt enda á frægðarferil hans. Það sést greinilega á höndum hans. Ennfremur er ég sannfærður um að hann hefur verið veill fyrir hjarta. Ég ætla að fara fram í stofu og hringja f heimilislækni hans. Ég tók eftir aö það er sími þar. Þér ættuð kannski að líta á skrif- borðið og það sem á því er. Stephens gekk aö frönsku dyrunum. Hann beygði sig niður og athugaði spor á gólftepp- inu. Ráðskonan hafði sem sagt rétt fyrir sér. Sporin gáfu til kynna að einhver hafði læðst á tánum. Að því búnu gekk hann að skrifborðinu og stóð fyrir aftan hinn látna I stólnum. Höfuðið studdist við annan handlegginn og munnurinn nam við nótnabókina. Undir annarri hendinni lá blýantur. Stephens beygði sig fram og staröi á pár efst á síðunni. Skyldi hinn látni hafa reynt að skrifa eitthvað áður en hann dó? Kannski skilaboð? Einnig vakti annað athygli hans. Fyrir neðan nokkrar nótnalínurnar sá hann bogadregin strik. Þau voru mjög óregluleg, eins og þau væru skrifuð með hendi sem titraði og skalf. Þetta voru alls sjö bogastrik við ákveðnar nótur. Lögreglufull- trúinn hrukkaði ennið. Hann bar ekki mikið skynbragð á tónlist en hann þekkti þó flestar nóturnar. Fyrst var strikað með boga undir d, síðan e, þá g ... Nei, hann gat ekki lesiö neitt út úr þessu. Hann varð að fá aðstoð sérfræð- ings til að komast til botns í þessu. í sama bili kom læknirinn inn. - Jú, það var eins og ég hélt. Hann var hjartveikur. En ég verð að fá líkið skoðað áður en ég get gefið yfirlýsingu um hvort hann hefur dáið eðlilegum dauðdaga. - Lansford, sagði Stephens. Þér eruð vel að yður í tónlist. Getið þér sagt mér hvað þetta þýðir? Lesið þessar nótur fyrir mig - þær sem strikað er undir með þessum einkennilegu bogum. Lansford laut yfir borðið. - Þetta er að vísu undarlegt. En ég held að þetta þýði ekkert sérstakt. Það sem kemur út úr þessu er degasefeb. Það getur ekki þýtt neitt, eða hvað? Er það ekki bara tóm vit- leysa? - Getið þér sagt mér eitthvað um sjálft verk- ið? spurði Stephens. - Já, þetta er þriðji kafli píanókonserts núm- er 19 I F-dúr eftir Mozart. En líklega hefur hann bara setið og párað með blýanti í hugs- unarleysi. - Það finnst mér ótrúlegt, sagði Stephens. - Tónlistarmenn meðhöndla nótur sínar yfirleitt með virðingu og krafsa ekki á þær að óþörfu. Vilduð þér reyna að fá niðurstöður líkskoðun- arinnar eins fljótt og mögulegt er? Ég heyri að sjúkrabíllinn er að koma. Stephens gekk fram í eldhúsið. Fröken Ro- berts hafði lagað kaffi og sett tvo bolla á borð- ið. En hún sat utan við sig á stól og fitlaði við handklæði. - Viljið þér ekki fá yöur kaffi, herra lögreglu- fulltrúi? spurði hún, skjálfandi röddu. - Ég skil bara ekki... Haldið þér...? Þér skuluð ekki hugsa of mikið um þetta, fröken Roberts. Þetta kemur allt í Ijós síðar. Ég mun sjá um málið að öllu leyti. Nú skulum við drekka kaffiö I ró og næði á meðan ég legg fyrir yður nokkrar spurningar. Fröken Roberts stóð á fætur, hellt í bollana og settist síðan aftur. - Þegar ég kom sögðuð þér að gestir hefðu verið hér. Vilduð þér ekki segja mér eitthvað um þá? - Jú, þetta voru þrír frændur herra Sinclairs og ein frænka. Þau koma hingað alltaf öðru hverju og tala ekki um annað en peninga. Þau eru víst einu erfingjar hans. Einu sinni á ári koma þau alltaf öll saman. Þaö er á dánardegi foreldra þeirra. Herra Sinclair átti tvo bræöur. Þeir fórust báöir í flugslysi. Þeir voru á leið til Austurríkis til að eyða þar sumarleyfi sínu. Síöan bræður hans fórust hefur herra Sinclair verið eins konar fjárhaldsmaður fyrir börn þeirra en þeir áttu tvö börn hvor. 48 VIKAN 15. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.