Vikan


Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 34

Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 34
I LEIT AÐ SANNLEIKANUM haldsríkara en skemmtiþátt- um. Örlögin leiddu þá saman, Wallace og framleiðandann Ted Yates. Yates vildi búa til viötalsþátt sem sýndi banda- rískt þjóðfélag á mörkum kyn- slóðaskipta; þetta var á há- punkti Eisenhower-tímans og samfélagið barðist við að við- halda gömlum hefðum og gildum en undir niðri bullaði og sauð í deiglunni. Elvis Presley, Allan Ginsberg og fleiri biðu færis að bylta bandarískri menningu. Þáttur- inn Næturvaktin setti Wallace í hlutverk harðskeytts sak- sóknara, viðtalsmanns sem svipti grímunni af viðmælanda sínum á ósvífinn og oft harka- legan hátt. „Fram að þessu höfðu viðtalsþættir verið hugguleg kaffisamsæti, með blómavösum sem földu hljóð- nemann,“ segir Wallace. „Við Yates vildum hafa þetta ruddalegra - ég reykti til dæmis í útsendingu. Þetta gekk upp bæði hugmynda- fræðilega og fagurfræöilega.“ ÚR ÆSIFRÉTTUM í ALVÖRUFRÉTTIR Wallace varð alþekktur á Næturvaktinni og að sumra mati að endemum. Mörgum þóttu aöferðir hans einkenn- ast af æsifréttamennsku en sjálfur lét hann slíkt sem vind um eyru þjóta. Hann hikaði heldur ekkert við að koma fram í sígarettuauglýsingum enda þénaði hann vel á því. Árið 1962 átti sér stað mik- ilvægur atburöur í lífi Mike Wallace. Peter sonur hans hafði veriö í sumarfríi á Grikk- landi og Wallace bárust fregn- ir um að hans væri saknað. „Ég tók næstu vél til Grikk- lands,“ rifjar hann upp, alvar- legur í bragði, „og fór rakleiðis á farfuglaheimilið þar sem Peter hafði búið. Þar fann ég dótið hans. Svo fór ég á asna upp í fjöllin því einhver hafði séð hann fara þá leið. Við eina gjána varð mér litið niður og þar lá líkið af syni mínum. Hann var búinn að liggja þarna í tvær vikur og þú getur bara ímyndað þér...“ Yfir gröf sonar síns fór Wallace að velta málunum fyr- ir sér. „Ég áttaði mig á því að ég var ekki aö gera nokkurn fjandann af viti. Ég skildi að ég vildi vera fréttamaður og ekk- ert annað og aö ég vildi koma á framfæri fréttum sem skiptu einhverju máli. Því fór ég til fréttastjóra sjónvarpsstöðv- anna og sagði þeim að ég væri hættur í auglýsingunum og vildi verða virkilega alvar- legur fréttamaður.“ Hann fékk ekki alls staðar góðar undirtektir. Nafn hans var of tengt auglýsinga- mennsku og æsifréttum til aö menn væru tilbúnir að taka hann alvarlega sem frétta- mann. Þó fékk hann starf hjá CBS-sjónvarpsstöðinni og þar starfaði hann næstu árin við ýmis fréttastörf. Hann sinnti fréttum af stjórnmálum og mörgum viðkvæmum málum, eins og Víetnamstríðinu, rétt- eins og frægt fólk eða stjórn- málamenn. „Við vildum hafa þetta ögrandi þátt,“ segir Wallace, „þar sem setið væri um fréttirnar þegar og þar sem þær voru að gerast. Þetta var leikrænt en á raun- verulegan hátt. Við vorum ekki í beinni útsendingu en á- hrifin urðu samt þannig.“ Og 60 mínútur urðu fljótlega afar vinsæll þáttur. Samvinnan var stormasöm en árangursrík. Wallace er ráðríkur maður sem vill fara „Þaö stórkostlega viö Mike er aö hann hefur bæöi skarpa greind og frábæra eðlisávísun þegar fréttir eru annars vegar,“ hefur m.a. veriö sagt um Mike Wallace. indabaráttu samkynhneigðra og svartra og deilum um hvort lögleiða ætti marijúana. Og smám saman öðlaðist hann fastan sess sem einn af betri sjónvarpsfréttamönnum Bandaríkjanna. „Mike á ekki til blygðunartil- finningu þegar fréttir eru ann- ars vegar,“ segir Bill Leonard, fyrrum framleiðandi hjá CBS og núverandi eiginmaður fyrstu eiginkonu Wallace. „Það er ekki til það efni sem hann skammast sín fyrir aö fjalla um og það er styrkur hans sem fréttamanns." Það var árið 1968 að Don Hewitt lagði nýja hugmynd að fréttaþætti fyrir Wallace. Þetta átti að verða alvarlegur frétta- þáttur sem væri ekkert mann- legt óviökomandi, fréttaþáttur sem byggðist jafnmikið á við- tölum við venjulega borgara sínu fram og samband þeirra Hewitts einkenndist af ein- hvers konar ásthatri. Full- komnunarárátta Hewitts hafði góð áhrif á starf Wallace sem var smám saman að þróa þann fréttastíl og þá viðtals- tækni sem hann er þekktur og dáður fyrir. „Það stórkostlega við Mike er að hann hefur bæði skarpa greind og frábæra eðlisávísun þegar fréttir eru annars veg- ar,“ segir Hewitt. „Þetta er fá- gæt samsetning. Svo hefur hann það sem ég vil kalla kjaftæðisratsjá. Það kemst enginn upp með að fara með neitt bull nálægt honurn." Margir hafa oröið til aö gagnrýna aðferðirnar við gerð 60 mínútna harðlega og telja að verið sé að blekkja áhorf- endur. Vist er að snjall frétta- maður getur skapað í frétt sinni þann sannleika sem hann sjálfur vill segja og gert það á þann hátt að það virðist hinn endanlegi sannleikur. „Auk þess eru áhorfendur látnir halda að fréttamaðurinn vinni alla rannsóknarvinnuna sjálfur og sé persónulega á- byrgur fyrir sannleiksgildi frétt- arinnar," segir William Safire, blaðamaður hjá New York Times. „Það er ekki rétt. Ef til dæmis Wallace er með frétt þá tekur hann bara viðtölin og hefur umsjón með klipping- unni, eftir að her manna hefur séð honum fyrir nægum upp- lýsingum." Hvað sem segja má um vinnubrögð Wallace og félaga hafa 60 mínútur haft geysileg áhrif á alla fréttamennsku ( Bandaríkjunum. „Við sköpuð- um grundvöllinn fyrir frétta- þætti þar sem leitast er við að sýna raunverulega atburði og raunverulega þátttakendur," segir Hewitt stoltur. „Áhrifin frá 60 mínútum sjást í öllum fréttaflutningi, hvort sem er f blöðum, útvarpi eöa sjón- varpi." ÞUNGLYNDI OG ÞOLRAUNIR Líf Wallace hefur ekki alltaf verið auðvelt. Hann finnur til aldurs síns eins og eðlilegt er og fyrir tveimur árum þurfti hann að fá hjartagangráð. „Það er andsk... pirrandi að vera með þessa tvo víra í hjartanu," segir hann. „Ég finn fyrir þeim." Þannig er Wallace stöðugt minntur á dauðleika sinn en margir vina hans vilja meina að hann hafi ekki enn sætt sig við þá staðreynd að hann muni ekki lifa að eilífu. En Wallace hefur átt við önn- ur mein að stríða. „Hann er á- kaflega þunglyndur," segir einn samverkamanna hans, „og ég hef alltaf furðað mig á því hvernig hann ræður við starfið þrátt fyrir það.“ Sjálfur viðurkennir Wallace að hann sé „svartsýnn að eðl- isfari" og hann talar opinskátt um erfið þunglyndisköst sem hann hefur fengið. Hann fann fyrst fyrir þessu árið 1985 en þá höfðaði Westmoreland hershöfðingi skaðabótamál á hendur Wallace og fréttastofu CBS vegna heimildamyndar um ákveðna atburði í Ví- etnamstríðinu. „Það var kalt og dragsúgur í réttarsalnum," segir Wallace. „Ég sat þarna dag út og dag inn undir mál- flutningi þar sem ég var kall- aður öllum þeim Ijótu nöfnum sem hægt er að klína á einn fréttamann. Ég var sagður 34 VIKAN 15. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.