Vikan


Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 38

Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 38
„Sei, sei, Mully,“ sagöi Sam hughreystadi. „Þú hefur veriö góð kona. Fyrir utan smávegis galla gæti ég ekki hugsað mér hana betri.“ „Hvers vegna ætlaöir þú þá aö farga þér,“ kjökraöi Mully. Yfirlögregluþjónninn yggldi sig framan í Sam. „Jæja, herra Small,“ sagöi hann hörkulega. „Þaö væri réttast aö ég setti yður inn. En ástin, sem kona yöar ber til yöar, hefur hrært mig. Ég læt yður lausan gegn því aö hún gæti yðar." „Nei, nei,“ sagði Mully. „Ef lögin segja aö hann eigi aö fara í fangelsi er best aö þaö sé svo.“ „Ég skal ábyrgjast,“ sagöi yfirlögregluþjónn- inn. „Nei, lög eru lög," sagöi Mully. „Hörö á stundum en viö verðum að hlýöa þeim. Sam og yfirlögregluþjónninn voru þó nokkra stund aö fá Mully til þess aö láta undan. „Ég skal sjá um lögin; sjáið þér bara um manninn yðar,“ sagði yfirlögregluþjónninn. „Munið,“ sagöi hann við Sam, „þér eruð látinn laus gegn því aö hún gæti yöar - engan fífla- skap oftar! Fariö nú heim og hagið yöur vel.“ Næstu viku haföi Mully ekki augun af Sam. Hann fékk ekki aö fara einn út fyrir hússins dyr. Auðvitað varö hann dauðleiður á þessu. „Ég er ekki svo mikill aumingi aö ég geti ekki gengið um einsamall,“ sagöi hann. „Það getur vel satt verið,“ sagði Mully. „En þaö stendur alveg á sama því aö ég á aö líta eftir þér. Þetta olli því aö Mully varö að láta dóttur sina fara eina í kvikmyndaveriö. Og þótt und- arlegt megi viröast var svo aö sjá sem Laviniu gengi betur en áöur og það fór aö líta út fyrir að hún mundi eiga framtíð fyrir sér á kvik- myndasviðinu. Þaö eina sem spillti fyrir henni, aö því er hún sagöi sjálf, var heimilið. „Þetta hús,“ sagði hún, „er svo lítið - og ná- grennið! Við ættum að búa þar sem ég gæti haldiö veislur, hitt áhrifamikiö fólk og náö í sambönd." Það varö úr aö Mully og Lavinia fengu stórt og fallegt hús. Þaö stóð á fögrum stað og í garöinum voru alls konar tré og einnig gos- brunnur. Þegar þær höföu komiö sér fyrir bauö Lavinia ýmsu fyrirfólki heim. Sam haföi fremur lítið hlutverk með hönd- um í veislunni þar til taliö barst af hendingu að flugvélum. Flutningaflugvél haföi hrapað í San Franciscoflóa og allir viöstaddir höföu skýring- ar á reiðum höndum. „Nei, þetta er ekki rétt hjá ykkur,“ skaut Sam inn í. „Sennilega hefur flugvélin hrapaö af því aö loftið var hvikult.” „Var hvaö?“ spuröi stúlka nokkur, meö hvellri röddu. „Þaö var hvikult," sagði Sam. Allir hættu að tala og Sam fór aö útskýra þetta nánar. „Ég hef fundið upp þetta orö en ég skal útskýra þaö betur fyrir ykkur. Stundum er loftið eins gott og slétt og maður getur óskaö sér..." „Pabbi," skaut Lavinia inn í „viltu ekki setja upp borðtennisnetið?" „Rétt strax,“ sagöi Sam. „Stundum er þaö aftur á móti í eintómum hnökrum. Ég kalla þaö hvikuit. Sjáiö nú til, viö skulum segja aö ég sé flugvél." Hann baöaöi út höndunum. Öllum var mikiö skemmt og Sam var óneitan- lega dálítiö skringilegur þar sem hann stóö þarna meö útrétta armana. Þegar Mully sá gestina brosa var henni allri lokiö. Hún hnippti svo duglega í Sam að það lá viö aö hann rifbrotnaði. „Þaö er kominn tími til aö setja upp borðtennisnetið, væni," sagöi hún meö áherslu. Sam setti upp netið og gestirnir fóru að slá boltann á milli sín. Sam horföi á þá um stund en ráfaöi svo einn um húsið. Hann var fremur niðurdreginn þegar hár, myndarlegur piltur vatt sér allt í einu aö honum. „Herra Small," sagöi hann. „Ég heiti Harry Hanks. Ég fékk áhuga á því sem þér voruð aö tala um - hvikult loft. Það var tekið fram í fyrir yður.“ „Jæja,“ sagöi Sam, „það er svona.“ Hann baöaöi aftur út höndunum en leit í kringum sig til þess að vita hvort Mully væri nálæg. „Komdu fram í eldhús, lagsmaöur,“ sagöi Sam, „viö verðum síöur truflaðir þar.“ í eldhúsinu útskýrði Sam hvernig loftiö verður hvikult ööru hvoru og hvers vegna fugl- ar geta þolað það af því að vængir þeirra eru sveigjanlegir. „En flugvélavængir láta ekki undan.“ „Mjög athyglisvert," sagöi pilturinn. „Haldiö áfram.“ Og Sam hélt áfram útskýringum sinum. Veislunni var lokið áður en Mully hugkvæmd- ist að leita aö Sam í eldhúsinu. Þegar hún kom fram sagðist ungi maöurinn þurfa aö fara strax. Mully beið þangaö til hann var farinn. Þá einblíndi hún á sex tómar bjórflöskur á boröinu. „Ertu byrjaður á fíflaskapnum aftur," byrjaði hún. Sam þekkti Mully sína svo aö hann lagði á flótta og kom ekki heim fyrr en um kvöld- verðartíma. Hann sat þögull viö borðið en Mully og Lavinia sugu upp í nefið og hunsuðu hann, eins og konur gera þegar karlmaöur hefur falliö í ónáð hjá þeim. Loks brast Lavinia í grát. „Æ, stilltu þig nú,“ bað Sam þreytulegum rómi. „Hvernig getur telpan gert aö því þó hún gráti?" sagði Mully, glöð yfir því aö hafa feng- ið átyllu til þess aö taka þátt í deilunni „Guö veit aö viö gerum eins og viö getum en þú eyöileggur allt. Þú fleiprar um hluti sem þú hefur ekki minnsta vit á - og hellir í þig bjór frammi (eldhúsi. „Sei, sei. Viö drukkum aöeins tvær eöa þrjár flöskur hvor. Og þetta er amerískur bjór - sem ekkert gagn er í.“ „Þaö fóru allir aö hlæja aö þér,“ hélt Mully áfram. „Þeir kunna þá ekki mannasiði," sagöi Sam. „Ég tala ekki bull þegar ég tala á annað borö. Piltarnir í Arnarkránni voru allir hrifnir af því sem ég lagði til málanna." „Þeir ræflar,“ hvæsti Mully. „Þetta er ekki Arnarkráin, pabbi, þetta er Hollywood," sagöi Lavinia kjökrandi. „Og þú ferö meö herra Hanks fram í eldhús." „Hvaö um það, pilturinn haföi áhuga á mál- inu,“ sagöi Sam hvatskeytlega, því aö þaö var farið að síga í hann. „Ég skýrði út fyrir honum nokkur smáatriði varðandi flug, annað ekki." Viö þessi orð æpti Lavinia upp yfir sig og huldi andlitiö í höndum sér. „Hvaö hef ég gert?" stundi Sam. „Hvaö hefur þú gert!“ hvein í Mully. „Herra Hanks er enginn annar en kvikmyndastjórinn sem ætlaöi að ráöa Laviniu. Og þar á ofan er hann enginn annar en flugmaðurinn, sem hef- ir sett öll nýjustu metin í hraðflugi, hæöarflugi og langflugi. Sá er maöurinn. Og svo sest þú niður, þöngulhausinn þinn, herra Sam Small, og ætlar að fara að fræöa hann um flugmál." „Og nú hefur þú gjöreyöilagt alla ráðningar- möguleika fyrir mér,“ sagði Lavinia. „Hann hlýtur aö halda aö ég sé komin af kolbrjáluðu fólki.“ Mully og Lavinia skiptust á um aö hella úr skálum reiöi sinnar yfir Sam uns honum var nóg boðið og hann stóö upp. „Hættiö þiö nú,“ þrumaöi hann, „nú er nóg komið!“ Sam talaöi í þessum tón svo sem einu sinni á ári en þegar hann geröi það var mál til kom- iö aö hafa sig hægan, var Mully vön aö segja. Hvaö var líka varið í aö vera gift manni sem ekki var hægt aö stríöa dálítið daglega? Og hver vildi á hinn bóginn mann sem ekki gæti sýnt, svona einu sinni eöa tvisvar á ári, hver væri húsbóndi á heimilinu? Mully og Lavinia sátu kyrrar eins og mýs og Sam starði á þær. „Jæja þá,“ sagöi hann. „Ég ætla að fá mér göngutúr - og ég ætla aö fara einn, án þess að nokkur sé aö elta mig.“ Hann beið andartak en hvorug mótmælti. Hann stikaöi því út og setti upp sparihattinn sinn. Hann stefndi ósjálfrátt niður aö strönd- inni. Hann gekk út aö grindunum og staröi fram fyrir sig, langt fyrir ofan hallir kvikmynda- stjarnanna og brimgarðinn, sem sást óglöggt í rökkrinu. Hann lagöi hattinn á bekk, gekk fram á brúnina og hóf sig til flugs. Uppstreymið viö bergið sveiflaöi honum hátt upp í loftiö. Loftstraumarnir léku um andlit hans og hann sveif fram og aftur og naut til fullnustu hins fyrsta fiugs undir beru lofti. Hann gleymdi reiðinni, gleymdi öllu nema hinni unaðslegu hrifningu yfir fluginu. Hingaö til haföi Sam flogið í daunillu innilofti. Þetta var allt annaö. Langt niðri I Santa Mon- icagjánni sá hann pylsuvagnana og ölbúðirnar og örsmáu bílljósin sem skriöu hægt upp eftir strandveginum. Hann fylltist hálfgeröri meö- aumkun er hann sá hve bilarnir voru litlir og hægfara. Vesalings jaröbundnu ormar! Meö- an Sam var á flugi fylltist hann djúpri samúö meö mannkyninu. Hann hugsaöi ekki um Mully og kenndi ekki í brjósti um hana. Hugur hans umfaömaöi allar Mullyar og allar konur sem elska, þjást og þræla fyrir karlmennina. Gagntekinn af þessari tilfinningu sveiflaöi hann sér á hliðina og lenti á tánum hjá bekkn- um. Svo tók hann hattinn sinn og gekk hægt heimleiðis. Sam var aö vísu fullur hrifningar yfir fluginu en þó var hann hálfdapur í bragöi og einmana. Og Sam vildi ekki vera einmana. Hann vildi vera innan um annaö fólk. Flughæfileikar hans voru alveg einstæöir og þeir gerðu þaö aö verkum aö hann var einmana. Hann ráfaöi eins og í leiðslu um göturnar, dag eftir dag, og fannst hann veröa enn meira einmana í þessu landi pálmatrjáa, rafmagnsljósa og blárra fjalla, meöal fólks, sem talaöi með kynlegum hreim. Það var þráin eftir aö finna einhvern er líkt- ist honum sjálfum sem kom honum til að staö- næmast viö hliðarskilti í Beverly Hills. Er hundurinn yðar þveginn og klipptur? Dick Hogglethvaite, þrjátíu ára reynsla í Englandi og Ameríku. Kannski þaö sé hundur sem mig vantar,“ sagöi hann við sjálfan sig. „Og ef svo væri við hvern væri þá betra aö tala en Eng- lending?" í herbergi bak viö búöina var lág- vaxinn maður aö þvo hund. Hann sagði: „Hvað get ég gert fyrir þig?“ „Hm, hvaö er langt síöan þú fórst frá Hudd- ersfield?" Maöurinn hætti þvottinum. 38 VIKAN 15. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.