Vikan


Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 62

Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 62
NÝJAR HUÓMPLÖTUR ★ NÝJAR HUÓMPLÖTUR ★ NÝJAR HUÓMPLÖTUR ★ NÝJAR HUÓMPLÖTUR ★ NÝJAR HUÓMPL ★ NÝJAR HLJÓMPLÖTUR ★ NÝJAR HUÓMPLÖTUR ★ NÝJAR HUÓMPLÖTUR ★ NÝJAR Sorrí, Stína! Sameining Pelican skilar ekki PELICAN: PELICAN ENGAR RÓSIR Besta lag plötunnar er síðasta lagið, blúsinn Þreyttur og þunnur. Og þá hugsaði ég sem svo: Ja, kannski hefðu Bjöggi Gísla og Pétur bara átt að gera blúsplötu saman. Það hefði sennilega orðið þúsund sinnum betri plata því eftir að hafa hlustað á hin lögin, sem mörg hver eru ansi meðal- mennskukennd en þó með ör- litlum frumleika á stöku stað, munn-vá-vá „gítareffect" a la Peter Framton frá Bjögga og bongótrommukaflar, er auð- velt að komast að þeirri niður- stöðu. Endurvakning Pelican skilar ekki neinum rósum. Það er nú svo að tónlistin nær ekki að sleppa fram af sér beislinu, það eru einhverjar hömlur á henni og úr þessu verður fremur flöt og óspennandi rokktónlist. Flestir textarnir og lögin líka eru eftir Guðmund Jónsson (7), fyrrum Sálargít- arista, nýjan meðlim Pelican, en þau fjögur sem Bjöggi semur standa þeim öllum framar. Reyndar er stórskrýtið að mínu mati að Björgvin skuli ekki semja meira af lögunum því alkunna er að hann er góður lagasmiður. Ásgeir Óskarsson og Jón bassaleik- ari eiga svo sitt lagið hvor. Hvað textana varðar eru þeir flestir svipuð meðal- mennska og lögin; stelpur, brennivín, dóp, speglar, til- vera, almætti og timi eru til dæmis umfjöllunarefni en skilja lítið eftir sig. Ég segi bara og vitna þar í einn text- ann: „Gef mér grið!“ STJÖRNUGJÖF: ** LIPSTICK LOVERS: MYDINGALING í ÁTTINA Sveit þessi er ein af þeim nýrri í íslensku rokki og eftir að hafa sent frá sér tvö lög á einni af þessum hefðbundnu safnskífum - í fyrra minnir mig - er nú komin fullburða plata frá þeim félögum. Hljóm- sveitina skipa Bjarki Kaikumo (söngur/gítar), Sævar Þór (bassi), Ragnar Ingi (tromm- ur) og Anton Már (gítar). Það fyrsta sem er eftirtektarvert við My Dingaling er að þrátt fyrir að hún sé tekin upp í einu fullkomnasta hljóðveri landsins (Hljóðrita) skilar það sér alls ekki í „sándinu“ og sum lögin hljóma eins og góð „demó“ (prufuupptökur), tekin upp í litlu stúdíói. Fyrsta lagið, Let’s Make Hate, er gott dæmi um þetta. Með meiri vinnu hefði að mínu mati mátt fá mun skemmtilegri áferð á Meö meiri vinnu hefði My Dingaling frá Lip- stick Lovers oröió mun betri plata. lögin en ef til vill eru góðar og gildar ástæður fyrir þessu. Lipstick Lovers eru gjarnan eyrnamerktir sem sveit í anda Stones og ZZ Top en í raun held ég að sveitin hafi ekki gert það upp við sig hvers konar band hún vill vera því tilhneigingar gætir á plötunni í átt til rokkabillí (Jukebox Queen) og líka hreinnar popp- tónlistar (Sad Boy). Flest lag- anna eru eftir þá í Lipstick Lovers en formúlukenndir textarnir (stelpur, ást, viskí/- brennivín, sem kemur fyrir í fimm textum af tólf, pillur og blús) eru eftir Bjarka og Gauta Sigurþórsson og þá raular sá fyrrnefndi því ekki hefur hann mikla rödd eða sýnir það að minnsta kosti ekki á plötunni. Frammistaða annarra með- lima er svo sem í meðallagi, samspil Sævars og Ragnars og gítarleikur Antons er á stundum lipur, svo sem í Been Tempted sem skartar reyndar hljómborðsleik frá Herði Bragasyni úr Júpíters en félagi hans, Jón Skuggi, sá um upptökustjórn plötunnar. Það má margt betur fara hjá Lipstick Lovers fyrir næstu plötu, aðallega varðandi „sánd“ og almenna vinnu með efnivið- inn en þetta er í áttina. Bestu lög: Pink Swans in the Pillbox, Wayward Son og Moon. STJÖRNUGJÖF: ** WT <■ ■ GCD: SVEFNVANA MEIRA AF GCD Svefnvana er í raun fyrsta plata GCD og eru meðlimirnir fjórir allir skrifaðir fyrir þeim tólf lögum sem eru á henni. Þetta er rokk og ról með stöku poppívafi, dæmi er lagið Rökkurótti sem er eitt það besta á plötunni. Gítarleikur Begga er það sem stendur upp úr, mjög lipur og smekk- legur, ekki of áberandi eins og gjarnan verður í rokktónlist. Bubbi og Rúnar sjá að sjálf- sögðu um raddir en stundum fær maður það á tilfinninguna að þeir hafi ekki vandað sig nógu mikið, svo sem í laginu Slæmt karma. í öðrum lögum er allt í fínu lagi, svo sem í Sumir fá allt og Litla prinsin- um. Eini blúsinn á Svefnvana er svo Flug.leiða.blús, daman farin til Köben og allt í volli, en einhvern veginn dettur manni K.K. í hug við hlustun lagsins. Þó er annað blússkotið lag en aðeins rokkaðra á diskinum, Tíminn líður hægt í Jóntubæ og þar blæs Bubbi nett í munnhörpuna. Textarnir eru svona um hitt og þetta, pólitíkina, lífið á veg- inum, stráka f stelpuleit og þess háttar en einna hvassast er ort í laginu Kokktreiltrúðar þar sem „listaelítan" fær nokk- ur vel valin högg: „Elítan trúir því / menn þurfi að fæðast inn í rétta stétt / til að hafa vit á listinni / læra að hneigja sig og brosa rétt.“ Þetta er hnytt- inn texti og segir margt. STJÖRNUGJÖF: *** SNIGLABANDIÐ: ÞETTA STÓRA SVARTA SLATTI AF SUMRI Sem fyrr er húmorinn og grín- ið í öndvegi hjá Sniglaband- inu, eina „alvöru“ grínbandi landsins. Flestar aðrar hljóm- sveitir eru uppteknar af því að vera grafalvarlegir poppar- ar/rokkarar og því lítið pláss fyrir húmorinn. Þetta stóra svarta er íburð- armesta verk Sniglabandsins til þessa og löðrar af léttleika. Dæmi úr laginu ...Gott!!!:.á diskó og popp / ég losa minn kopp / og allt sem í honum er / og hvort sting eða waits / séu báðir með aids / andskot- ans sama er mér.“ Þetta er textabrot eftir Kára Waage sem á nokkra texta á diskin- um og þá bráðsmellna. Undir þessu er svo kyrjað hið fín- asta rokk með léttu brassi. Það er farið um víðan völl í tónlistinni; popp, latnesk sveifla, ballöður (hið bráð- fyndna Éttu úldin hund) og meira að segja opnar Lög- reglukórinn diskinn óaðfinnan- lega með lagi og texta Skúla Gautasonar, Brennivín er bull:„Brennivín er bull! / sukk er vitleysa; / brennivín er bull / hass? / ojbara ullabjakk.” Eitt „lifandi" lag er á plötunni, ★ NÝJAR HUÓMPLÖTUR ★ NÝJAR HUÓMPLÖTUR ★ NÝJAR HUÓMPLÖTUR ★ NÝJAR 62 VIKAN 15.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.