Vikan


Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 65

Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 65
■ I OG AÐALLEIKARA POSSE hafi uppgvötað Ameríku. Það er eins og ef ég segði að ég hefði fundið upp bílinn þínn og ef þú létir mig ekki fá lyklanna kallaði ég þig rauðan villimann. Það fer allt eftir því frá hvaða menningarheimi er skrifað hvernig réttlætið er skilgreint. Við erum aldir upp við að allir indíánar séu ill- menni, það er sú mynd sem Hollywood færði okkur án nokkurra undantekninga. Það eru fleiri hvítir í Posse heldur en svartir í „Hinum vægðar- lausu” en samt sem áður verður talað um okkar mynd sem svartan vestra en hina ekki sem hvítan vestra. Þann- ig er staðan í dag. Ég breytti út frá handritinu í Posse og setti hvítan mann sem hægri hönd aðalhetjunnar. Þegar honum er misþyrmt af lögregl- unni á svipaðan hátt og gert var við Rodney King hefði verið mjög einfalt að hafa svertingja í hlutverki fórnar- lambsins. Það er hins vegar þetta atriði sem þrýstir hinum svörtu félögum hans saman. Þegar ég prufusýndi myndina fyrir svarta áhorfendur áttu þeir fyrst erfitt með að skilja af hverju hvítur maður var í hlut- verkinu en þetta atriði vakti upp samkennd þeirra með honum og þegar upp er staðið er hann sá karakter sem þeim þykir vænst um. Á sama tíma eru aðrar persónur í myndinni sem er ekki einfalt að afgreiða sem góðar eða slæmar. Eins og t.d. lögreglustjórinn, hann er einfaldur í hugsun og barn síns tíma sem lítur á sig sem málsvara réttlætisins. Ég á sjálfur hvíta vini sem hugsa á svipaðan hátt og hann og áður en atvikið með Rodney King átti sér stað var ekki nokkur leið að fá þá til að trúa að lögreglan beiti óþarfa of- beldi í afskiptum sínum við minnihlutahópa. Okkar maður í Hollywood, Loftur Atli Eiríksson, ásamt Mario Van Peelbes aö loknu viötalinu fyrir Vikuna. Því er ekki að neita að myndin er að ákveðnu leyti gerð frá sjónarhorni svertingja og á tímum villta vestursins gátu hvítir menn einfaldlega verið lífsafkomu svartra hættulegir. Það sama er hægt að segja frá sjónarhóli indíána því hvíti maðurinn tók jú land- ið frá þeim. í einu atriðinu er komið inn á þetta þegar lög- reglustjórinn segir við einn svertingjann að Guð muni sjá til þess að hann fái sann- gjarna málsmeðferð. Þá spyr hinn ákærði hvort hann sé að tala um sama Guð og horfði á þegar hvfti maðurinn tók land- ið af indíánunum og þegar bræður hans voru hnepptir í þrældóm. Það var ekki mikið af frjálslyndu hvítu fólki á þessum tímum og það hefur tekið okkur öll þessi ár að komast þangað sem við erum í dag.” KÚREKAMYNDIR Á EKKI AÐ TAKA OF ALVARLEGA - Þú minntist á Rodney King og það er ein sena í myndinni þar sem einn leikarinn spyr „Getum við ekki lifað í sátt og samlyndi?" en það er bein skírskotun í það sem King sagði þegar hann kom fram í fjölmiðlum á meðan óeirðirnar í Los Angeies stóðu yfir. Hvernig stóð á að þessi sena var í myndinni, varstu að gera grín að Rodney King? „Eitt af því sem ég vildi gera í myndinni var að blanda saman leikurum sem voru í „svörtum myndum” á sjöunda áratugnum og þeim svertingj- um sem eru framarlega í skemmtanaiðnaðinum í dag. Frá minni kynslóð erum við með rappstjörnurnar Tone Loc og Big Daddy Kane og Blair Underwood úr sjón- varpsþættinum L.A. Law og fleiri. Frá sjöunda áratugnum eru hins vegar menn eins og Isac Hays úr „Shaft", Pam Grier úr Coffy og Foxy Brown, faðir minn Melvin Van Peebles úr Sweet Bass og Nimpsey Russell sem er frægur í amerísku sjónvarpi. Atriói úr kvikmynd- inni Posse, kúreka- mynd sem kunningi okkar úr Lagakrók- um leikstýrir og fer meö aöalhlut- 15.TBL. 1993 VIKAN 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.