Vikan


Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 22

Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 22
Dominique Voynet, sem hér sést meö Brice Lalonde og Marie-Christine Blandin, er líklegasta forsetaefni Græningja. Elysée-höllin er mið- stöð valdsins því að forsetinn er valda- mesti maöur þjóðar- innar. Hún ætlar sér aö verða fyrst franskra kvenna til að fá tilnefningu til forsetakjörs. Um- hverfisverndarmenn einir treysta sér til slíks; hinir flokkarnir leggja ekki slíka á- byrgð á herðar konu. sjónvarpi hefur hún breytt útliti sínu verulega. Nú er hún meö litaö hár og glæsilega klædd. Hún er hláturmild og beinir hlátrinum oftar en ekki aö sjálfri sér. Breiöar axlirnar minna á að áður fyrr keppti hún í sundi meö góöum ár- angri. Þegar hún kom fram í sjónvarpsþættinum L’ heure de Verité - Úrslitastund - heilluðust franskir áhorfendur af afslappaðri og kæruleysis- legri framkomu hennar. Innan flokksins á Domin- ique Voynet mun auöveldara meö aö koma málum á fram- færi en Antoine Waechter, 44 ára gamall keppinautur henn- ar. Waechter er stiröur og yfir- borðslegur í framkomu og þá sjaldan aö hann brosir virðist það helst vera af illri nauðsyn. Hún hefur hins vegar lag á aö ná til fólks meö alþýðlegu og eölilegu fasi og á auðvelt meö að halda athyglinni. Sumir af hennar eigin flokksmönnum hafa gagnrýnt hana fyrir aö eyöa of miklum tíma í fjölmiöl- um því aö frönskum umhverf- isverndarmönnum er eins og þýskum félögum þeirra illa viö hvers konar persónudýrkun. Þeir eru lítið gefnir fyrir upp- hafningu einstaklinga og kjósa fremur aö leggja á- herslu á framlag hópsins. Vald fjölmiðla er þó óumdeil- anlegt og þar er gildi Domin- ique Voynet ómælt. Þaö bætir kannski fyrir þá staðreynd að hún lætur stundum öðrum eft- ir pappírsstússið. STJÓRNMÁL MEÐ MÓDURMJÓLKINNI Hún hefur alla ævi búiö í fæö- ingarhéraöi sínu, Franche- Comté, rétt hjá svissnesku landamærunum. Fjölskyldan var stór og hún á fjögur systk- ini. Foreldrar hennar voru sósíalistar, virkir í verkalýðs- baráttu og tíu ára gömul var Dominique farin aö halda kökubasara til styrktar þróun- arlöndum. Sextán ára kaus hún aö beina kröftum sínum aö vernd umhverfisins. Hún gekk í gegnum langt og erfitt læknanám og vann sem hjúkrunarkona til aö fjár- magna þaö. Á árunum 1985-1989 var hún í sérnámi sem svæfingarlæknir á sjúkrahúsi í Dole og var á þeim tíma virk í ýmsum gras- rótarhreyfingum. Meðal ann- ars tók hún þátt I mótmælum gegn byggingu kjarnorkuvera í Fessenheim og Melville og gegn niðursetningu skamm- drægra Pluto-kjarnaflauga í Bourgogne. Hún baröist einnig fyrir frjálsum útvarps- rekstri, eflingu þróunarsjóöa og nýrri stjórnunarstefnu til aö draga úr atvinnuleysi. Öll þessi áhugamál geröu það aö verkum að Dominique Voynet var á sífelldum þeyt- ingi milli fundarherbergja og þaö var því mikill léttir þegar hún gekk í Græningjaflokkinn þar sem þá gat hún komið meira skipulagi á vinnu sína. Þegar hún var kjörin borgar- fulltrúi í Dole í mars 1989 lagöi hún læknasloppinn end- anlega á hilluna. í desember 1991 völdu flokksfélagarnir hana til aö vera einn af fjórum leiðtogum flokksins. Þegar umhverfis- verndarmenn biöu afhroö í þingkosningunum 1993 komst hún, ein græningja, í seinni umferö en tapaði þar naum- lega. Þetta var þó umtalsverð- ur sigur og þessi viljasterka kona er ákaflega bjartsýn á framtíðina. Hún stendur strangan vörö um einkalíf sitt. Nítján ára varö hún einstæð móöir og hún sá ein um uppeldi dóttur- innar Marine sem nú er fimmt- án ára. „Hún er mjög opin og hefur mikinn áhuga á heims- málunum. Hún trúir á gildi lýö- ræðisins og er femínisti. Það er ekki svo slæmur grunnur fyrir ungling," segir Dominique um Marine. Dominique Voynet hafnar heföbundnum kaþólskum hugmyndum um kynlíf. Hún hefur tekiö virkan þátt í um- ræöunni um getnaðarvarnir og skipulagðar barneignir og styöur rétt kvenna til fóstur- eyðinga. Hún er sér meövit- andi um aö lífsstíll hennar kunni að hneyksla mögulega kjósendur en er stolt af aö vera kölluð „Madonna franskra stjórnmála“. Líklega kýs hún þó fremur hitt uppnefnið, sem er „hin græna Jóhanna af Örk“. Hún er mjög andsnúin Þjóöarflokki hægri öfgamannsins Jean- Marie Le Pen og hefur þungar áhyggjur af auknu kynþátta- hatri I kjölfar aukins atvinnu- leysis. Hún tók undir rök- semdir Dana þegar þeir höfn- uöu Maastricht-samkomulag- inu. Hún vill aö Vesturlönd sendi vopnaöa hermenn til Bosníu til að berjast við Serba en um leiö vill hún aö Frakkar eyöi kjarnavopnum sínum því að hún trúir því aö kjarnorku- laus heimur sé betri heimur. Nú hefur hún sett sér þaö takmark aö veröa forsetaefni Græningja í forsetakosning- unum 1995 og það er mjög líklegt aö henni takist þaö. Samkvæmt stjórnarskránni er þaö forsetinn en ekki forsæt- isráherrann sem er valda- mestur I landinu. Það er eins- dæmi í rómönsku landi aö kona skuli sækjast eftir slíku embætti. Dominique Voynet veit vel aö hún mun ekki ná aö veröa eftirmaður Mitterrands for- seta. Hún ætlar samt aö reyna það og rjúfa um leið síöustu bannhelgi franskra stjórnmála. □ 22 VIKAN 15.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.