Vikan


Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 36

Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 36
YORKSHIREMAÐU SMÁSAGA EFTIR ERIC KNIGHT Sam Small sannfæröist ekki um þaö smám saman aö hann gæti flogiö - þaö kom yfir hann allt í einu. Hann hafði far- iö meö Mully um kvöldiö niöur í Los Angeles til þess aö hlusta á systur Minnie Tekel Up- harsin Smith á samkomu í Musterinu. Sam hafði ekki langað til aö fara en áöur en lauk varð hann aö viðurkenna aö þetta hefði reyndar ekki veriö svo vitlaust og Mully var frá sér numin af hrifningu. Eftir fyrsta sálminn bað systir Minnie allt kalifornískt fólk aö standa upp og taka í hend- ur hinna er viðstaddir voru og segja: „Guö blessi þig, bróðir eöa systir," eftir því sem við átti. Sam varö dálítið hvumsa þegar bráöókunn- ugt fólk fór aö taka í höndina á honum en Mully þótti gaman aö þvi. Þegar systir Minnie baö allt útlent fólk aö standa upp og segja frá hvaðan þaö væri fór Mully að leggja aö Sam aö gera þaö. En Sam vildi ekkert viö þaö eiga. Fólk fór aö hrópa aö þaö væri frá Þýska- landi, Ítalíu, Kína og Hawaii, þaö var meira að segja frá Indlandi. Loks stóðst Mully ekki mátiö. Hún hnýtti hattbandinu þétt undir hökuna, reis á fætur og kallaði eins hátt og hún gat: „Herra og frú Sammywell Small, Powki thorpe Brig, Hudd- ersfield, Yorksha, England." Svo settist hún niöur, kafrjóö í framan, en allir viöstaddir klöppuðu. Kona frá loway, sem sat næst henni, gaf sig á tal viö hana og Mully lýsti því yfir aö Kalifornía væri yndislegasti og vinalegasti staðurinn sem þau hjónin heföu fyrirhitt á ferð sinni umhverfis jörðina. Sam reyndi aö láta sér fátt um finnast en jafnvel hann fór að leggja við hlustirnar þegar systir Minnie hóf ræöu sína. Ræöan bar titilinn „Trúin flytur fjöll". Allt byggist á trúnni, sagöi systir Minnie og hún var svo trúuö aö hún vissi að færu þessi 5000 systkini niður til San Bernhardioni gætu þau flutt Boldyfjallið tíu fet nær sjónum. Auðvitað væri ekki ráölegt aö reyna þaö því aö mikiö rask væri því samfara aö flytja fjall um tíu fet. Jarðfallið öörum megin fjallsins gæti legið um ágætis landareignir og ruöningurinn hinum megin væri skaölegur Kaliforníu. Samt sem áöur var trúin dásamleg; ef bræöurnir og syst- urnar voru nógu trúuö væri enginn sá hlutur til sem þau gætu ekki gert. Enginn! Samkomunni lauk meö sálmasöng. Fyrst söng annar helmingur áheyrenda og síðan hinn, til þess að vita hvor heföi meiri hljóö. Aö því loknu ruddust allir til dyra. Þegar Mully og Sam stóöu á horninu og voru aö bíöa eftir strætisvagninum gat Mully loksins stuniö upp: „Ég veit nú ekki hvernig þér hefur líkað, Sammywell, en mér fannst voöa gaman og ég held aö þetta sé alhuggu- legasti staðurinn sem viö höfum rekist á í ferðalaginu. Sam vissi ofurvel aö þessi ummæli hennar voru þáttur í árásarherferð þeirri sem haföi þaö markmið aö fá hann til aö vera um kyrrt í Kaliforníu. Hvorki Mully né Lavinia, dóttir þeirra, létu neitt tækifæri ónotað til að hrósa staðnum. Vinnie langaði aö vera kyrr svo aö hún gæti orðið kvikmyndastjarna; Mully vildi ekki fara vegna þess að hún var svo hrifin af því að pálmatré yxu í landi hvítra manna. Þess vegna voru þær alltaf að sýna Sam fram á aö hann ætti ekkert erindi til Eng- lands þar eö hann væri hættur aö starfa sök- um aldurs og væri auk þess sæmilega efnað- ur. Sam þóttist vita aö þær mundu fá sínu framgengt að lokum en þó reyndi hann að streitast á móti. Hann snýtti sér og sagði: „Ójá, þaö er alls ekki sem verst hér, þegar öllu er á botninn hvolft. Þó vildi ég nú gefa tíu skrotuggur fyrir aö vera kominn heim í Arnar- krána í kunningjahópinn, með ölkrús fyrir framan mig og arineld til að ylja á mér end- ann.“ Mully fussaði. „Sammywell, sagði ég þér ekki aö fá þér hreinan vasaklút áður en viö fórum út í kvöld!“ Sam vissi aö hann mundi bíöa ósigur ef hann léti hafa sig út í pex um smámuni svo hann stakk bara klútskömminni í vasann og þagði. Mully hélt áfram aö nöldra og narta í hann - eins og konum er lagið; og loks hætti Sam aö hlusta á hana - eins og menn gera undir slíkum kringumstæðum. Og meðan hún hélt áfram aö nudda var hann önnum kafinn viö aö hugsa um trúna. Hann var aö velta því fyrir sér hvort hóþur af samtaka fólki gæti í raun og veru flutt fjall úr staö - þótt ekki væri nema einn eöa tvo þuml- unga. Honum fannst auðskiliö að sá sem ætl- aöi aö flytja eitthvaö meö trú yröi aö byrja á einhverju auðveldara fyrst og auka síðan verkefnin uns hann legði í fjallið. Strætisvagn væri ágætur til aö byrja meö - og þar sem hann væri á hjólum gæti maður sagt aö þaö væri síst til að spilla. Sam lokaði því augunum og sagöi viö sjálf- an sig; „Ég trúi því aö þegar ég opna augun veröi strætisvagn kominn.“ Hann haföi ekki fyrr sagt þetta viö sjálfan sig en Mully rak olnbogann í síöuna á honum svo mælandi: „Vaknaöu, dauöyfliö þitt!“ Hann lauk upp augunum og þarna stóö strætisvagninn fyrir framan hann. Sam varö bæöi forviða og ánægöur. Þetta gat auðvitað veriö hreinasta tilviljun en þaö var samt ímyndunarefni. Og Sam var aö hugsa um þetta alla leiðina heim. Sam og Mully fóru úr vagninum hjá Strand- götu og gengu hægt heim aö gistihúsinu þar sem þau bjuggu. Mully þótti gaman að ganga eftir þessari götu - hún var friðsamleg, róm- antísk og svo suðræn. Hún liggur meöfram bjargbrún, langt fyrir ofan ströndina; þaðan er hægt aö horfa yfir trjágiröinguna, niður á hallir kvikmyndastjarnanna og út yfir hafiö. Þegar þau voru komin móts viö hús Marion Davies staönæmdust þau og horföu yfir grind- verkið. Sam var ennþá hugsi. Hann tottaði pípuna í ákafa, horföi út á sjóinn og hugsaði. Þaö var á þessu augnabliki sem hann varö altekinn af hinni furðulegu fullvissu. Ef til vill stafaði þaö af því aö hann stóö svo hátt uppi eftir aö hafa hlýtt á ræöuna og haföi orðiö fyrir hinu kynlega atviki meö strætisvagninn. Hver svo sem orsökin var þá var hann fullkomlega sannfæröur um að hann gæti flogið. Hann átti erfitt með aö standa kyrr. „Mully," sagöi hann, „stundum finnst mér aö maður gæti hent sér hérna fram af og flogið ef maöur heföi nógu mikla trú.“ „Já, ef!“ sagöi Mully og saug upp í nefið. Það var svo sem ekki mikla uppörvun aö sækja til hennar. En því er svo varið meö Yorkshiremann aö því meiri andstööu sem hann mætir þeim mun ákveðnari veröur hann. „Jæja þá,“ sagöi Sam viö sjálfan sig, „ég er viss um aö maður gæti gert það - ef trúin væri nógu sterk.“ Þegar hann var háttaður um kvöldið fór hann aö hugsa um hve gaman væri að geta flogið til þess að geta sýnt Mully fram á aö hún hefði á röngu aö standa. Svo fór hann aö trúa því, trúa því statt og stööugt aö hann gæti flogið. Hárin risu á höföi hans þegar hann varö þess var allt í einu aö hann fór aö lyftast hægt og hægt upp úr rúminu. Hann átti bágt meö aö skilja þetta. Hann fálmaði meö hendinni undir líkama sinn. Þaö var satt! Hann náði ekki niður í rúmiö meö hendinni. Hann varð svo hissa að hann lét sig detta ofan í rúmið til þess aö geta íhugað mál- iö. Þaö marraöi í dýnunni viö fallið og Mully hreytti út úr sér: „Sammywell, ef þú hættir ekki að hamast svona í rúminu sef ég í stólnum. Sam ákvaö aö bíöa þar til Mully væri sofn- uö og gera þá aöra tilraun en svo illa tókst til aö hann sofnaði sjálfur. Þegar hann vaknaöi morguninn eftir var hann fyrst aö hugsa um aö segja Mully allt af létta. En þaö var ekki svo auðvelt um hábjart- an daginn, þegar sólin skein á morgunverðar- þoröiö og Mully og Lavinia sátu þarna svona eðlilegar og rólegar. Sam sagöi því aðeins: „Mig dreymdi skrítinn draum í nótt, Mully. Mér fannst ég vera aö fljúga." „Hmmm,“ sagði Mully. „Hvaö sagöi nú pilt- urinn á ferðaskrifstofunni okkur aö segja ef viö vildum fá hér höggvinn sykur?" „Molasykur, mamma," svaraði Lavinia. „Já, þaö var rétt. Flýttu þér nú aö borða, telpa mín, og komdu þér af staö. Viö áttum að hitta kvikmyndastjórann í Coolver City klukk- an tíu.“ Sam talaði ekki meira um flug en hann var ákveðinn í að reyna aftur þegar hann væri einn. Þegar Mully og Lavinia voru farnar sló hann öskuna úr pípunni, lagðist á sófann og einbeitti huganum. Áöur en varöi sveif hann í lausu lofti. Hann sveif til annarrar hliöar, rúm- lega þrjú fet frá gólfinu. Hér var ekkert um að villast. Hann sneri sér á kviöinn svo aö hann gæti horft niður, hann kunni betur viö þaö. „Auðvit- aö er þetta betra,“ sagöi hann, „hinsegin er ég eins og fugl sem er aö reyna aö fljúga á bak- inu. Þetta er rétta stellingin." Hann baöaöi út höndunum og sveif aö sóf- anum. Þegar hann var svo sem eitt fet frá 36 VIKAN 15.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.