Vikan


Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 19

Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 19
um kvennanna sleppti voru pilsin oft mjög aðskorin, þröng um hnén meö klauf að aftan. Á hinn bóginn voru karl- mannafötin meira í jarölitatón- um, grá og brún, oft Ijósleit. Yfirleitt var ekki mikiö um mis- munandi liti í fötum karlanna en því brá þó fyrir stöku sinn- um. Nema náttúrlega hvað skóna varöar eins og aö fram- an segir. En þaö sem eftir stendur eftir sýninguna er að hún var alls ekki öfgakennd og þar sást mikið af fötum sem höföa til hins almenna kaupanda. Gigli hefur víst orö á sér fyrir að vera dálítið villtur í hönnun. Og sýningin höföaöi líka til okkar íslendinga, eig- um við að segja persónulega, því þar sprangaði um grundu og skemmu íslensk stúlka, starfandi viö sýningarstörf í Mílanó. RAKEL HIÁ GIGLI Hún heitir Rakel og er Hall- dórsdóttir. Svo óheyrilega ó- heppilega vildi til aö þegar hún birtist fyrir framan linsurnar var sparifataljós- myndarinn aö skipta um filmu. Rakel gekk hringinn sinn engu aö síður óhindraö. Vikan náöi hins vegar tali af Rakel og spuröi fyrst að því hvenær hún heföi komið til Mílanó. „Ég fór 30. maí. Áöur en aö sýningunni kom var ég búin aö fara í reynslutökur en hafði reyndar hafnað þremur tilboö- um um vinnu.“ Af hverju? „Vegna þess að í tveimur tilfellum átti ég aö vinna fyrir hárblaö og í bæöi skiptin átti að klippa á mér hárið. Það vildi ég ekki, er að safna,“ segir Rakel og hlær við. í þriöja tilvikinu var um auglýs- ingu aö ræöa. Þar átti hún aö vera hálfnakin sem kom ekki til greina. Hvernig er valið í sýningar eins og fyrir Romeo Gigli? „Maður fer bara á staðinn meö möppuna sína. Þegar ég kom þangað var löng röð af sýningarfólki fyrir utan. Þá var tekin prufumynd af manni og búiö! Eftir þeim var síöan val- iö.“ Hvað með æfingar? „Fyrir þessa sýningu var ekkert æft. Þeir voru bara meö myndir af fyrirsætunum og þær notaöar til aö ákveöa hver yröi í hverju. Þegar við komum í mátun daginn fyrir sýningu hangir myndin af manni við þá flík sem maöur á aö vera í. Myndin af mér var viö stóran, rauðan jakka og gylltar, röndóttar pokabuxur. Ég mátaöi fötin og þá voru teknar tvær myndir. Daginn eftir mætti ég og þá var mynd- in af mér viö fötin og hin myndin uppi á vegg ásamt myndum í röð af öllum öörum sem tóku þátt í sýningunni. Þannig var rööin á okkur skipulögö," segir Rakel. „Þetta var þara tveimur tímum fyrir sýningu. Síöan vorum viö látin ganga hringinn en ekkert sagt til um hvernig viö ættum aö haga okkur. Við áttum bara að labba.“ Þið hafið ekki spjallað við Romeo Gigli, sjálfan? „Nei. Hann kom ekkert ná- lægt því aö velja sýningarfólk- ið. Ég sá honum aðeins bregða fyrir á sýningunni en ekkert meira." Og hvað er á döfinni? „Ég er vonandi á leiðinni til Japan í haust eftir prufur sem ég fór í. Þaö hentar mér á- gætlega aö vera þar því ég er ekki mjög há og launin þar eru líka mjög góð,“ segir Rakel Halldórsdóttir. FYRIRSÆTUR FRÁ ÍSLANDI Nokkuö margar íslenskar fyr- irsætur starfa eöa hafa starf- aö í Mílanó. Á dómkirkjutorg- inu í Mílanó hitti blaðamaður Vikunnar sex fulltrúa úr þess- um íslenska fljóöafjöld. Þetta eru þær Nanna, Hrönn, Birna, Valdís, Árný Hlín og Erla. Þarna úti starfa þær fyrir þar- lendar umboösskrifstofur en aö heiman koma þær frá lcelandic Models. Og þaö var ekki aö sjá ann- aö en glatt væri á hjalla þegar Vikumyndavélin var munduö. Meira aö segja svo glatt aö ungir sveinar, sem áttu leiö um torgið, reyndu aö fá teknar af sér myndir meö fyrirsætun- um. Þeir áttu sem sagt aö fá aö velja sér eina og ráöa á ýmsa lund fyrirkomulagi myndatökunnar. Þetta tóku stúlkurnar ekki í mál. Ekki varð því annaö úr fyrisætu- störfum strákagreyjanna en aö þeim var sagt aö hypja sig meö nokkrum vel völdum orð- um á íslensku. Þeir settu upp súran svip en létu sér ekki segjast heldur fylgdu í humátt á eftir okkur eftir því sem myndatökurnar færðust innar á torgiö og loks inn á veitinga- staö þar sem spjallað var upp á vort ylhýra. Þegar þeir sáu aö væntanlegir lífsförunautar yröu þeim ekki skipaöir úr þessum fagra hópi gáfust þeir upp og reru á önnur miö. Seg- ir ekki meira af feröum þeirra. GLAPSTIGUPÆLINGAR En af okkur íslendingum er þaö aö segja aö okkur gengur bara ágætlega aö sitja fyrir og sýna á Ítalíu. Samkeppnin er geysilega hörð og ef marka má frásagnir stúlknanna er líf- iö ekki bara dans á rósum. Freistingarnar eru á hverju strái og margir vilja ná nánum kynnum við fyrirsæturnar. Þær segjast oft þurfa að bíta frá sér með kjafti og klóm þegar menn gerast ágengir með alls kyns gylliboöum, gjöfum og giamúrboðum ým- islegum. Ríkir karlar og ríkra manna synir beita töfrabrögð- um peningafólksins sem mest þeir mega. Ef ekki á illa að fara mega dúllurnar sko vara sig því gloríuloforðin eru oftar en ekki innantóm og lítils viröi þegar menn hafa fengið það sem þeir vilja. Lífshlaupiö er víst yfirleitt ekki innifaliö. Aö nálgast dóp er víst einnig hiö minnsta mál. Þaö er yfirleitt í boöi og ókeypis fyrir fagrar konur! Þá veröa þær nefni- lega svo tilkippilegar. Stúlk- urnar sex, sem Vikan spjallaöi við, voru mjög meðvitaðar um þessar hættur allar saman og töluðu um þær í líkum dúr og um forðboðna ávexti Paradís- ar. Hins vegar geta stúlkur sem líta ekki við gapandi freistingaginum samkvæmis- Ijónanna látiö fara vel um sig innan um hinar raunverulegu lystisemdir og notið þeirra í því hófi og upp að þeim mörk- um sem eðlileg geta talist. Þaö kom fram aö fyrirsæturn- ar veröa fyrst og fremst að hugsa um sjálfar sig. Engu skiptir hvað aörir vilja gera fyr- ir þær, yfirleitt er ekkert að marka þaö og flagð er oftar en ekki undir fögru skinni. Stöldrum ekki lengur viö glapstigupælingarnar heldur hugum aö því sem þær hafa fyrir stafni, stúlkurnar sex. Vikuna ber raunar að garði á rólegum tíma, um mitt sumar. Aöalannirnar fyrir stúlkurnar eru í september og október annars vegar og síöan í janú- ar og febrúar hins vegar. Ef til vill af þeim sökum tókst aö ná þeim svo mörgum saman á einn staö. Og þaö var tilvalið aö nota þetta tækifæri til aö grennslast aðeins fyrir um þaö hvaöa verkefnum þær hafa verið að sinna upp á síðkastið. NÓG AÐ GERA Nanna kom til Mílanó í sumar- byrjun. Hún haföi áöur veriö í Vín, Prag og Bratislava aö vinna viö tískusýningar. Eftir aö hún kom til Mílanó tóku viö sýningarstörf á tískusýningum og svokallaðar viöskiptasýn- ingar eða showroom, eins og það er kallað. Þá sýna fyrir- sæturnar viðskiptavinum framleiðendanna það sem þeir vilja skoða. Þetta er eins konar tískusýning þar sem viðstaddir geta fengið aö koma viö flíkurnar og fleira í þeim dúr. Nanna mun enn- fremur að öllum líkindum koma fram í sjónvarpsauglýs- ingum fyrir íþróttaskó. Hrönn kom til Flórens á ítal- íu í byrjun maí. Þar var hún í þrjár vikur og kom síöan til Mílanó. Þar hefur hún starfað viö myndatökur fyrir vörulista og hártískublað og síöan viö tískusýningar. Erla kom í byrj- un júní og hefur mest veriö viö viðskiptasýningar. Hún mun starfa viö þær áfram fram í október fyrir hina ýmsu aöila auk þess sem hún mun væntanlega einnig koma fram i sjónvarpsauglýsingu fyrir í- þróttaskó ásamt Nönnu. Birna kom til Mílanó frá Vín. Hún hefur starfað við fyrirsætustörf við myndatökur, hvort tveggja fyrir svokallað „magasín’’ og fyrir vörulista. Birna var hins vegar á leiö heim til íslands. Valdís kom til Mílanó í janú- ar en segist alltaf vera á leið- inni heim. Hún hefur starfaö mikið við viðskiptasýningar, setiö fyrir vegna veggspjalda, fyrir hártískublað og starfaö viö margar tískusýningar. Þá hefur hún komið fram í sjón- varpsauglýsingu. Árný Hlín kom í byrjun maí til Ítalíu og eyddi fyrstu vikunum í Flór- ens. Hún hefur veriö að vinna fyrir hártískublaö og að sýna á allnokkrum viöskiptasýning- um. Annað verður ekki séö en aö þær hafi feikinóg að gera, stúlkurnar þarna úti. Allt er þetta liður í því aö koma sér á framfæri og dagarnir mikið puö við það. Venjulegur dagur hefst á því aö þær „tékka sig inn” á skrifstofurnar, fara í „casting", eins og þær kalla það sjálfar. Þar fá þær aö vita hvort og þá hvaö þær eiga aö vinna viö þann tiltekna dag. Stundum þurfa þær að fara út fyrir borgina og því eru ferða- lögin drjúgur hluti í lífi og starfi fyrirsætunnar. Tilbreytingar- leysi er því væntanlega víös fjarri og greinilegt á stúlkunum þarna úti aö þeim leiðist lífið lítiö. Þær geta nefnilega vel haft af öllu tilstandinu gagn og gaman, takist þeim á annað borö aö forðast refilstigur og glapræöi. □ 15.TBL. 1993 VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.