Vikan


Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 10

Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 10
KVENNAFANGELSIÐ I KOPAVOGI gerðaleysi er það versta sem fangar finna fyrir inni í fang- elsum. Ef þeir hafa ekki eitt- hvað fyrir stafni verður dvölin aðeins bið eftir því að komast aftur út í frelsið,” segir Ari. Hann segir flesta fangana njóta útiveru minnsta kosti í einn klukkutíma á dag og yfir sumartímann eru þeir yfirleitt lengur úti. Fangarnir mega þó ekki fara út hvenær sem er heldur á ákveðnum tímum. Auk þess njóta sumir þeirra helgarleyfa og dagsleyfa rétt eins og í öðrum fangelsum. Samkvæmt lögum segir Ari leyfilegt að setja fólk í fangelsi þegar það er orðið 16 ára en reynt er að komast hjá því. Fangarnir eru því yfirleitt orðnir tvítugir. Flestir þeirra eru á milli tvítugs og þrjátíu og fimm ára. Elsta konan sem Ari man eftir í Kópavogsfangels- inu var á sextugsaldri. Hann segir konur fremja sams kon- ar glæpi og karlmenn en þó væru ofbeldisglæpir færri meðal þeirra. „Það kom stundum fyrir á fyrstu dögum fangelsisins að fólk reyndi að strjúka héðan. En tilgangurinn með því er sáralítill enda hafa allir náðst. Flestir hafa fundist við heimili sín eða aðra staði þar sem þeir hafa átt samastað. Við höfum þrjá fangaverði á vakt að deginum til en tvo á næt- urna. Starfið tekur oft á taug- arnar en það er sjaldgæft að það taki á líkamlega,” segir Ari. Þegar hann er spurður hver munurinn sé á kven- og karl- föngum svarar hann einungis: „Það er meira stúss í kringum konurnar.” Fleiri orð vill hann ekki hafa um það. Það er misjafnt hvort kon- urnar eru sáttar að vera í fangelsum með körlum en yf- irleitt ríkir gott samkomulag á milli kynjanna. Það kemur jafnvel fyrir að ástarsambönd myndast. „Ástarsambönd eru á móti reglunum en auðvitað er mjög erfitt að koma í veg fyrir þau. Ástarsambönd skapa ótal- mörg vandamál þegar fólk býr við einangrun eins og í fang- elsi. En það er aldrei hægt að koma í veg fyrir ástina,” segir Ari að lokum. Umferðin hefur minnkað á Kópavogsbrautinni enda flest- ir líklega þegar komnir til vinnu. Ský hefur dregið frá sólu. Þetta ætlar að verða bjartur dagur. □ Hún er eilítið föl í andliti og röddin er hás. Mussann hennar er í glöðum litum en svartur klútur er vafinn um hálsinn. Hún er 23 ára og hefur tvisvar þurft að afplána dóma í Kópavogs- fangelsinu. Þrátt fyrir að vilja hvorki nafn- né myndbirtingu er hún fús að segja frá dvöl sinni þar. „í fyrra skiptið sat ég inni frá april-júní 1991 fyrir ávfs- anafals. Ég fór svo aftur inn í nóvember 1992 vegna aðildar að fjársvikum og losnaði í jan- úar sl. Aðdragandi síðara málsins var sá að vinkona mín hafði farið yfir á heftinu sínu og ég skipti því fyrir hana ávisun. Vegna þess að ég var á skilorði var það talið brot. Þessi mál voru lengi að velkj- ast í kerfinu og það liðu nærri því 2 ár frá því að ég framdi síðara brotið þar til ég afplán- aði dóminn,” segir hún. Hún á þrjú börn og eignað- ist það fyrsta þegar hún var í 8. bekk. Þá hætti hún námi og lauk því aldrei samræmdu prófunum. Fjórum árum síðar eignaðist hún sitt annað barn og litlu síðar skildi hún við barnsföður sinn. Þá var hún farin að fikta við fíkniefni. Hún bjó enn hjá foreldrum sínum sem hugsuðu um börnin hennar. „Eg framdi glæpina til að afla peninga til neyslunnar en ég var lika að sækjast eftir spennu. En svona glæpir komast alltaf upp,” segir hún. „Áður en ég kom í Kópavogs- fangelsið var ég ( Hegningar- húsinu á Skólavörðustíg þar sem aðstaðan er mun verri. Þar er til dæmis ekki borð- stofa svo ég varð að sitja með matarbakkann minn í kjöltunni á rúmstokknum í klefanum. Herbergin í Kópavogsfangels- inu eru aftur á móti mjög vel búin, björt og stór og flest með góðu útsýni yfir sjóinn. Þau eru flest um það bil 12-15 fm að stærð.” Hún tekur það sérstaklega fram að vistarverurnar í Kóþa- vogsfangelsinu séu kallaðar herbergi en ekki klefar. „Þegar ég var dæmd í fang- elsi í annað sinn var ég búin að eignast mitt þriðja barn sem nú er 15 mánaða. For- eldrar mínir reyndu að fá mig náðaða vegna þess hvað barnið var enn ungt en það tókst ekki. Ég fékk þó að hafa það hjá mér um helgar á heimsóknartímanum, það er að segja frá kl. 13:00 til 17:00. Ég vildi helst ekki fá neina aðra i heimsókn til að geta verið ein með barninu mínu þennan stutta tíma,” segir hún. „í fyrra skiptið sem ég sat inni fékk ég eldri börnin mín til mín en í það síðara hélt ég því leyndu fyrir þeim að ég væri að fara í fangelsi. Ég sagði þeim bara að ég væri að fara upp í sveit. Þau voru þá orðin svo stálpuð og ég vissi ekki hvernig þau myndu taka því að móðir þeirra væri í fangelsi.” Hún gat ekki fengið vinnu í fangelsinu og eyddi tímanum helst ein I herberginu sínu. Þar saumaði hún, bjó til myndaalbúm og ýmislegt fleira. „Það versta við að vera I fangelsi er auðvitað frelsis- sviptingin sjálf og þá breytir litlu hvar maður er geymdur. Ég tók fyrri dómnum mjög illa og því var fangelsisvistin mjög lengi að líða. Ég var hins veg- ar betur búin undir síðari vist- ina. Hvað foreldra mína varð- ar voru þeir mjög ósáttir við dómana. En mamma gerði allt sem hún gat fyrir mig og kom til að mynda með sælgæti og efni að sauma úr handa mér,” segir hún. Hún var ekki sátt við að þurfa að vera með karlmönn- um I fangelsinu og segir það aðallega hafa verið vegna þess hvað þeir stopþuðu stutt við. „Margir þeirra höfðu áður verið I Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og fengu að klára afplánunina I Kópavogi. Þeir höfðu flestir fengið stutta dóma, eins og til dæmis fyrir ölvunarakstur. Sumir voru jafnvel aðeins í þrjá daga svo mér leið stundum eins og ég byggi á Umferðarmiðstöðinni," segir hún og það er ekki það eina sem hún kunni illa við. „Maturinn er keyptur utan úr bæ og það kom oftar en einu sinni fyrir að súpan var úldin. Það er góð eldhúsað- staða í Kópavogsfangelsinu en maturinn var ekki lagaður þar því það þótti of dýrt. Einu sinni máttu gestir koma með ís, kökur og sælgæti handa föngunum en nú má bara taka á móti sælgæti. Um jólin mátt- um við ekki fá harðfisk út af lyktinni,” segir hún, hneyksluð á svip. Hvernig ætli það sé að halda jól I fangelsi? Ég hélt jólin hátíðleg með tveimur öðrum kvenföngum. 10VIKAN 15.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.