Vikan


Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 31

Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 31
SALARKIMINN SIGTRYGGUR JÓNSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR LESENDUM Bréf til Sigtryggs geta snúist um samskipti kynjanna, sam- skipti barna og foreldra, samskipti milli hjóna, kynlif og annaö þaö sem lýtur aö sálfræöi og sálfræöilegum vanda- málum. Bréfin mega vera nafnlaus eöa undir dulnefni. Utanáskriftin er: Sigtryggur Jónsson sálfræöingur, Álftamýri 3,108 Reykjavík Kæri sálfræöingur Ég veit ekki hvort þú getur nokkuö hjáipaö mér eða hvers vegna ég er að skrifa þér. Ástæöan er sú aö ég er búin aö gera ótal tiiraunir til aö hjálpa mér sjálf og ekkert hefur dugaö. Ég þjáist eins og svo margir aðrir af offitu. Ég er, hef veriö og verö of feit. Ég hef fariö í ótal heimatilbúna megrunar- kúra, pakka-megrunarkúra og fleira og fleira en ekkert dug- að. Þaö er alveg sama hvaö ég geri, þaö dugar í smátíma og síðan er ég fallin í gamla fariö aftur og alltaf versnar ástand- iö meö árunum. Ég er tæplega þrítug og ein og löngu búin aö gefa upp alla von um aö ástandið breytist. Samt ætla ég aö labba meö þetta bréf út í póst- kassa og vita hvaö þú segir um málið. Kannski er ekki öll von úti enn. I von um einhver svör. Ein alltof feit. Kæra “alltof feit“ Ekki ertu nú alveg búin aö gefa upp alla von fyrst þú ert að hafa fyrir því að skrifa mér, en svartsýn ertu. Og svart- sýnin mun alla tíð vinna gegn þér. Ef þú trúir því ekki sjálf að þú getir breytt þessu á- standi, hver á þá að geta haft trú á þér? ÁSTÆÐUR OFFITU Ástæður offitu geta verið lík- amlegar og þær þekki ég ekki svo mikið. Það gera hins vegar læknar. Ástæðurnar geta líka verið sálrænar og að öllum líkindum er þaö algeng- ari orsök. Þar sem þú skrifar afskaplega lítið um sjálfa þig veit ég ekki hvort þú hefur leit- ÞJAIST að læknis en tel það þó lík- legt. Ég ráðlegg þór samt aö ganga algerlega frá þeim möguleika með rannsóknum og þannig að þú sért sjálf öld- ungis viss að ekki sé um lík- amlega orsök að ræða. Síð- an held ég að ég verði að ráð- leggja þér að leita þér faglegr- ar aöstoðar sálfræöings eða annars sem með svona mál kann að fara. Ég ætla mér ekki þá dul að geta aðstoðað þig með stuttu bréfi í máli sem þú árum saman hefur ekki getað gert neitt við. SÁLRÆNAR ÁSTÆÐUR Hinar sálrænu ástæður offitu hafa með sjálfsmynd þína að gera. Einkum þann þátt hennar sem snýr að sjálfsvirðingu og sjálfstrausti og viðhorf þitt til sjálfrar þín. Sjálfsvirðingin er eins og orðið segir sú virðing sem þú berö fyrir sjálfri þér. Þessi virðing birtist í því hvernig þú gerir kröfur til annarra um virðingu, ást og tillitssemi. Hvernig þú sinnir sjálfri þér, útliti, skoðunum, viðhorfi, löngun og hinum mismunandi hlutverkum þinum. Hvort þú undirstrikar það sem þú ert eða reynir að fela það og sýna eitthvað annað o.s.frv. Sjálfstraust er það traust sem þú berð til sjálfrar þín, bæöi sem persónu og sem at- hafnamanneskju. Hvort þú þarft mikiö að verja þig, út- skýra og réttlæta skoðanir þínar, viðhorf og athafnir, eða hvort þú ert tiltölulega sátt við sjálfa þig og tekur sigrum og mistökum á svipaðan hátt. Með jákvæðum viðbrögðum. Með viðhorfi þínu til sjálfrar þín á ég við það hvort þú sért ánægð eða óánægð með sjálfa þig og hvað þú gerir viö því sem þú ert óánægð með. Rífurðu þig niður eða byggir þig upp. Hvað sérðu þegar þú lítur í spegil og hvernig bregstu við. Ertu mikilvæg persóna í lífi þínu eða er líf þitt meira eða minna „bara af því bara“. MIKILVÆGI SIÁLFRAR ÞÍN Tvennt langar mig að taka út og fjalla svolítið sérstaklega um. Annars vegar um mikil- vægi sjálfrar þín og hins veg- ar um hlutverk þín í lífinu. Þú ert mikilvægasta per- sónan í lífi þínu og verður það alltaf. Þess vegna skiptir máli hvernig þú ert, lítur út og villt að aðrir sjái þig. Vitanlega klæðir þú þig á morgnana, ferð í bað, í klippingu, kaupir þér föt o.s.frv. Þú átt hins vegar að gera þetta vegna þess að þú ert þú og vilt eitt- hvað ákveðið í þessum efnum en ekki vegna þess að þaö er nauðsynlegt eða heppilegt. Þannig átt þú að klæða þig í ákveðin föt vegna þess að þú vilt líta út á ákveðinn hátt. Það sama gildir um það hvernig þú lætur klippa þig, kaupir þér föt eða gleraugu eða hvað það nú er. Þú ert einstök og þú gerir hlutina vegna þess. Ef svo er ekki er þér of mikiö sama um sjálfa þig og þá verður líka öðrum sama. Þú vilt eitthvað og átt að stefna að því leynt og Ijóst. Svo mikilvæg ert þú. HLUTVERK ÞÍN í LÍFINU Þú hefur mörg hlutverk i lífinu. Þú ert kona, þú ert mann- eskja, þú ert sjálfstæð, þú ert líklega starfsmaður einhvers staöar, þú ert dóttir og svo mætti lengi telja. Öll höfum við mismunandi hlutverk og mörg hlutverk, sem við hlaup- um á milli, allt eftir því hvaða hlutverk er mikilvægast í það og það skiptið. Þessi hlutverk eigum við að undirstrika vegna þess að þetta erum við. Þú átt að undirstrika það að þú ert kona en ekki bara einstaklingur. Þú átt að undir- strika það að þú ert mann- eskja meö sjálfstæðan vilja, skoðanir, viðhorf og tilfinning- ar. Þú ert það mikilvægur einstaklingur og hlutverk þín það mikilvæg að þú átt að undirstrika þau og þig en ekki reyna að vera eitthvað annað en þú ert. Reynsla mín hefur kennt mér að þessi atriði eru mjög mikilvæg þegar um er að ræða fólk með offituvanda- mál. Flestir slíkir einstakling- ar eiga það sameiginlegt að eiga í erfiðleikum á þessum sviðum. í von um að þér farnist vel og þú breytir um stefnu kveð ég- Gangi þér vel. Sigtryggur. 15.TBL. 1993 VIKAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.