Vikan


Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 45

Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 45
„Ef hann geröi gað ekki þa er malið leyst!" sagði frú Bantry. „Ég er viss um að ég hef rétt fyrir mér. Hvað er léttara fyrir hana en aö þykj- ast fá skilaboð sem segja henni að fara niður í bæ? Hún hringir í þjónustustúlkuna sína frá lestarstööinni þar sem hún fer úr lestinni. Þeg- ar þjónustustúlkan kemur síðan í bæinn fer hún aftur í húsið. Ungi maðurinn kemur f heimsókn, eins og hann hafði verið beðinn um, honum eru gefin lyf, hún sviðsetur innbrot og gengur eins langt og hægt er í því. Hún hringir í lögregluna, lýsir unga manninum, sem er nú blóraböggullinn hennar, og síðan fer hún aftur niður í bæ. Loks kemur hún heim með annarri lest síöar um daginn og þykist vera blásaklaus og jafnframt mjög hissa." „Af hverju ætti hún að stela sínum eigin skartgripum, Dolly?" „Það er alltaf gert,“ sagði frú Bantry. „En hvað sem öðru líður get ég fundið margar á- stæður. Ef til vill vantaði hana peninga strax en Sir Herman hefur ekki viljað gefa henni reiðufé svo að hún setur á svið þjófnað á skartgripunum og selur þá leynilega. Ef til vill var einhver að beita hana fjárkúgun vegna sambands hennar við Sir Herman og hótaði að segja konu hans eða manninum hennar frá því. Ef til vill hafði hún nú þegar selt dem- antana og Sir Herman vildi fá að sjá þá og hún þurfti að gera eitthvað í því. Þaö er oft gert í bókum. Eða - þetta er góö hugmynd sem er ekki notuð oft í bókum - hún lætur alla halda að þeim hafi verið stolið, lætur Sir Herman síðan sjá hvað henni líður illa og hann gefur henni nýja skartgripi. Þá á hún helmingi fleiri en fyrr. Ég er viss um að þess konar kvenfólk er mjög útsmogið." „Þú ert snjöll, Dolly,“ sagði Jane með aðdá- un í röddini. „Mér datt þetta aldrei í hug.“ „Það getur verið að þú sért snjöll en það þýðir ekki að þú hafir rétt fyrir þér,“ sagði Ban- try ofursti. „Mig grunar herramanninn i borg- inni. Hann gæti vitað hvers konar skeyti þyrfti að senda til að koma konunni úr húsinu og eftirleikurinn væri auðveldur með hjálp nýrrar vinkonu. Engum virðist hafa dottið í hug að biðja hann um fjarvistarsönnun." „Hvað heldur þú, fröken Marple?“ spurði Jane og sneri sér að gömlu konunni sem sat þögul með dularfullan svip á andlitinu. „Ég veit ekki hvað skal segja, vina mín. Sir Henry hlær áreiðanlega en ég man bara ekki eftir neinu hliðstæðu máli til að hjálpa mér. Auðvitað eru nokkrar augljósar spurningar sem eftir er að svara, til dæmis spurningin um þjónustufólkið. Á svona óvenjulegu heimili myndi þjónustufólkið strax taka eftir hvað ætti sér stað og góð stúlka myndi ekki þiggja slíka stöðu - móður hennar myndi ekki koma til hugar að leyfa henni það. Út frá þessu getum við ályktaö að þjónustustúlkan hafi ekki verið áreiðanleg manneskja. Það getur verið að hún hafi verið í slagtogi með þjófunum. Hún gæti skilið húsið eftir opið fyrir þá og gæti svo farið sjálf til Lundúna til að beina grunsemdum frá sér og þykjast hlýða platsímtalinu. Ég verð að játa að þetta er líklegasta lausnin. Það er þó furðulegt ef venjulegir þjófar áttu þátt í þessu. Þetta virðist nefnilega krefjast meiri vitsmuna en þjónustustúlka er líkleg til að hafa.“ Fröken Marple hikaði en hélt svo áfram dreymandi. „Mér finnst eins og það hafi verið einhvers konar persónulegar tilfinningar tengdar mál- inu. Segjum að einhver hafi haft horn í síðu hans, til dæmis ung leikkona sem hann hafði farið illa með? Haldið þið ekki að það sé betri útskýring? Einhver að reyna að koma honum í klípu. Það lítur út fyrir það. Samt er það ekki nógu góð lausn...“ „Þú hefur ekki sagt neitt, læknir,“ sagði Jane. „Ég var búin að gleyma þér.“ „Það man aldrei neinn eftir mér,“ sagði grá- hærði læknirinn leiður. „Ég hlýt að vera lítið á- berandi persónuleiki." „Nei, það er ekki satt!“ sagði Jane. „Segðu okkur nú þína tilgátu." „Ég held að ég geti samþykkt allar tilgáturn- ar en samt enga. Ég hef sjálfur langsótta til- gátu sem er líklega röng. Ég held að eigin- konan eigi þátt í þessu. Ég á við eiginkonu Sir Hermans. Ég hef engan rökstuddan grun en maður getur ekki ímyndað sér hvað eiginkonu í hefndarhug getur dottið í hug að gera.“ „Ó, Lloyd læknir,“ sagði fröken Marple hátt. „En hvað þú ert snjall. Og ég var alveg búin að gleyma frú Pebmarsh." Jane staröi á hana. „Frú Pebmarsh? Hver er frú Pebmarsh?" „Ja...“ fröken Marple hikaði. „Ég er ekki viss hvernig ég get tengt hana þessu. Hún vinnur í þvottahúsi. Hún stal ópalnælu sem hafði veriö nælt í blússu og setti hana í íbúð annarrar konu." Jane virtist alveg úti á þekju. „Og þetta skýrir málið alveg fyrir þér, fröken Marple," sagði Sir Henry með blik í augum. Honum að óvörum hristi fröken Marple höf- uðið. „Nei, því miður er það ekki raunin. Ég verð að viðurkenna að ég er engu nær. Það sem ég skil er að konur verða að standa saman - í neyð ætti maður að styðja kynsystur sínar. Ég held að það sé boðskapur sögunnar sem ungfrú Helier var að segja okkur.“ „Ég verð að játa að ég tók ekki eftir þessari siðferðislegu hlið ráðgátunnar," sagði Sir Henry alvarlega. „Ef til vill skil ég þetta betur eftir að ungfrú Helier segir okkur lausnina.'1 „Ha?“ sagði Jane ráðvillt. „Ég held að við höfum, eins og börnin segja, gefist upp. Þér hefur tekist að segja okkur frá mjög flókinni ráðgátu sem ekki einu sinni fröken Marple getur leyst." „Gefist þið öll upp?“ spurði Jane. „Já.“ Það varð andartaks þögn meðan Sir Henry beið eftir að einhver annar segöi eitt- hvað. Þegar enginn tók til máls hélt hann á- fram. „Við höldum okkur sem sagt við þær gloppóttu lausnir sem viö höfum stungið upp á. Við karlarnir höfum hver sína lausnina, fröken Marple er með tvær og frú B er meö um þaö bil tólf lausnir." „Þær voru ekki svo margar," sagði frú Ban- try. „Þetta voru ýmsar útgáfur af aðallausn- inni. Og hvaö þad ég aö segja oft aö ég vil ekki aö þú kallir mig frú B?“ „Svo aö þið gefist öll upp,“ sagöi Jane hugsi. „Það er mjög athyglisved." Hún hallaði sér annars hugar aftur í stólnum og hófst handa við aö lakka á sér neglurnar. „Jæja,“ sagöi frú Bantry. „Haltu áfram, Jane. Hver er lausnin?" „Lausnin?" „Já, hvað gerðist í raun og veru?“ Jane starði á hana. „Ég hef ekki hugmynd um það.“ „Hvað?“ „Mig hefur alltaf langað til að vita það. Ég hélt að þið væruð öll svo snjöll að þið gætuð sagt mér það.“ Innst inni voru allir áheyrendur hennar pirraðir. Það var allt gott um útlit Jane að segja - en að þessu sinni þótti þeim hún ganga of langt og heimskan yrði að hafa ein- hver takmörk. Jafnvel þó hún væri mjög elskuleg var það ekki nóg til að afsaka þetta. „Áttu við að málið hafi aldrei verið leyst?“ sagði Sir Henry. „Já. Þess vegna, eins og ég sagði áðan, hélt ég að þið gætuð leyst það fyrir mig.“ Jane var greinilega mjög sár. „Ja - ég...“ Bantry ofursti vissi ekki hvað segja skyldi. „Þetta er mjög ergjandi, Jane,“ sagði konan hans. „En hvað sem öllu líður þá er ég og mun alltaf vera viss um að ég hafði rétt fyrir mér. Ef þú segir okkur hvað fólkið heitir í al- vöru get ég fullvissað mig um það.“ „Ég held að ég geti ekki ged það,“ sagöi Jane hægt. „Nei, vina mín,“ sagöi fröken Marple. „Ung- frú Helier gæti ekki ged það.“ „Jú, auðvitað," sagöi frú Bantry. „Vedu ekki svona göfuglynd, Jane. Við eldra fólkið verð- um að fá eitthved hneyksli af og til. Segðu okkur í það minnsta hvar þetta gerðist." En Jane hristi höfuðið og fröken Marple studdi hana áfram á sinn gamaldags hátt. „Þetta hlýtur að hafa verið editt fyrir þig,“ sagði hún. „Nei,“ sagði Jane hreinskilnislega. „Mér fannst þetta - dálítið skemmtilegt.11 „Jæja, ef til vill fannst þér það,“ sagði fröken Marple. „Þetta hlýtur að hafa verið til- breyting frá hversdagsleikanum. í hvaða leik- riti varstu að leika?" „Smith." „Ó, já. Eftir Somerset Maugham, er það ekki? Hann semur góð leikrit, að mínu mati. Ég hef séð næstum öll.“ „Þið sýnið það aftur í leikferöalagi næsta haust, ekki satt?“ spurði frú Bantry. Jane kinkaði kolli. „Ég verð aö halda heim á leið,“ sagði fröken Marple. „Klukkan er orðin svo margt. Kvöldið hefur verið mjög skemmtilegt, óvenju- lega skemmtilegt. Mér fannst mjög gaman aö sögunni hennar Jane. Eruð þiö ekki sam- rnála?" „Mér þykir leitt að hafa ekki vitað endann á sögunni," sagði Jane. „Ég heföi átt aö segja ykkur frá því fyrr." Þaö var angurværð í tóninum. Lloyd læknir kom henni til bjargar. „Kæra vina min, af hverju hefðirðu átt aö gera þaö? Þú lagðir fyrir okkur skemmtilegt vandamál. Mér þykir það aðeins leitt að við gátum ekki fundið nógu góða lausn á því fyrir Þig-“ „Þaö heldur þú,“ sagöi frú Bantry. „Ég leysti þaö. Ég er viss um aö ég hafði rétt fyrir mér.“ 15.TBL. 1993 VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.