Vikan


Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 8

Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 8
TEXTI: GERÐUR KRISTNÝ / UÓSM.: ODD STEFÁN KVENNAFANGELSIÐ í KÓPAVOGI VIÐTAL VIÐ ARA INGIMUNDARSON, YFIRFANGAVÖRÐ í KÓPAVOGSFANGELSINU: FANGARNIR FÁ AD NJÓTA MEIRA FRELSIS aö er snemma morg- uns og umferðin á Kópavogsbrautinni er mikil. Við götuna stendur grátt og reisulegt hús; Kópavogs- fangelsið er það venjulega kallað. í upphafi var húsið byggt sem unglingaheimili en árið 1989 var fangelsi stofnað þar. Húsið tekur 12 fanga og er aðallega ætlað kvenföngum. Venjulega eru þó aðeins 3-4 þeirra kvenkyns. Vegna skorts á fangelsisrými í land- inu eru karlar líka hafðir þar þó flestir mæli á móti því að hafa bæði kynin saman í fangelsi. Enn er ekkert fang- elsi til á landinu sem ein- göngu er ætlað konum. Karl- arnir, sem hafðir eru í Kópa- vogsfangelsinu, eru þó sér- staklega valdir eftir lundarfari. Áður en Kópavogsfangelsið var tekið til notkunar hafði sveitaheimilið Bitra hýst af- brotakonur. Ari Ingimundarson hefur gegnt starfi yfirfangavarðar í Kópavogsfangelsinu frá upp- hafi þess. Hann er fremur góðlegur og rólegur maður, með alskegg, og uppfyllir ekki þá hörðu ímynd sem bíó- myndirnar hafa gefið manni af fangavörðum. „Fangarnir í Kópavogsfang- elsinu fá að njóta meira frelsis en í öðrum fangelsum á höf- uðborgarsvæðinu. Þeim finnst því yfirleitt gott að koma hing- að og þá sérstaklega ef þeir hafa kynnst öðrum fangelsum. Kópavogsfangelsið er til dæmis í nýju húsi og þar af leiðandi skemmtilegra en ella. Útivist er meiri hér en til dæm- is í Hegningarhúsinum við Skólavörðustíg og bjóðum við til að mynda upp á garðvinnu. Heimsóknir eru frjálsari og bæði leyfðar laugardag og sunnudag. Fangarnir, sem koma hingað, hafa yfirleitt ver- ið í öðru fangelsi áður og eyða kannski síðustu mánuðum af- plánunarinnar hér. Þá er litið svo á sem verið sé að venja þá við meira frelsi áður en þeim er alveg sleppt út í þjóð- félagið á nýjan leik,” segir Ari. Klefarnir eru opnaðir kl. 8:30 á morgnana og lokað aft- ur kl. 23:30 en um helgar eru þeir opnir til kl. 1:00. Helsta afþreying fanganna er að horfa á sjónvarp og mynd- bönd. Einnig er bókasafn til staðar. „Prjónaskapur er vinsæl tómstundaiðja hér og þó kvenfólkið sé duglegra við hann eru karlarnir líka býsna duglegir með prjónana. Leð- ursaumur er einnig mjög vin- sæll. Hingað var keypt leður- saumavél og starfsfólk hefur sagt föngunum til í listinni,” segir Ari. „Þeir sem vilja stunda nám geta komið því við. Hér var til dæmis maður sem sótti tíma í Iðnskólanum á hverjum degi og gekk ágæt- lega. Það gilda þó sérstakar reglur um slíkt og nauðsynlegt er að sækja um leyfi hjá Fangelsismálastofnun. Hing- að hefur líka komið kennari sem sá fanga, sem dottið hafði snemma út úr skólakerf- inu, fyrir almennu námi. Allir geta fengið viðtal hjá félags- ráðgjafa, sálfræðingi og fangapresti ef þeir óska þess.” Ef Ari fengi að breyta ein- hverju í fangelsismálum hér á landi myndi hann byrja á starfsmálum fanganna. Hann segir of lítið vera um starfstækifæri fyrir þá. „Þrír af þeim sem eru inni núna er í vinnu fjóra tíma á dag. Tveir vinna í þvottahús- inu í kjallaranum og einn við dagleg þrif. Það er mjög gott fyrir fangana að hafa starf og það er alltaf mikil ásókn í að komast í þau fáu störf sem við getum boðið fólkinu upp á. Stundum hafa jafnvel fangar héðan unnið úti í bæ. Að- Ari Ingimundarson er yfirfangavöröur þar sem prjónaskapur er vinsæl tómstundaiöja ... 8 VIKAN 15.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.