Vikan


Vikan - 29.07.1993, Side 8

Vikan - 29.07.1993, Side 8
TEXTI: GERÐUR KRISTNÝ / UÓSM.: ODD STEFÁN KVENNAFANGELSIÐ í KÓPAVOGI VIÐTAL VIÐ ARA INGIMUNDARSON, YFIRFANGAVÖRÐ í KÓPAVOGSFANGELSINU: FANGARNIR FÁ AD NJÓTA MEIRA FRELSIS aö er snemma morg- uns og umferðin á Kópavogsbrautinni er mikil. Við götuna stendur grátt og reisulegt hús; Kópavogs- fangelsið er það venjulega kallað. í upphafi var húsið byggt sem unglingaheimili en árið 1989 var fangelsi stofnað þar. Húsið tekur 12 fanga og er aðallega ætlað kvenföngum. Venjulega eru þó aðeins 3-4 þeirra kvenkyns. Vegna skorts á fangelsisrými í land- inu eru karlar líka hafðir þar þó flestir mæli á móti því að hafa bæði kynin saman í fangelsi. Enn er ekkert fang- elsi til á landinu sem ein- göngu er ætlað konum. Karl- arnir, sem hafðir eru í Kópa- vogsfangelsinu, eru þó sér- staklega valdir eftir lundarfari. Áður en Kópavogsfangelsið var tekið til notkunar hafði sveitaheimilið Bitra hýst af- brotakonur. Ari Ingimundarson hefur gegnt starfi yfirfangavarðar í Kópavogsfangelsinu frá upp- hafi þess. Hann er fremur góðlegur og rólegur maður, með alskegg, og uppfyllir ekki þá hörðu ímynd sem bíó- myndirnar hafa gefið manni af fangavörðum. „Fangarnir í Kópavogsfang- elsinu fá að njóta meira frelsis en í öðrum fangelsum á höf- uðborgarsvæðinu. Þeim finnst því yfirleitt gott að koma hing- að og þá sérstaklega ef þeir hafa kynnst öðrum fangelsum. Kópavogsfangelsið er til dæmis í nýju húsi og þar af leiðandi skemmtilegra en ella. Útivist er meiri hér en til dæm- is í Hegningarhúsinum við Skólavörðustíg og bjóðum við til að mynda upp á garðvinnu. Heimsóknir eru frjálsari og bæði leyfðar laugardag og sunnudag. Fangarnir, sem koma hingað, hafa yfirleitt ver- ið í öðru fangelsi áður og eyða kannski síðustu mánuðum af- plánunarinnar hér. Þá er litið svo á sem verið sé að venja þá við meira frelsi áður en þeim er alveg sleppt út í þjóð- félagið á nýjan leik,” segir Ari. Klefarnir eru opnaðir kl. 8:30 á morgnana og lokað aft- ur kl. 23:30 en um helgar eru þeir opnir til kl. 1:00. Helsta afþreying fanganna er að horfa á sjónvarp og mynd- bönd. Einnig er bókasafn til staðar. „Prjónaskapur er vinsæl tómstundaiðja hér og þó kvenfólkið sé duglegra við hann eru karlarnir líka býsna duglegir með prjónana. Leð- ursaumur er einnig mjög vin- sæll. Hingað var keypt leður- saumavél og starfsfólk hefur sagt föngunum til í listinni,” segir Ari. „Þeir sem vilja stunda nám geta komið því við. Hér var til dæmis maður sem sótti tíma í Iðnskólanum á hverjum degi og gekk ágæt- lega. Það gilda þó sérstakar reglur um slíkt og nauðsynlegt er að sækja um leyfi hjá Fangelsismálastofnun. Hing- að hefur líka komið kennari sem sá fanga, sem dottið hafði snemma út úr skólakerf- inu, fyrir almennu námi. Allir geta fengið viðtal hjá félags- ráðgjafa, sálfræðingi og fangapresti ef þeir óska þess.” Ef Ari fengi að breyta ein- hverju í fangelsismálum hér á landi myndi hann byrja á starfsmálum fanganna. Hann segir of lítið vera um starfstækifæri fyrir þá. „Þrír af þeim sem eru inni núna er í vinnu fjóra tíma á dag. Tveir vinna í þvottahús- inu í kjallaranum og einn við dagleg þrif. Það er mjög gott fyrir fangana að hafa starf og það er alltaf mikil ásókn í að komast í þau fáu störf sem við getum boðið fólkinu upp á. Stundum hafa jafnvel fangar héðan unnið úti í bæ. Að- Ari Ingimundarson er yfirfangavöröur þar sem prjónaskapur er vinsæl tómstundaiöja ... 8 VIKAN 15.TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.