Vikan


Vikan - 29.07.1993, Qupperneq 56

Vikan - 29.07.1993, Qupperneq 56
nÓKAUIHDUR VAM KANNSKI HÖPUDSORO ÍSLANDS I D. O - HEFÐI FLÓKI VITAÐ BETUR Örskammt frá hótelinu er þennan unaösre- it aö finna. Gestum í Flókalundi býóst tækifæri til aó þeytast um hafflötinn. 56 VIKAN 15. TBL. 1993 Hrafna-Flóki nefndist norskur vfkingur. Hann notaði hrafna sem sigl- ingatæki eins og Nói gamli dúfur. Flóki telst hafa siglt til landsins með búfé og skyldu- lið og ætlaði að setjast þar að. Honum láðist að afla vetrar- forða svo að búsmalinn horféll vorið eftir. Þá flúði Flóki til Noregs og gaf landinu hið kaldranalega nafn l’sland. Svo segir í Sögu íslands til okkar daga. Hér er talað um Flóka Vilgerðarson sem hafði vetursetu í Vatnsfirði áður en landnám átti sér fyrir alvöru stað á eyjunni Sem margir telja að Pýpeas, sem kom frá Frakklandi, hafi kallað Thule. Með frásögn hans hafði þessi endastöð heimsins öðlast sinn sess á landakortinu meira en þrjú hundruð árum fyrir Krists burð. FLÓKI OG PÝÞEAS Flóki virðist hins vegar ekki hafa vitað af öllum ísnum sem leyndist fyrir norðan landið á sumrin og gerði sig síðan heimakominn um vetur. En ef hann hefði lesið eitthvað eftir Pýþeas eða þar sem vitnað var til hans gæti íslandssagan snúið öðru vísi við okkur í dag. Ætli það væri þá ekki Flóki frekar en Ingólfur og Flóka- lundur frekar en Fteykjavík. Að Flókalundur væri höfuðborg ís- lands? Hver veit! Flókalundur er við Vatns- fjörð á sunnanverðum Vest- fjarðakjálkanum, örskammt undan Brjánslæk þar sem Breiðafjarðarferjan Baldur hefur sína aðra endastöð. Hin er í Stykkishólmi. íslenskt nú- tímafólk, Hrafnhildur Garðars- dóttir og Sigurjón Þórðarson, reka hið meinta höfuðborgar- efni á sumrin. Hún er lærð í framreiðslu og hann er mat- reiðslumeistari. Þeim þykir gott, eins og svo mörgum öðr- um (slendingum, að losa sig við skarkala höfuðborgarinnar á sumrin en leita þangað aftur þegar vetur konungur gengur í garð. SKÍÐI OG TUÐRUR í Flókalundi er rekin margvís- Breiöafjaröarferjan Baldur lögst aó bryggju á Brjánslæk. leg þjónusta og víst þykir að Flóki og menn hans hefðu ekki fúlsað við vetrarsetu á þessum forna áningarstað hefðu þeir fengið þann beina er nú býðst. Ferðamenn geta fengið þar alla nauðsynlega næringu, fyrir fólk og farar- tæki. Þar býðst gisting í ágæt- lega búnum herbergjum með rúmfötum, handklæðum og sturtu, meðal annars. Lítil verslun er starfrækt þarna og fyrir utan, í dágóðu skjóli, get- ur fólk tjaldað og haft aðgang að hreinlætisaðstöðu á hótel- inu. Skammt undan, í hvarfi frá veginum, undir kletti, getur fólk slakað á í heitum potti sem varð til eftir að borað var eftir heitu vatni. Hér hefur aðeins fátt eitt verið nefnt af því sem ferða- fólki stendur til boða í Flóka- lundi og næsta umhverfi hans. Þó má, áður en yfir lýk- ur, ekki sleppa því að geta sjóskíða og tuðruþeytings. Það kom fyrst og fremst til af þvf að þau Sigurjón og Hrafn- hildur fóru að þeysa um haf- flötinn á slíkum gripum sjálf á- samt starfsfólki sfnu. Nú geta þeir sem þess óska fengið slíkar salíbunur og þótti þeim sem reyndu meðan Vikan staldraði við í Flókalundi reynslan engu lík. □
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.