Vikan


Vikan - 29.07.1993, Page 56

Vikan - 29.07.1993, Page 56
nÓKAUIHDUR VAM KANNSKI HÖPUDSORO ÍSLANDS I D. O - HEFÐI FLÓKI VITAÐ BETUR Örskammt frá hótelinu er þennan unaösre- it aö finna. Gestum í Flókalundi býóst tækifæri til aó þeytast um hafflötinn. 56 VIKAN 15. TBL. 1993 Hrafna-Flóki nefndist norskur vfkingur. Hann notaði hrafna sem sigl- ingatæki eins og Nói gamli dúfur. Flóki telst hafa siglt til landsins með búfé og skyldu- lið og ætlaði að setjast þar að. Honum láðist að afla vetrar- forða svo að búsmalinn horféll vorið eftir. Þá flúði Flóki til Noregs og gaf landinu hið kaldranalega nafn l’sland. Svo segir í Sögu íslands til okkar daga. Hér er talað um Flóka Vilgerðarson sem hafði vetursetu í Vatnsfirði áður en landnám átti sér fyrir alvöru stað á eyjunni Sem margir telja að Pýpeas, sem kom frá Frakklandi, hafi kallað Thule. Með frásögn hans hafði þessi endastöð heimsins öðlast sinn sess á landakortinu meira en þrjú hundruð árum fyrir Krists burð. FLÓKI OG PÝÞEAS Flóki virðist hins vegar ekki hafa vitað af öllum ísnum sem leyndist fyrir norðan landið á sumrin og gerði sig síðan heimakominn um vetur. En ef hann hefði lesið eitthvað eftir Pýþeas eða þar sem vitnað var til hans gæti íslandssagan snúið öðru vísi við okkur í dag. Ætli það væri þá ekki Flóki frekar en Ingólfur og Flóka- lundur frekar en Fteykjavík. Að Flókalundur væri höfuðborg ís- lands? Hver veit! Flókalundur er við Vatns- fjörð á sunnanverðum Vest- fjarðakjálkanum, örskammt undan Brjánslæk þar sem Breiðafjarðarferjan Baldur hefur sína aðra endastöð. Hin er í Stykkishólmi. íslenskt nú- tímafólk, Hrafnhildur Garðars- dóttir og Sigurjón Þórðarson, reka hið meinta höfuðborgar- efni á sumrin. Hún er lærð í framreiðslu og hann er mat- reiðslumeistari. Þeim þykir gott, eins og svo mörgum öðr- um (slendingum, að losa sig við skarkala höfuðborgarinnar á sumrin en leita þangað aftur þegar vetur konungur gengur í garð. SKÍÐI OG TUÐRUR í Flókalundi er rekin margvís- Breiöafjaröarferjan Baldur lögst aó bryggju á Brjánslæk. leg þjónusta og víst þykir að Flóki og menn hans hefðu ekki fúlsað við vetrarsetu á þessum forna áningarstað hefðu þeir fengið þann beina er nú býðst. Ferðamenn geta fengið þar alla nauðsynlega næringu, fyrir fólk og farar- tæki. Þar býðst gisting í ágæt- lega búnum herbergjum með rúmfötum, handklæðum og sturtu, meðal annars. Lítil verslun er starfrækt þarna og fyrir utan, í dágóðu skjóli, get- ur fólk tjaldað og haft aðgang að hreinlætisaðstöðu á hótel- inu. Skammt undan, í hvarfi frá veginum, undir kletti, getur fólk slakað á í heitum potti sem varð til eftir að borað var eftir heitu vatni. Hér hefur aðeins fátt eitt verið nefnt af því sem ferða- fólki stendur til boða í Flóka- lundi og næsta umhverfi hans. Þó má, áður en yfir lýk- ur, ekki sleppa því að geta sjóskíða og tuðruþeytings. Það kom fyrst og fremst til af þvf að þau Sigurjón og Hrafn- hildur fóru að þeysa um haf- flötinn á slíkum gripum sjálf á- samt starfsfólki sfnu. Nú geta þeir sem þess óska fengið slíkar salíbunur og þótti þeim sem reyndu meðan Vikan staldraði við í Flókalundi reynslan engu lík. □

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.