Vikan


Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 43

Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 43
„Jæja,“ sagði Jane. „Ég hafði hugsað mér að segja frá þessu eins og þetta hefði komið fyrir einhvern annan. En það er erfitt, er það ekki? Manni hættir til að gleyma sér.“ Allir í herberginu fullvissuðu hana um að það væri mjög erfitt. Eftir að þau höfðu hugg- aö hana og hughreyst hélt hún áfram með frá- sögn sína, sem varð sífellt flóknari. „Þetta var myndarlegur maður, þónokkuð myndarlegur. Ungur með rauðleitt hár. Þegar hann sá mig bærðust varla varirnar á honum. Og aðstoðarvarðstjórinn sgurði hvort þetta væri konan. Og hann sagði: Nei, svo sannar- lega ekki. En hvað ég hef verið mikill kjáni. Og ég brosti til hans og sagði að þetta skipti engu rnáli." „Ég get vel ímyndað mér hvernig þetta hef- ur litið út,“ sagði Sir Henry. Jane Helier hnyklaði brýnnar. „Sjáum nú til - hvernig ætti ég að halda áfram?" „Þú gætir sagt okkur um hvað þetta snerist, vina mín,“ sagði fröken Marple, í svo góðleg- um tón að enginn gat grunað hana um að reyna að vera kaldhæðin. „Til dæmis geturðu sagt okkur frá mistökum unga mannsins og frá innbrotinu.“ „Ó, já,“ sagði Jane. „Ja - þessi ungi maöur, hann hét Leslie Faulkner, hafði samið leikrit. Reyndar hafði hann samiö nokkur leikrit en ekkert þeirra hafði verið sett upp. Og hann hafði sent mér þetta ákveðna leikrit svo að ég gæti lesið það. Ég vissi ekki um það því auð- vitað berast mér hundruð leikrita til aö lesa en ég les fá þeirra sjálf, aðeins þau sem ég þekki eitthvað til. Jæja, svo virðist sem Faulkner hafi fengið bréf frá mér en auðvitað var það ekki í rauninni frá mér- þið skiljið..." Hún hikaði áköf og þau fullvissuðu hana um að þau skildu hvað hún átti við. „Þar stóð að ég hefði lesið leikritið og mér hefði líkað það vel og honum var boðið að koma i heimsókn. Og heimilisfangið var tiltek- ið - Glæsistaðir í Árþorþi. Faulkner var gífur- lega ánægöur og kom að Glæsistöðum. Þjón- ustustúlka opnaði dyrnar og Faulkner bað um að fá að hitta ungfrú Helier. Hún sagði að ungfrú Helier væri við og byggist við honum. Síðan vísaði hún honum inn í stofuna þar sem hann mætti konu. Og hann hélt að þar væri ég á ferð - sem virðist vera dálítið furðu- legt vegna þess að hann hafði séð mig á sviði auk þess sem Ijósmyndir af mér eru vel þekkt- ar, er það ekki?“ „Um allt land,“ flýtti frú Bantry sér að segja. „En það er oft mikill munur á Ijósmyndum og myndefninu, vina mín. Það munar gífurlega miklu á leikurum eftir því hvort þeir eru að leika eða ekki. Og hafðu það í huga að það eru ekki allar leikkonur sem standa sig jafnvel og þú á sviðinu." „Jæja,“ sagði Jane í lítið eitt blíöari tón, „það kann að vera. En hvað um það - hann sagði að þessi kona hefði verið hávaxin og Ijós yfirlitum, með stór blá augu og mjög falleg, svo að hún hefur ekki verið mjög ólík mér. í það minnsta var hann alveg grunlaus. Hún fékk sór sæti og fór að tala um leikritið sem hún sagðist hafa mikinn áhuga á að setja upp. Á meðan þau voru að tala var þeim boð- ið upp á drykk. Eins og við mátti búast þáði hann boðið en hann man ekki eftir neinu sem gerðist eftir að hann fékk sér drykkinn. Þegar hann vaknaði eða rankaði við sér eða hvað sem það er nú kallað - þá lá hann úti á götu, að sjálfsögðu uppi við limgerðið því þá var engin hætta á því að hann yröi fyrir bíl. Hon- um leið furðulega og hann svimaði svo að hann stóð bara upp og staulaðist eftir vegin- um án þess að vita almennilega hvert ferðinni væri heitið. Hann sagði að hefði hann vitað hvað hann væri að gera hefði hann farið aftur að Glæsistöðum og reynt að finna út hvað komið hefði fyrir. En honum leið kjánalega og hann gekk áfram ringlaður án þess að vita hvað hann var að gera. Þegar hann var loks að ná áttum handtók lögreglan hann.“ „Hvers vegna var hann handtekinn?" spurði Lloyd læknir. „Ó, átti ég eftir að segja ykkur það?“ sagði Jane með galopin augun. „En hvað ég er mik- ill bjáni. Það var innbrotið." „Þú minntist á innbrot áðan - en þú út- skýrðir það ekki nánar,“ sagði frú Bantry. „Já, þetta íbúðarhús var alls ekki mín eign. Það var í eigu manns að nafni..." Jane hleypti brúnum enn á ný. „Viltu að ég finni nýtt nafn?“ spurði Sir Henry. „Ég bý til dulnefni og tek ekkert fyrir Þær uröu nokkrar sakamálasögurnar þar sem fröken Marple leysti gáturnar og gerðar voru kvikmyndir eftir sumum þeirra. Hér er ein af þeim leikkonum sem fékk aó glíma viö hlutverk fröken Marple. það. Lýstu bara viðkomandi og ég sé um nafngiftina.“ „Hann var ríkur maður úr bænum - aðlaður." „Sir Herman Cohen,“ sagði Sir Henry. „Það hentar mjög vel. Hann notaði húsið fyrir konu - hún var gift leikara og var sjálf leikkona.“ „Við skulum kalla leikarann Claud Leason,“ sagði Sir Henry, „og konan væri þá líklega þekkt undir leikhúsnafninu sínu svo að við getum kallað hana ungfrú Maríu Kerr.“ „Mér finnst þú vera gífurlega snjall,“ sagði Jane. „Ég skil ekki hvernig þér tekst að búa til svona nöfn upp úr þurru. En Sir Herman - sagðirðu ekki Herman? - notaði þetta sem nokkurs konar helgarbústað fyrir sig og kon- una og vitanlega vissi eiginkona hans ekkert af þessu.“ „Eins og oft vill verða,“ sagði Sir Henry. „Hann hafði gefið þessari leikkonu mikið af skartgripum, meðal annars mjög fallega dem- anta.“ „Nú dregur til tíðinda," sagði Lloyd læknir. „Þessir skartgripir voru í húsinu, lokaðir niðri í skartgripaskríni. Lögreglan sagði það hafa verið mjög kæruleysislegt - hver sem væri gæti hafa tekið þá.“ „Hlustaðu nú á, Dolly mín,“ sagði Bantry ofursti. „Er ég ekki alltaf að segja þér þetta?“ „Mín reynsla," sagði frú Bantry, „er sú aö ef maður er of varkár týnir maður hlutunum. Ég læsi skartgripina mína ekki ofan í skartgripa- skríni. Ég geymi þá í skúffu undir sokkunum mínum. Ég held að ef - hvað hét hún? - Mar- ía Kerr hefði gert það sama og ég hefði hún aldrei lent I þessu.“ „Það er ekki rétt,“ sagði Jane. „Það var búið að opna allar skúffurnar og innihaldinu hafði verið kastað út um allt.“ „Þá hafa þeir ekki verið að leita að skart- gripunum," sagði frú Bantry. „Þeir hafa verið að leita nð leyniskjölum. Það gerist alltaf í skáldsögum." „Ég veit ekki um nein leyniskjöl," sagði Jane efins. „Ég hef ekki heyrt um neitt af því tagi.“ „Ekki láta Dolly rugla þig, ungfrú Helier,“ sagði Bantry ofursti. „Þú mátt ekki taka þess- ar ævintýralegu flækjur hennar alvarlega." „Hvaö um innbrotið?" spurði Sir Henry. „Já, lögreglan fékk upphringingu frá konu sem sagðist vera ungfrú María Kerr. Hún sagði að brotist hefði verið inn í íbúðarhúsið og lýsti ungum, rauðhærðum manni sem hafði komið í heimsókn þennan morgun. Þjónustu- stúlkan hennar hafði haldið að það væri eitt- hvað furöulegt við hann og því hafði hún bannað honum að koma inn. Síðar höfðu þau svo séð hann fara út um glugga. Hún gat lýst manninum svo nákvæmlega að það var ekki liðin nema ein klukkustund þegar lögreglan hafði handsamað manninn. Þá hafði hann þessa sögu að segja og sýndi þeim bréfið frá mér. Og eins og ég var búin að segja náðu þeir í mig og þegar hann sá mig sagði hann það sem ég sagði ykkur áðan - að þetta hefði alls ekki verið ég.“ „Mjög áhugaverð frásögn,“ sagði Lloyd læknir. „Þekkti Faulkner þessa ungfrú Kerr.“ „Nei, það gerði hann ekki - í það minnsta sagðist hann ekki gera það. En ég á eftir að segja ykkur það furðulegasta. Lögreglan fór auðvitaö í húsið og þar var allt eins og því hafði verið lýst - búið að opna skúffur og fjar- lægja skartgripi en það var enginn í húsinu. Það liðu nokkrar klukkustundir áður en María Kerr kom til baka og þá kannaðist hún ekki við að hafa hringt í lögregluna og sagðist ekk- ert hafa heyrt um þetta mál. Hún virtist hafa fengið skeyti um morguninn frá umboðsmanni sem bauð henni mikilvægt hlutverk og vildi hitta hana svo að hún flýtti sér auðvitað í bæ- inn til að missa ekki af honum. Þegar hún kom á staðinn komst hún að því að þetta átti ekki við rök að styðjast. Ekkert skeyti hafði verið sent.“ „Þeir hafa notað þetta algenga bragð til að koma henni ( burtu,“ sagði Sir Henry. „Hvað um þjónustufólkið." „Þeir lentu í því sama. Það var aðeins ein þjónustustúlka og hún fék upphringingu frá Maríu Kerr, að því er virtist. Hún sagðist hafa gleymt mikilvægum hlut og bað þjónustustúlk- una að koma með ákveðna handtösku sem var í skúffu í svefnherberginu hennar. Hún átti því næst að taka fyrstu lest til Maríu. Hún hlýddi því og læsti auðvitað húsinu en þegar hún kom í klúbbinn, þar sem María Kerr átti að vera, beið hún þar til einskis." „Aha,“ sagði Sir Henry. „Þetta er fariö að skýrast. Húsið var skilið eftir autt og það yrði hægur vandi aö komast inn ( gegnum ein- hvern gluggann. Ég skil samt ekki almennilega hvar Faulkner kemur inn í málið. Hver hringdi ( lögregluna ef það var ekki ungfrú Kerr?“ 15.TBL. 1993 VIKAN 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.