Vikan


Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 66

Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 66
 I ■ ■ I MARIO VAN PEEBLES Leikkonan Salli Richards- son og Mario Van Peebles í hlutverk- um sínum í Posse, en í þeirri mynd eru allir hvítu mennirnir illmenni (meö einni undan- tekningu), en svörtu mennirnir einstök góömenni. Þegar allur hópurinn var sfð- an saman kominn fóru pabbi og Nimpsey að grínast sín á milli og ég vildi leyfa þeim að gera það sem þeim datt í hug. Þannig datt þessi setning upp úr Nimpsey án þess að hún væri í handritinu. Það eru á- kveðnir hlutir sem er kannski erfitt að henda reiður á ef maður er ekki hluti af viðkom- andi menningarsamfélagi. Þetta var svona svipað eins og þegar ein konan úr kvið- dómnum, sem dæmdi lög- reglumennina í Rodney King málinu saklausa, fór að rétt- læta gerðir þeirra, gjörsam- lega út í hött, eins og allir vita sem sáu myndbandið frá mis- þyrmingunum á honum. Húmorinn er mismunandi eftir því hvaða hópur á f hlut. Ann- að sem ég hef gaman af við kvikmyndagerð er að koma Mario leggur á ráóin fyrir töku á einu atriöa myndarinnar Posse. upp með andstæður eins og til dæmis að þegar eitt aðal- einvígið í myndinni á sér stað er gamall og tannlaus maður að horfa á rétt eins og um kappleik væri að ræða og hann hlær eins og vitleysingur þvert ofan í atburðarásina. Það má ekki gleyma að þetta er vestri en ekki nákvæm eft- irlíking af raunveruleikanum og ætti því ekki að vera tekið of alvarlega. Ef þú sérð að þú ert farinn að taka sjálfan þig of alvarlega við gerð svona myndar er kominn tími til að draga í land og hlægja aðeins að sjálfum þér.” - Þú segir að það hafi verið mikið grínast á meðan tökur á myndinni stóðu yfir, hvernig er það fyrir þig sem leikstjóra að halda stjórninni við þannig kringumstæður? „Eg hafði fullkomna stjórn á því hvað var látið vera með í myndinni við klippingu henn- ar. Það var margt sem var skilið eftir á klippiborðinu sem hentaði betur fyrir aðra eða öðruvísi mynd. Ég var með ákveðna heildarmynd í huga sem ég held að hafi tekist vel að ná fram. Ég var ekki að reyna að gera mynd eins og Glory eða Gandhi og áhorf- endahópurinn verður hinn sami og sér myndir með Stallone, Schwarzenegger og Clint Eastwood. Ef hægt er að gera mynd sem er spennandi og skemmtileg en segir á sama tíma eitthvað aðeins meira en bang, bang, bang þá er tilganginum náð.” SVERTINGJAR I FALLBYSSUFÓDUR - Það er mikil áhersla lögð á að ná að segja frá sögulegum staðreyndum í myndinni og það má segja að í henni séu nokkrar sögur sagðar samtím- is. Það er sagan um stríð Am- eríku og Kúbu, sagan um ferðina yfir slétturnar og þorp- in sem voru byggð af blökku- mönnum. Hver þessara sagna gæti verið kvikmynd út af fyrir sig. Þér hefur ekki komið í hug að láta eitthvert þessara viðfangsefna eiga sig og einbeita þér meira að hin- um? „Þú mátt ekki gleyma því að ég leikstýri myndinni en skrifaði ekki söguna. Eitt sem ég vildi gera var að gera mynd með epísku yfirbragði og segja stóra sögu. Mér fannst það verða að koma fram í Posse hvar hópurinn sem við fylgjum lærði meðferð skotvopna. Það voru aðeins örfáir svertingjar sem fengu að ganga í fótgöngulið amer- íska hersins 1890. Þeir voru umsvifalaust settir f fremstu víglínu og notaðir í fallbyssu- fóður. Þeir sem lifðu af þá eldraun voru aðeins bestu skytturnar, þannig að mér fannst athyglisvert að láta myndina byrja á einum stað og fara síðan eitthvað allt annað. Stundum finnst mér þessi hreyfanleiki vinna betur með sögunni f kvikmyndum og það hefur líka mikil áhrif á hvernig myndin er tekin. í Posse erum við að fjalla um villta vestrið sem var ó- endanlega stórt og víðfeðmt og því er mikið af tökunum með gleiðhornslinsu. í New Jack City er New York sögu- sviðið og þar var allt miklu þrengra skotið til að ná inni- lokunartilfinningunni í stór- borginni fram á hvíta tjaldinu. Það er rétt hjá þér það eru margir athyglisverðir karakter- ar sem koma fram í myndinni og það hefði verið hægt að gera sér kvikmynd sem byggðist upp á samskiptum brots af þeim persónum sem við fáum að kynnast en satt að segja gat ég ekki hugsað mér að sleppa neinum þeirra úr myndinni. Sumir hafa líka gagnrýnt mig fyrir að hafa jafnmikið af sterkum einstak- lingum í kringum mig þegar ég er f aðalhlutverkinu en það er stílbragð sem ég hafði gaman af við gerð þessarar myndar. í næstu mynd sem óg geri nálgast ég viðfangs- efnið kannski allt öðruvísi og hef einfaldleikann í öndvegi.” OFBELDI HEFUR EKKI SÖMU MERKINGU FYRIR SVARTA OG HVÍTA - /' Hinum vægðariausu vildi Clint Eastwood koma til skiia boðskap gegn ofbeldi en það er eins og ýtt sé undir ofbeldi sem einu lausninni á vanda- málunum í Posse. Hvað finnst þér um þessa gagnrýni? „Því er auðsvarað. Hinkr- aðu aðeins á meðan ég sæki byssuna mína,” segir Mario og mundar hendina og lætur sem hann ætli að skjóta mig en fer síðan að hlæja. „Ég veit að þeir áhorfendur sem koma á Posse sjá miklu meira of- beldi í öðrum myndum og þær hafa kannski ekkert annað gildi. Þú verður að athuga hvernig mynd við erum að tala um, ég held að það sé varla hægt að gera friðsam- legan vestra. í myndinni talar einn af þeim sem standa að baki hugmyndinni um þorp sem byggð eru svertingjum um að lögin séu til að vernda alla Ameríkana. Þegar hann er síðan drepinn segir aðal- hetjan að það skipti sig engu hvaða aðferðum er beitt til að réttlætið nái fram að ganga. Sá fyrrnefndi er með sömu hugmyndafræði og Martin Luther King en hinn fylgir hug- myndum Malcolm X. Bæði Malcolm og Dr. King voru drepnir og eini munurinn er að einn helgidagur er tileinkaður minningu þess síðarnefnda. Það er mjög erfitt að biðja fólk, sem hefur verið kúgað, að svara fyrir sig án þess að beita ofbeldi. Ég þarf að velja þann boðskap sem ég vil að komi fram í myndum mínum og ég get ekki sagt allt. Þræl- arnir höfðu nýverið fengið frelsi þegar Posse á að gerast og margir þeirra voru spenntir fyrir að fá að verða virkir í þjóðfélagsbyggingu Banda- ríkjanna. Amerískt þjóðfélag er byggt upp á tveimur forsendum, kapítalisma og lýðræði. Kosn- ingarétturinn var tekinn af hin- um nýfrjálsu þrælum með því að setja lög um að ef afi þinn hefði ekki haft kosningarótt þá gætir þú ekki fengið að kjósa. Svartir voru líka fældir frá því að eiga sitt eigið land. 1893 var verið að gera tilraun með uppbyggingu á svörtum bæj- 66 VIKAN 15. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.