Vikan


Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 42

Vikan - 29.07.1993, Blaðsíða 42
RAGNAR JONASSON ÞYDDI SMASAGA EFTIR AGOTHU CHRISTIE AGATHA CHRISTIE DROTTNING SAKAMÁLASAGNANNA Agatha Christie fæddist áriö 1890 í bænum Torquay á Englandi. Faöir hennar var maður aö nafni Frederick Miller og því var fæðingarnafn hennar Agatha Miller. Áriö 1914 giftist hún Archie Christie en þá var fyrri heimsstyrjöldin hafin. Agatha vann á sjúkrahúsi á þeim tíma og kom þaö henni aö góöum notum viö skrifin síðar meir. Fyrsta bók hennar kom út árið 1920, The Mysterious Affair at Styles (kom út f íslenskri þýöingu 1963 og var þá nefnd Flús leyndar- dómanna). Þar kynntust lesendur sérvitra belgíska einkaspæjaranum meö furöulega yf- irskeggið, Hercule Poirot. En þó náöu bækur Agöthu ekki verulegri athygli fyrr en áriö 1926 þegar hún sendi frá sér bókina The Murder of Roger Ackroyd (sú bók hefur veriö gefin út í tveim þýöingum, Poirot og læknirinn, 1945 og 1971, og svo árið 1984 undir nafninu ... og ekkert nema sannleikann). Þetta er af mörg- um talin besta bók hennar enda er hún snilld- arlega uppbyggö meö óvæntum endi en þaö einkennir einmitt flestar bækur hennar. Agatha komst sjálf í fréttirnar þegar hún hvarf í nokkra daga eftir aö eiginmaður henn- ar vildi fá skilnað. Hún fannst fljótlega á hóteli undir ööru nafni og enn þann dag í dag er hvarf hennar mikil ráögáta. Eftir skilnaöinn giftist hún breskum fornleifafræðingi, Max Mallowan. Hún samdi nær sjötíu skáldsögur á ferli sínum og á annaö hundraö smásögur. Agatha Christie lést árið 1976. Óumdeilanlega eru Hercule Poirot og fröken Marple frægustu persónur hennar. Poriot var, eins og áöur segir, fyrsta persónan hennar og hún hélt áfram að semja um hann fjöldann allan af bókum sem margar hverjar hafa nú náö heimsfrægð, svo sem Murder on the Orient Express (Austurlandahraðlestin, 1972), Death on the Nile og Evil Under the Sun (Sólin var vitni, 1983). í sumum bókanna um Poirot haföi hann vin sinn, Arthur Hastings, sér til halds og trausts en Hastings var ekki eins snjall og Poirot og minnti stund- um á Watson lækni í sögunum um Sherlock Holmes. Fröken Marple kom fyrst fram á sjónarsvið- iö í The Murder at the Vicarage (Dauöinn á prestssetrinu, 1990) en síðasta bókin um hana kom út áriö 1976. Ekki má svo gleyma þeim Tommy og Tuppence, sem voru ung hjón sem leystu ýmsar dularfullar ráögátur, og muna ef til vill margir eftir þeim úr sjónvarps- þáttaröðinni Skarpsýn skötuhjú (Partners in Crime) sem Sjónvarpiö sýndi á sínum tíma. Agatha samdi einnig bækur þar sem enginn ákveðinn spæjari er í aöalhlutverki og þar á meðal er bókinn Ten little Niggers (Blámanns- ey, 1949 / Tíu litlir negrastrákar, 1992) sem er ótvírætt ein besta bók hennar og jafnframt ein frægasta leynilögreglusaga allra tíma enda hefur hún veriö kvikmynduð mörgum sinnum. Ekki má gleyma leikritum Agöthu Christie en þau hafa einnig átt sinn þátt í því aö gera hana fræga. Flestir kannast viö leikrit eins og Witness for the Prosecution (Vitni saksóknar- ans) og The Mousetrap (Músagildran) sem hefur veriö sýnd áratugum saman. í meðfylgjandi smásögu er aöalpersónan engin önnur en fröken Marple. Smásagan, sem heitir Innbrotiö (The Affair at the Bunga- low), hefst á því að ung leikkona, Jane Helier, ákveöur aö segja fröken Marple og vinum hennar frá dularfullu glæpamáli og þau ætla aö reyna aö glíma viö þaö sér til afþreyingar. Nú er þaö spurningin hvort þú, lesandi góöur, stenst fröken Marple snúning. □ Eg man eftir sögu sem ég get sagt ykkur, sagði Jane Helier. Á fallegu andliti hennar var ánægjubros sem minnti á krakka sem vonaðist eftir hrósi. Þetta bros hafði hrifiö áhorfendur í Lundúnum á hverju kvöldi og gert Ijósmyndara ríka. „Ein af vinkonum mínum lenti í þessu,“ sagöi hún varfærnislega. Viðstaddir hvöttu hana í eilítið uppgeröar- legum tón til aö halda áfram. Bantry ofursti, frú Bantry, Sir Henry Clithering, Lloyd læknir og fröken Marple voru öll sannfærö um aö „vinkonan", sem Jane talaði um, væri engin önnur en Jane sjálf. Þau töldu meö öllu ó- mögulegt aö hún myndi eftir eöa heföi áhuga á öörum en sjálfri sér. Hún hélt áfram. „Vinkona mín - ég vil ekki nafngreina hana - var leikkona, vel þekkt leik- kona.“ Þetta kom engum á óvart. Sir Henry Clithering hugsaöi með sér hversu margar setningar hún segöi áöur en hún gleymdi sér og segöi „ég“! staðinn fyrir „hún“. „Þessi vinkona m!n var á feröalagi úti á landi en þetta átti sér staö fyrir einu eöa tveimur árum. Ég held aö ég ætti ekki að nefna staðinn. Þetta var bær nálægt á og ekki langt frá Lundúnum. Ég get kallaö hann..." Hún hikaði djúpt hugsi. Hún virtist jafnvel eiga í erfiðleikum með aö búa til einfalt staö- arnafn. Sir Henry kom henni til bjargar. Hann lagöi til aö hún kallaði bæinn Árþorp. „Ó, já, þaö er fínt. Árþorp. Ég skal muna þaö. Jæja, eins pg ég sagöi var þetta - var vinkona mín - í Árþorpi meö leikhópnum sín- um og mjög furðulegt atvik átti sér stað.“ Hún hnyklaði augnabrýnnar. „Þaö er svo erfitt aö koma þessu vel frá sér,“ sagöi hún mæðulega. „Ég rugla þessu öllu og byrja áreiöanlega á öfugum enda.“ „Þér gengur mjög vel,“ sagöi Lloyd læknir í uppörvandi. „Haltu áfram.“ „Jæja, þaö gerðist dálítiö undarlegt. Vin- kona mín var beðin um aö koma á lögreglu- stöðina sem og hún gerði. Þaö virtist hafa verið framiö innbrot í íbúðarhúsi viö árbakk- ann og ungur maður hafði veriö handtekinn og hann haföi haft furðulega sögu aö segja. Því var sent eftir henni. Hún haföi aldrei kom- iö inn á lögreglustöð áöur en þeir voru mjög vingjarnlegir viö hana - mjög vingjarnlegir." „Eg trúi því,“ sagði Sir Henry. „Aðstoðarvaröstjórinn bauö henni sæti - eöa var þaö ef til vill varðstjóri. Auðvitað sá ég undir eins aö þaö var um einhvern misskilning að ræöa.“ „Jæja, jæja. Grunaði mig ekki?“ hugsaöi Sir Henry. „Þetta sagöi vinkona mín í þaö minnsta," sagöi Jane og virtist ekki hafa uppgötvaö mis- tökin. „Hún útskýröi aö hún heföi verið aö æfa ásamt varaleikaranum sínum á hótelinu og aö hún heföi aldrei heyrt minnst á þennan Faulkner. Og svo sagöi aðstoðarvarðstjórinn: Ungfrú Hel...“ Hún hikaöi og roönaöi. Sir Henry kom meö uppástungu: „Ungfrú Helman,“ sagöi hann meö glampa í augunum. „Já, þaö dugar. Þakka þér fyrir. Hann sagði: Jæja ungfrú Helman, ég taldi aö það hlytu aö vera mistök þegar ég vissi aö þú dveldir á Brúarhóteiinu. Og hann spuröi mig hvort ég heföi eitthvaö á móti því aö hitta - eöa sagði hann hitta? Ég man þaö ekki.“ Sir Henry reyndi aö hressa hana. „Þaö gerir ekkert til.“ „Jæja - hitta unga manninn. Svo aö ég sagðist auövitað ekkert hafa á móti því. Og þeir náöu ! hann og sögöu aö þetta væri ung- frú Helier og - ó, ó!“ Jane hætti skyndilega. „Láttu þetta ekki á þig fá,“ sagöi fröken Marple góðlega. „Þaö mátti búast viö því aö við myndum geta upp á því og þú hefur hvorki látið uppi nafniö á staönum né annaö sem máli skiptir." 42 VIKAN 15. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.