Vikan


Vikan - 29.07.1993, Page 44

Vikan - 29.07.1993, Page 44
„Þaö vissi enginn og þaö kom aldrei í ljós.“ „En skrýtið," sagði Sir Henry. „Var ungi maðurinn sá sem hann sagðist vera.“ „Já, já. Sá hluti var sannur. Hann hafði meira að segja fengið bréfið sem ég átti að hafa skrifað. Skriftin var ekki einu sinni svipuð minni, en hvernig hefði hann átt að vita þaö?“ „Við skulum athuga hvernig staðan er,“ sagði Sir Henry. „Leiðréttið mig ef ég fer meö rangt mál. Ungfrúin og þjónustustúlkan eru narraðar í þurtu frá húsinu, ungi maðurinn plataður í húsið með fölsuðu bréfi - og það bréf var trúverðugra sökum þess að þú varst að leika í Árþorpi þessa vikuna. Unga mann- inum eru gefin lyf og lögreglan látin vita og maðurinn gerður grunsamlegur. Innbrot hefur verið framið. Ég býst við því að skartgripirnir hafi verið teknir." „Ó, já.“ „Fundust þeir einhvern tímann?“ „Nei, aldrei. Reyndar held ég að Sir Herm- an hafi reynt að þagga málið niður eftir því sem honum var unnt. Það tókst reyndar ekki og mig grunar að konan hans hafi óskað eftir skilnaði í kjöifarið. Samt er ég ekki alveg viss um það.“ „Hvað kom fyrir Leslie Faulkner." „Honum var að lokum sleppt. Lögreglan sagðist ekki hafa nægar sannanir gegn hon- um. Finnst ykkur þetta ekki vera með ein- dæmum furöulegt allt saman.“ „Svo sannarlega. Fyrsta spurningin er þessi: Hvaða sögu eigum viö að trúa? í frá- sögn þinni tók ég eftir því að þú hallast að því að trúa Faulkner, ungfrú Helier. Er það bara eitthvað sem þú hefur á tilfinningunni eða hef- uröu aðra ástæðu til að ætla að hann segi satt frá?“ „Nei, nei,“ sagði Jane hikandi. „Það held ég ekki. En hann var svo vingjarnlegur og leiður yfir því að hafa ruglast á mér og einhverri annarri að ég held að hann hljóti að hafa sagt sannleikann." „Ég skil það,“ sagði Sir Henry með bros á vör. „En það verður að viðurkennast að hann gæti auöveldlega hafa búið söguna til. Hann gæti sjálfur hafa skrifað bréfið sem átti að hafa verið frá þér. Hann gæti einnig hafa tekið inn lyf eftir að hafa brotist inn. Ég verð þó að játa að ég fæ ekki séð tilganginn í því. Það hefði verið auðveldara að fara inn í húsið, fremja þjófnaðinn og hverfa á brott - þó getur verið að einhver í nágrenninu hafi séð hann og hann hafi tekið eftir því. Þá myndi hann sjóða saman þessa sögu í snatri til að gera grein fyrir því hvers vegna hann var í ná- grenninu, án þess að gera sig grunsamleg- an.“ „Var hann vel stæður?" spurði fröken Marple. „Það held ég ekki," sagði Jane. „Nei, líklega þvert á móti.“ „Þetta virðist allt vera mjög áhugavert," sagði Lloyd læknir. „Ég verð að viðurkenna að það flækir máliö verulega ef við ákveðum að trúa sögu unga mannsins. Hvers vegna ætti óþekkta konan, sem þóttist vera ungfrú Heli- er, að reyna að bendla þennan óþekkta mann við málið? Hvers vegna ætti hún að setja á sviö svona flókinn farsa eins og þetta mál er?“ „Segðu mér eitt, Jane,“ sagði frú Bantry. „Stóðu Faulkner og María Kerr einhvern tím- ann augliti til auglitis?" „Ég er ekki viss,“ sagði Jane hægt og ein- beitti sér að því að rifja upp máliö. 44 VIKAN 15. TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.