Vikan


Vikan - 02.12.1993, Page 44

Vikan - 02.12.1993, Page 44
NESKAUPSTAÐUR TEXTI: HJALTIJÓN SVEINSSON / UÓSM.: BINNI RÆTT VIÐ ÞRJA HRESSA NEMA í VERKMENNTASKÓLANUM í NESKAUPSTAÐ * Aferö erindreka Vikunn- ar um Neskaupstað á dögunum urðu þrír hressir krakkar úr Verk- menntaskóla Austurlands á vegi þeirra, Lóa Dís Finnsdótt- ir, Stella Steinþórsdóttir og Jón Knútur Ásbjörnsson. Krakkarn- ir létu vel af lífinu og tilverunni og sögðust ekki hafa yfir neinu að kvarta, þeim líkaði vel í skólanum og hefðu næga vinnu þegar frí gæfist frá hon- um. Verið var að bræða með sér hvort kunningjarnir ætluðu að slá sér saman og fjölmenna á dansleik með Stjórninni um kvöldið á Egilsstöðum. Stella er formaður nem- endaráðs og Lóa Dís rekur félagsmiðstööina Atóm I félagi við stallsystur sína en staður- inn er í eigu bæjarins. Þangað koma einkum krakkar úr grunnskólanum, að hennar sögn, þó að krakkar úr Verk- menntaskólanum slæðist þangað inn. VIUA EKKI GERA NEITT SIÁLF Aðspurð sögðu þau að félags- líf mætti að ósekju vera meira í skólanum. „Fólk vill fá allt upp í hendurnar," segir Stella, „vill ekki gera neitt sjálft. Við höfum reynt að fá fólk til starfa en það gengur illa. Það er svo erfitt að koma krökkunum I gang. Við höldum samt árshátíð og þorrablót, tökum þátt [ söng- keppni framhaldsskólanna, MORFÍS, spurningakeppninni og svo framvegis. Um daginn fórum við í námsferð til Mý- vatns þar sem við vorum í tvo daga, einnig er fyrirhuguð ferð til Breiðdalsvíkur. Við tökum okkur því ýmislegt fyrir hendur þrátt fyrir allt.“ Jón Knútur er í hljómsveit sem kallast Allod. „Við hétum áður Gummi Dolla og snerum því við og út úr því kom Allod Immug en nú heitir hljómsveit- in bara Allod. Við spilum létt popp, danstónlist. Við höfum ekki ennþá spilað á dansleikj- um, höfum haldið okkur í æf- ingahúsnæðinu enn sem kom- ið er, það heitir Tónabær og leggur bærinn það til. Við ætl- um okkur stærri hluti í framtíð- inni en markaðurinn er ekki stór hér eystra. Hljómsveitir, sem hafa reynslu, eru alltaf teknar fram yfir. Ætli frumraun okkar verði ekki í skólanum í vetur, ég vona það.“ Lóa Dís er borin og barn- fædd í Hafnarfirði en fluttist f Neskaupstað fyrir sex árum. „Mér finnst gott aö búa hér,“ segir hún, „sérstaklega á sumrin." Krakkarnir láta vel af lífinu í Neskaupstað. „Það er kannski ekki eins mikið að gerast og í Reykjavík," segir Stella, „en vinahóparnir hér eru miklu samrýndari en þar, krakkanir halda mikiö saman." Að sögn krakkanna er alltaf næga vinnu að fá á sumrin, yngri krakkarnir eru þá I ung- lingavinnunni en hinir eldri í ýmsum störfum við fiskvinnslu og á sjó. „Maöur vinnur bara allt sumarið í gegn til að safna sér svolitlum pening til vetrar- ins,“ segir Lóa Dís. „Við förum svo kannski á böll um helgar. Fyrir kemur að við förum til Reykjavíkur, einkum á haustin áður en skólinn byrjar. Það er mjög skemmtilegt.“ □ ÍSLANDSFLUG REYKJAVÍKURFLUGVELLI, 101 REYKJAVÍK SÍMI 616060 FAX 623537 AÆTLUNARFERÐIR TIL NESKAUPSTAÐAR 44 VIKAN 24. TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.