Vikan


Vikan - 20.04.1995, Blaðsíða 11

Vikan - 20.04.1995, Blaðsíða 11
þar pylsupottana. Þegar þangað kom reyndust vera fyrir innan lúgurnar tvær eld- hressar konur sem gaman var að spjalla við. Þær áttu vissulega heima innan grein- ar eins og þessarar, þær Sigríður Eðvaldsdóttir og Hólmbjörg Ólöf Vilhjálms- dóttir. Þær ganga 12 tíma vaktir frá hálfátta á kvöldin til hálf- átta á morgnana eða öfugt - daga og nætur. Þær segjast báðar kunna afar vel við það að vinna á nóttunni þótt báðar sóu fjöl- skyldukonur. Þegar stundir gefist milli stríða leggi þær kapal eða spjalli saman. „Það er auðvitað mest að gera hjá okkur um helgar," segir Sigríður um mestu álagstímana - enda reyndist rólegt þegar tvær pylsur með öllu nema hráum mættu örlögum sínum þessa aðfaranótt mánudags. Eng- inn þegar við komum. En skjótt skipast veður í myrkv- uðu lofti og eins og hendi væri veifað fylltist planið skyndilega af fólki og bílum. Allt í einu myndaðist helgar- stemmning við Umferðar- miðstöðina en þolinmæðin, sem þrautir vinnur allar, ríkti þó meðal væntanlegra við- skiptavina meðan Ijósmynd- arinn smellti nokkrum mynd- um af þeim Sigríði og Hólm- björgu. Enda hafa flass- blossarnir hans Hreins ugg- laust verkað eins og diskó- tek á fólkið sem greinilega skemmti sér hið besta undir Ijósagangingum. GUNNAR ÓLAFSSON: HAFNAÐI STARFI í leið okkar að húsi DV í Þver- holtinu. Þar tók á móti okkur kröftuglega vaxinn nætur- vörður - sem virtist ekki síð- ur geta kunnað vel við sig sem úlpuklæddur dyravörður í næturklúbbi en rólyndisleg- ur húsvörður um nætur. En rólyndi prýddi hann vissu- HERLOGREGLUNNI lega og hann bauð okkur í bæinn eftir að erindinu hafði verið stunið upp. „Það er búið að prenta blaðið," sagði Gunnar hinn kraftalegi Ólafsson. Það var allt í lagi - við sögðumst líka vilja tala við næturverði. Og okkur leist vel á þennan. Hann hugsaði sig um stund- arkorn en samþykkti síðan að spjalla við okkur. Þetta með dyravörsluna reyndist engin firra því hún er eitt þeirra næturstarfa sem Ólafur hefur stundað síðan 1980. Hann hefur enn- fremur starfað sem öryggis- vörður hjá Securitas og í lög- reglunni, bæði á Keflavíkur- flugvelli og ísafirði. Mettir og kátir héld- um við úr skemmt- anagleðinni við Umferðarmiðstöðina á vit fleiri nátthrafna. Við ákváð- um að kanna hvort ekki væru einhvers staðar prent- arar að störfum. Minnugir þeirra orða Kjarvals - sem Matthías Johannessen hafði eftir honum á bók - að „Morgunblaðið kemur ekki út á mánudögum" lögðum við Raunar er Gunn- ar af frægum krafta- karlaættum því afi hans var Gunnar „Úrsus“ Salómons- son sem sýndi krafta sína fyrir daga kornungra blaða- manna en bræður Gunnars voru hinn góðkunni lögreglu- maður og kraftakarl Lárus Salómonsson og Tryggvi Salómonsson fangavörður. Og þessir karlar létu sig ekki muna um það að vinna jafnt á nóttunni sem á daginn. Þannig má segja að Gunnar Ólafsson beri öll helstu ætt- areinkenni með sóma. Hann hefur verið nætur- vörður í húsi DV síðan 1990 og gengur vaktir í þrjár næt- ur og á síðan þrjár nætur frí. Hann segist fara í reglu- bundnar eftirlitsferðir um húsið, enda sinni hann einn- ig hlutverki eldvarnakerfis auk þjófavarna og annarra starfa sem tilheyra nætur- vörslunni. Gunnar sinnir auk þess símavörslu og sér um að hafa samband við frétta- stjóra eða Ijósmyndara ef eitthvað umtalsvert er á seyði. Milli þess sem hann fari í eftirlitsferðirnar segist hann lesa mikið, einkum er- lend fréttablöð og frétta- skeyti Reuters. Gunnar, sem til margra ára bjó í Bandaríkjunum og var alinn þar upp, segist hafa hætt í lögreglunni vegna þess að hann telji ís- lenska réttarkerfið meingall- að. Menn, sem brytu af sér, slyppu allt of auðveldlega út aftur - jafnvel eftir að hafa játað á sig hina hroðaleg- ustu verknaði. Hann segir þó að sér hafi gengið vel í starf- inu, til dæmis á Keflavíkur- flugvelli þar sem honum hafi verið boðið að starfa sem rannsóknarlögreglumaður í herlögreglunni eftir að hon- um hafði tekist að upplýsa mál þar sem hermenn áttu í hlut. „Ég sé raunar eftir því núna að hafa ekki þegið boðið en þá var ég óreyndur . . . Á MEDAN RITSTJÓRINN SEFUR Klukkan fjögur voru filmurnar að verða búnar og appelsínið vildi komast út úr okkur aftur. Bæði út- varpsmaður og pizzabakstursfólk höfðu beðist undan því að ræða við blaðamenn - kannski syfjutímabilið ógurlega taki við hressileikanum um fjögurleytið á nóttunni! Við ákváðum því að láta við svo búið standa. Nóttin hafði verið lærdómsrík og vissulega væri gaman að fara annan svona leiðangur. Og hver veit nema við látum verða af því að kaupa fleiri filmur og meira appelsín til þess að geta haldið í aðra för á vit nátthrafnanna - á meðan rit- stjórinn sefur á sitt græna. . . í lögreglunni. í starfi nætur- varðar ætlaði ég hins vegar ekki að vera nema eitt ár en hef kunnað vel við mig. Hér er ég minn eigin herra og ég sækist eftir slíku starfsum- hverfi,“ segir Gunnar. En nú er komið dálítið babb í bát næturvarðarins því fyrir níu mánuðum varð hann pabbi. Gunnar, sem er kvæntur rússneskri konu þrátt fyrir að hafa hlotið andsovéskt upp- eldi í Bandaríkjunum, segist finna meira fyrir því að vera að heiman á kvöldin og á nóttunni eftir að hann kynnt- ist konu sinni og þau eignuð- ust barnið. Hann gæti því þurft að gefa næturvinnuna upp á bátinn næst þegar hann skiptir um starf. afsson seg- ist lesa mik- iö á vaktinni, einkum er- lend frétta- blöö og fréttaskeyti Reuters. Fréttafíknin er eölilegur fylgikvilli þess aö starfa í húsakynnum fjölmiöils. 4. TBL. 1995 VIKAN 1 1 ATVINNULÍFIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.