Vikan


Vikan - 20.04.1995, Blaðsíða 15

Vikan - 20.04.1995, Blaðsíða 15
/IÐTAL ILEGT inmanninum og foreldrunum. En viku eftir fæðinguna fór hún með fjölskyldunni upp í sumarbústað. „Mér fannst gott að komast í burtu,“ segir hún. Stuðningur hennar nán- ustu nægði henni. Hún talaði við konu sem hafði misst fóstur en fannst hún ekki hafa neitt upp úr því. Hún er ekki viss um að vinirnir hafi skilið líðan hennar og hún bætir því við að svo sé ef- laust um marga sem eiga ekki börn. Vinkonur hennar til að mynda þorðu ekki að minnast á fósturmissinn. „Það hjálpaði að ég gat fljót- lega talað um þetta að fyrra bragði.“ „Læknarnir ráðlögðu okkur að eignast fljótlega annað barn og þremur mánuðum seinna varð ég ófrísk. Þar sem ég hafði gengið í gegn- ■ Hún er ekki viss um að vin- irnir hafi skilið liðan hennar og hún bætir því við að svo sé ef- laust um marga sem eiga ekki börn. Vinkonur hennar til að mynda þorðu ekki að minnast á fósturmissinn. um þessa reynslu vildi ég reyna sem fyrst. Ég hef heyrt að þáfer sem bíða of lengi verði hræddar þegar þær ákveða að prófa aftur. Ég var mjög ánægð þegar ég vissi að ég væri ófrísk en ég var ekkert hrædd um að lenda í þessu aftur þar sem læknarnir sögðu að litlar lík- ur væru á því.“ Anna neitar því ekki að nú líti hún lífið öðrum augum en áður. „Mér finnst ég hugsa öðruvísi," segir hún. □ USTHNEIGÐUR TÖFFARI Brad Pitt er meðal vin- sælli leikaranna i kvikmyndaheiminum og leikur i hverri stór- myndinni á fsetur ann- arri. Hann þótti standa sig með prýði í hlutverki blóðsugu í Interview with a Vampire og ekki hefur hann valdið vonbrigð- um i Legends of The Fall sem nú er sýnd i einu kvikmyndahúsa borgarinnar. Legends of the Fall leik- ur Brad Pitt Tristan, ung- an mann sem verður ást- fanginn af eiginkonu bróður síns. Aðrir leikarar myndar- innar eru ekki af verri endan- um. Anthony Hopkins leikur föðurinn, Aidan Quinn er í hlutverki bróðurins en Julia Ormond leikur eiginkonu hans. Pitt fannst hlutverk Trist- ans henta sér vel: „Þegar ég las handritið að Legends of the Fall og sá Tristan fyrir mér hugsaði ég með mér: „Þetta hlutverk hæfir mér.“ Mér hefur alltaf fundist ein- hver annar leikari geta stað- ið sig betur í hinum hlutverk- unum sem ég hef leikið. Aft- ur á móti fannst mér ég þekkja Legends of the Fall frá upphafi til enda.“ Myndin er ástríðufull og Pitt sleppur ekki við að þurfa að leika í ástarsenu þótt honum sé illa við það. „Ástarsenur eru síður en svo æsandi og alls ekki rómantískar. Ég hlusta á tónlist á meðan ég leik í þeim og reyni að gleyma öllu fólkinu sem fylgist með.“ Pitt fullyrðir að hann viti ekkert um leiklist. David Gef- fen tekur undir það en hann er fram- leiðandi Interview with a Vampire, þar sem Pitt fór með hlutverk blóðsug- unnar Louis. „Pitt er mjög óör- uggur og efast sí- fellt um að hann standi sig nógu vel,“ segir Geffen. Upphaflega ætl- aði Pitt sér að læra auglýsingagerð og hóf nám við háskól- ann í Missouri. Hann gerði sér fljótlega grein fyrir því að fagið átti ekki við hann. Hann hætti í skólanum og ákvað að reyna fyrir sér sem kvikmyndaleikari. Pitt sagði foreldrum sinum að hann ætlaði sér að fara í listaskóla í Pasadena og flytti þess vegna til Kali- forníu. Hann fór aldrei í lista- skólann heldur stundaði ým- is störf meðan hann beið eft- ir stóra tækifærinu. Einn daginn kom að því. Honum bauðst hlutverk J.D. í Thelma and Louise og siðan x hefur hann ekki þurft að kvarta yfir verkefnaskorti. ^ Pitt virðist lifa ósköp venju- pj' legu lífi þegar hann er ekki í tökum. Hann horfir til dæmis ^5 á Baywatch og ekur um á ^ dælduðum Cherokee jeppa. Hann hefur engan áhuga á 70 betri bíl þótt hann hefði ef- C/> laust efni á því. Mataræðið ^ fellst aðallega í samlokum því honum finnst elda- mennska of mikið vesen. „Fyrst verður að ákveða hvað maður ætlar að borða, svo verður að versla í mat- inn og aka vörunum heim. Því næst þarf að elda matinn og borða hann. Að lokum þarf að vaska upp. Síðan þarf að byrja upp á nýtt. Það er eins og maður geri ekkert annað en að hugsa um mat.“ Það, sem Pitt hefur mest- an áhuga á, er að hafa fal- lega hluti í kringum sig og þá gildir einu hvað þeir kosta. „Handgerðir munir heilla mig. Mér finnst líka mikil- vægt að eiga húsgögn úr góðum viði. Áferðin á þeim er öðruvísi. Slíkur viður vex ekki lengur." Útlitið hefur ekki hamlað Pitt á framabrautinni. Hann reynir að halda þyngdinni niðri og ástæðan er einföld: „Ég ætla mér að vera jafn- grannur og Mick Jagger því stelpunni, sem ég er með, finnst Mick vera sá alflott- asti.“ □ 4.TBL.1995 VIKAN 15 KVIKMYNDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.