Vikan


Vikan - 20.04.1995, Blaðsíða 88

Vikan - 20.04.1995, Blaðsíða 88
MATREIÐSLA MATARDISKAR FRÁ TE & KAFFI JÓÐLAD í FJORUKRANNI TEXTI: SVAVA JONSDOTTIR UÓSM.: BRAGI ÞÓR JÓSEFSSON Þaö var komiö kvöld. Snjónum kyngdi niður og varö aö ábót á hvíta, þykka teppið sem fyrir var á jörð Hafnarfjarðarbæj- ar. Hluti skipaflotans lá festur viö bryggju en fyrir ofan fjör- Svissneski matreiðslumeistarinn og tón- listarmennirnir mættir til leiks í fjöru- kránni í HafnarfirAi. Réttirnir hér á síAunni voru á meöal þess sem gestum staöarins stóö til boöa á Svissnesku vikunni. una stendur rúmlega aldar- gamalt timburhúsið sem hýsir veitingastaðinn Fjöru- krána. Þetta kvöld var hátíð í bæ. Vertinn, Jóhannes Viðar Bjarnason, hafði fengið mat- reiðslumeistara og eiganda veitingastaðarins og hótels- ins Schafli (Charly’s Royal Room) í Neuheim í Sviss til liðs við sig. Svissneskir dag- ar voru að hefjast í Fjöru- kránni. Inni á veitingastaönum var margt sem minnti á Sviss: Veggspjöld, sem bæði voru á veggjum og uppi í loftinu, Toblerone súkkulaði í skál og ekki má gleyma svissn- eska fánanum. Þjónustufólk, í svissneskum búningum, leið á milli borða og svissn- eskir hljóðfæraleikarar og söngvarar slógu á létta strengi, jóðluðu og sköpuðu tírólska stemmningu á með- an matargestir renndu niður gómsætum bitunum. Það fóru örugglega allir mett- ir út úr Fjörukr- ánni þetta kvöld. VORUSKIPTI Fyrir ári síðan fór Jóhann- es til veitingastaðarins í Neu- heim í Sviss. í júní á þessu ári mun hann endurtaka leikinn og bjóða heimamönn- um upp á íslenska rétti auk þess sem með í för veröa hljóðfæraleikari og söngvari sem munu bjóða Svisslendingum upp á ís- lenskt eyrnakonfekt. „Þetta er fyrst og fremst gert af hug- sjón,“ segir Jóhannes þar sem hann situr í víkingasal Fjörukrárinnar í svissneskum búningi. „Ávinningur minn er náttúrlega að fá svissn- eska ferðamenn á Fjör- ukrána en þetta eru nokkurs konar vöru- skipti á milli þessara þjóða í gegnum Island Tours og Flugleiðir. Svisslendingar eru góð- ir gestir. Þetta er þægi- legt fólk sem á pen- inga,“ segir Jóhannes og brosir. í tilefni svissnesku daganna flytur Jóhannes inn svissneskt rauðvín og hvítvín. Hann vonast til að í framtíð- inni muni hann halda áfram að flytja þau inn þar sem þau hafa líkað mjög vel. „Ég er líka viss um að eitthvaö af réttunum kemur til með að vera á matseðlinum í framtíð- inni." Það eru ekki eingöngu svissneskir réttir sem kitla bragðlaukana hjá nýjunga- gjörnum íslendingum. Fyrir stuttu voru haldnir rúss- neskir dagar á Fjörukr- ánni og í sumar kem- ur einn af þekktustu matreiðslumeistur- um Dana hingað til lands. Franskir dagar hafa einnig verið haldnir og í tilefni 200 ára af- mælis undra- barnsins og tóns- nillingsins Mozarts voru haldnir sérstakir Mozartdagar. Útlendingar fjöl- ..íenna í víkingasal- inn á Fjörukránni þeg- ar þar eru haldnar vík- ingaveislur. Þorramatur er í trogum, íslenska lamb- ið er í aðalrétt og skyr og blá- ber í eftirrétt. Syngjandi vík- ingar og valkyrjur bera herleg- heitin fram og á eftir er dreypt á íslensku brennivíni og vík- ingabjór drukkinn úr hornum. ALLAR UPPSKRIFTIRNAR ERU FYRIR FJÓRA BUNDNERSÚPA 30 g bygg 50 g gulrætur 50 g saxaður laukur 50 g þurrkað nautakjöt (skinka, bacon) 1 I soð af nautabeinum 1 dl rjómi 20 g smjörlíki Brúnið gulrætur, lauk og kjöt í smjörlíki. Soði og byggi bætt í. Sjóðið í 30 mín. Bragðbætið með salti, pipar og rjóma. Matreiöslumeistari og tón- listarmenn frá Rússlandi í eldhúsi Fjörukráarinnar á rússnesku dögunum. SMÁPYLSUR Í TARTALETTU M 320 g pylsur 80 g hveiti 60 g smjör 1 I soð af nauta- beinum 2 dl hvítvín 3 dl rjómi Blandið hvít- víni út í smjör- bollu og þykkið nautabeinasoð- ið með því. Bragðbætið með salti, pipar og rjóma. Smátt skornar, kryddað- ar smápylsur settar í jafninginn. Látið í tartalettur. Borið fram með salati. NAUTAKJÖT MED RAUDVÍNSSÓSU 800 g nautafillet, kryddað með salti, pipar og Dijon sinnepi. Steikt á pönnu. Sósa: 4 dl rauövín 5 dl nautasoð 1 saxaður laukur Lauk og rauövíni blandað saman og soðið niöur um helming. Nautasoði blandað út í og þykkt með smjörbollu. LJOSM.: MH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.