Vikan


Vikan - 20.04.1995, Blaðsíða 28

Vikan - 20.04.1995, Blaðsíða 28
DULRÆN MÁLEFNI DRAUGARH DULSPEKI TEXTI: BERGHILDUR ERLA BERNHARÐSDÓTTIR OG ELFA ÝR GYLFADÓTTIR Frá þvi land byggðist hafa íslendingar trúað á drauga. Sagt er frá drawgagangi i fornsögunum auk þjóðsagna. íslendingar eru enn trúaðir á yfirskilvit- leg fyrirbæri og fær Sálar- rannsóknarfélagið eitt til tvö simtöl daglega vegna óró- leika i húsum. Fólk hefur flúið hús sin vegna reimleika og auð hús standa á höfuðborg- arsvæðinu vegna þessa. Þeir eru til sem starfa við það að hreinsa hús af slfkum fyrir- bærum. Frásagnir þessa fólks og þeirra sem telja sig hafa séð slikan óskwnda f húsum sínum, eru magnaðar. En eins og alltaf er tekist á um skýr- ingar á þesswm fyrirbærum. draugagangi f fornsögwnum auk þjóðsagna. íslendingar eru enn trúaðir á yfirskilvit- leg fyrirbæri og fær Sálar- rannsóknarfélagið eitt til tvö sfmtöl daglega vegna óró- leika í húswm. Fólk hefwr flúið hús sin vegna reimleika og auð hús standa á höfuðborg- arsvæðinu vegna þessa. Þeir erw til sem starfa við það að hreinsa hús af slikum fyrir- bærum. Frásagnir þessa fólks og þeirra sem telja sig hafa séð slíkan óskunda i húsum sfnum, eru magnaðar. En eins og alltaf er tekist á um skýr- ingar á þessum fyrirbærum. DRAUGATRÚ TIL FORNA Trú á drauga hefur lengi lifað með mannfólkinu og vísbendingar um það má sjá í fornbókmenntum okkar. Eyrbyggjasaga og Grettis- saga lýsa mögnuðum draugagangi og er hin síðar- nefnda sennilega sú sem er þekktust. Þar eru magnaðar lýsingar á baráttu Grettis Ás- mundarsonar og Gláms hins sænska. Draugatrúin birtist einnig í fjölda íslenskra þjóð- sagna. Draugar eru taldir yf- irnáttúrulegar verur og eru margar kenningar um uþþ- runa þeirra og eðli. Jón Árnason nefnir fyrst aftur- göngur í safni sínu en það eru þeir sem ganga aftur af sjálfsdáðum. Jón nefnir þá sem telja illa farið með bein sín, sakna fjár síns og þá sem ofurást höfðu á lífinu. Hér er átt við fyrirbæri eins og útburði og fépúka. Flestar draugasögurnar fjalla þó um þá sem ganga aftur af heift eða girnd. Slíkar afturgöngur reyndu að gera þeim mein sem þær hötuðust við í líf- inu. Þeir ástföngnu gengu einnig aftur til að vitja ástar sinnar, eins og djákninn á Myrká. Jón segir ennfremur að á meðan hinir dauðu séu á reiki séu grafir þeirra opn- ar. Þess er einnig getið að hinir dauðu gangi allir úr gröfum sínum á nýársnótt og haldi messugjörð í kirkju og hverfi síðan. í munnmælum er því einnig lýst að þar sem draugar hafi verið á kreiki megi sjá eldglæringar og hrævarelda og eins er eldur eða skot talin besta vörnin gegn draugum á eftir klukknahringingum. Ef fólk grunaði að hinir látnu gengu aftur var talið gott ráð að reka nálar í gegnum iljar þeirra áður en þeir voru grafnir. Jón fjallar einnig um móra og skottur, sem eru ættarfylgjur, og staðára og gangára, en það eru aftur- göngur sem geta orðið fylgj- ur manna og birtast á ýmsan hátt. ÍSLENSK DRAUGASAGA MAÐURINN FRÁ STAKKAHLÍÐ Eftir sögn Einars Sveins Jóhannessonar frá Mýrnesi i Suður-Múlasýslu 1901. Skráð af Ólafi Davíðssyni. Fyrir nokkrum árum bjó bóndi sá að Klyppstað í Loð- mundarfirði, er Stefán hét. Hann býr nú í Héraði uppi. Svo vildi til, að maður iagðist í Stakkahlíð, kunningi Stef- áns, og iá þungt. Um þær mundir þurfti Stefán að bregða sér fram í stofu á Klyppstað, og var aðeins hálfrokkið. Vefstóii var í stof- unni. Jafnskjótt og Stefán lýkur upp stofunni, sér hann, að maðurinn frá Stakkahlíð situr i vefstaðnum. Stefán furðar á þessu, en yrðir þó ekki á manninn; lýkur hann nú erindi sínu og fer inn í baðstofu. Hann segir, að manninum frá Stakkahlíð muni vera batnað, því að hann sitji frammi í stofu, og spyr, hvort hann hafi ekki gert vart við sig. Fólkið neit- aði því; var nú farið fram í stofu að hyggja að mannin- um, en hann var þá horfinn, og sáust hans engin merki. Seinna fréttist, að Stakka- hliðarmaðurinn hafði dáið einmitt um þær mundir, sem Stefán sá hann. NÚTÍÐIN Andatrú og dulhyggja er enn stór þáttur i þjóðtrú ís- lendinga. Stór hluti þjóðar- innar segist hafa orðið fyrir dulrænni reynslu. Fjölmiðlar eru einnig iðnir við kolann og er t.d. gefið út tímarit sem eingöngu fjallar um andleg málefni. Forsíðufréttir blaða hafa einnig verið um drauga- gang í húsum. Eiríkur Jóns- son á Stöð tvö fékk til sín forstöðumann Sálarrann- sóknarfélagsins, sem lýsti þvi yfir að bráðum gætu allir fengið að líta drauga berum augum, og fréttastofa Stöðv- arinnar fékk miðil til að vera með skyggnilýsingu í beinni útsendingu. Útvarpsstöðv- arnar bjóða upp á skygg- nilýsingaþætti og samtöl við miðla. Sálir að handan virð- ast líka duglegar að gera vart við sig hjá þessari and- ans þjóð. Sálarrannsóknar- félagið fær eitt til tvö símtöl á dag, þar sem beðið er um hjálp vegna reimleika í hús- um. En gagnrýnisraddir heyrast sem gagnrýna þjóð- ina fyrir að vera með annan fótinn í öðrum heimi og ein- beita sér ekki að því lífi sem hún lifir hér og nú. Margir hafa þó áhuga á andans efn- um og hafa miðlar á íslandi nóg að starfa. SJÁENDUR SEGJA FRÁ Erla Stefánsdóttir er ein þeirra sem segist geta skyggnst inn í hinn yfirskilvit- lega heim og sjá m.a fram- liðna, álfa og útgeislun efnis- ins og skynja liðna atburði. Hún leiðbeinir fólki með þann heim sem sumir sjá og skynja og er fyrir handan okkar veruleika. Erla trúir á endurholdgun og telur að við fæðumst aftur og aftur til að verða betri og meiri mann- eskjur. Hún telur að reimleik- ar f húsum stafi af nokkrum atriðum. „Stundum eru þetta vondar verur að handan. Þær koma kannski þar sem 28 VIKAN 4. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.