Vikan


Vikan - 20.04.1995, Blaðsíða 25

Vikan - 20.04.1995, Blaðsíða 25
VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: að slá gullhamra á jafn snilldarlegan hátt. EFTIR HVERJU SÆKIST FÓLK? Sumir geta ekki hugsað sér að takast á við skuld- bindingar og eru einungis á höttunum eftir spennunni og þeirri vellíðan sem framkall- ast þegar morfínskyld efni spýtast út í blóðið á fyrstu stigum ástarinnar. Og fyrir utan spennuna þá getur þetta verið vítamínsprauta fyrir sjálfstraustið. „Ef ég get kveikt áhuga þessarar drottningar á mér þá hlýtur það að tákna að ég sé feiki- legt kyntröll." Ef þessi sama persóna hættir að hafa áhuga getur sjálfsálitið hrun- ið að sama skapi. Sjálfs- traust sumra er þó í svo miklu lágmarki að þeim finnst að eitthvað hljóti að vera að vonbiðlinum fyrst hann sýni þeim áhuga þótt ekki sé hægt að koma auga á það í fljótu bragði. Þegar annar aðilinn ætlar sér eingöngu næturskemmt- un en hinn aðilinn er ást- fanginn getur málið orðið erfitt. Ein af konunum hitti mann sem hún varð mjög hrifin af. Þau höfðu bæði verið að vinna tímabundið fyrir sama fyrirtækið og þeg- ar árshátíðin stóð fyrir dyrum var þeim báðum boðið. Þau sátu við sama borð þegar þau voru að borða og með þeim tókust miklir kærleikar. Áður en ballið var búið kvöddu þau, fóru heim til hans og eyddu saman nótt- inni. Um morguninn sagði hún honum að hún hefði áhuga á að kynnast honum nánar. Hann sagði fátt en þakkaði fyrir nóttina um leið og hún fór. Hann hringdi aldrei og skömmu seinna, þegar þau hittust fyrir tilviljun á hárgreiðslustofu, varð hann vandræðalegur og hraðaði sér út. Það tók hana nokkrar vikur að jafna sig á þessu. Hún sagðist að vísu ekki hafa gefið sig alla í kyn- lífið af ótta við að svona myndi fara. Einnig sagðist hún alls ekki hafa ætlað að sofa hjá honum svona fljótt en þegar hún ætlaði heim til sín kom í Ijós að hún var læst úti og því hefði hún bara farið heim með honum. Og úr því sem komið var gat hún svo sem alveg eins sof- ið hjá honum. Það hefði nú ekki skipt svo miklu þaðan af. Allan tímann hljómaði samt rödd í höfðinu á henni sem sagði: „Þú þarft ekki að gera þetta, þú getur hætt við." Um leið vonaði hún að þetta yrði til þess að það yrði kannski eitthvað meira úr þessu. Þegar það brást upp- lifði hún vonbrigði og niður- lægingu. Vandamálið við atburði eins og þessa er að fólk talar ekki saman áður en það byrjar. Ef það er ekki gert eru miklar líkur á því að ann- ar aðilinn verði fyrir sárum vonbrigðum. Karlmaðurinn hefði t.d. getað komið sér beint að efninu og sagt eitt- hvað á þessa leið: „Heyrðu, elskan, ég er nú ekki ást- fanginn og er alls ekki á leið- inni í hnapphelduna en mér líst nú samt svo fjári vel á þig. Hvað segirðu um að við skellum okkur í bólið í nótt og látum svo bara þar við sitja?“ Þá hefðu báðir aðilar vitað nákvæmlega að hverju þeir væru að ganga og hann hefði sloppið við vandræða- leg augnablik og tonn af sektarkennd. Hún hefði þá getað sagt: „Ja, því ekki að skella sér á einn gráan, Sig- urður minn?“ eða „Nei, veistu að ég er alfarið á móti kynlífi fyrir hjónaband, Gauk- ur karlinn.“ Hún hefði líka getað sagt eitthvað á þessa leið: „Heyrðu, ég er mjög hrifin af þér og gæti hugsað mér að kynnast þér nánar. Ég er hins vegar ekki mikið gefin fyrir skyndikynni og þegar ég geri eitthvað þá meina ég það og tek það alvarlega. En hvernig er með þig? Hvað er það sem þú vilt?“ „Jaaa. . .eeuu. . . .hehe. . . .það er nú það.“ Stundum eru báðir aðilar að leita sér að einnar nætur gamni og eru með það á hreinu frá upphafi. Ein vin- konan hafði á tímabili farið mikið út með það fyrir aug- um að finna sér einhvern til þess að sofa hjá um nóttina. Svo þræddi hún barina þar til hún fann það sem hún var að leita að. Yfirleitt vissi hún, um leið og hún kom inn, hvort þetta gengi upp eða ekki. Hún skannaði staðinn með því að láta radarinn líða vandlega yfir höfuð gest- anna. Þegar augu hennar mættu augum manns, sem I henni leist á, þá vissi hún Í HAR- TÍSKAN Dalshrauni 13 - 220 Hafnarfirði - Sími 555 0507 FYRIR OLL STOFUBLÓM GARÐAIVIOLD Hörgatún 25-210 Gbær S: 565 8722 - fax: 565 8723 HARSNYRTISTOFAN GRANDAVEGI 47 62 61 62 s N YRTI S T 0 F A N • N • ANDLITSBOÐ/ HÚÐHREINSUN M.D. Formulations ávaxtasýrumeðferð, áhrifamesta húðmeðferðin sem kostur er á í dag. Handsnyrting - Fótsnyrting Vaxtanieðferð - litun o.tl. Gjafakort - góð gjöf fyrir alla Borgarkringlunni, 4. hæö, norðurturn, sími 568 5535 Ath. kvöldtímar á tiiiinitudögiim \SfMf 13314 <unstc RAKARA- <k HA^RF/ÐSU/STDFA HVERFISGÖTU 62-101 REYKJAVÍK 4. TBL. 1995 VIKAN 25 NAFNSPJOLD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.