Vikan


Vikan - 20.04.1995, Blaðsíða 30

Vikan - 20.04.1995, Blaðsíða 30
DULRÆN MALEFNI fólk lifir mjög slæmu lífi, t.d þar sem hatur og óregla eru ríkjandi. Þar sem fólk styttir sér aldur geta komið verur sem nærast á erfiðleikum. Einnig geta vondar hugsanir hnoðast saman og orðið að hugsanakerfum með sjálf- stætt líf.“ Aðrar ástæður fyrir óróleika telur Erla vera að orkusvið á heimilum séu í ólagi. Það gerist t.d. ef hús eru mjög nálæg spennu- stöðvum eða ef vatnslínur milli jarðlaga gefa frá sér truflandi tíðni sem hafa áhrif á orkusvið húsa. En vatns- línur segir hún vera orku sem safnist upp í vatnsæð- ■ Njáll Torfason er einn þeirra sem segist geta skynj- að hluti og stað- hætti í mikilli f jar- Isegð. Hann er skyggn og hefur m.a. starfað sem miðill. um. Erla hefur verið beðin um hjálp en hætti þegar hún varð fyrir óþægilegri reynslu. „Ég var beðin um að hreinsa hús. Ég kveikti á sjö kertum á aitarinu hjá mér og bað um vernd fyrir fólkið í húsinu. Þá gaus upp lykt í stofunni hjá mér og það rauk úr einum blómsturpottinum. Þegar mér varð litið ofan í hann sá ég glóandi korn í nývökvaðri moldinni. Það var eins og það drægi fyrir sóiu og þykk- ur reykur legðist yfir stofuna. Ég treysti mér ekki til að hreinsa út úr húsi eftir þetta." Njáll Torfason er einn þeirra sem segist geta skynj- að hluti og staðhætti í mikilli fjarlægð. Hann getur gengið berfættur yfir logandi, olíu- vætt glerbrot, flöskustúta og botna. Njáll hefur einnig sýnt að hann geti brotið tvær gangstéttarhellur í einu með annarri hendinni. Hann seg- ist alltaf hafa búið yfir hæfi- leikum, hann er skyggn og hefur m.a. starfað sem mið- ill. Njáll segir þessa hæfi- leika alla sprottna af sama meiði sem hafi sér ólík birt- ingarform. Njáll er einn þeirra sem hefur farið í hús og hjálpað fólki að losna við ýmis óæskileg fyrirbrigði. Hann er nú hættur fara í hús en hjálpar fólki úr fjarlægð og vinnur þá í tengslum við Sálarransóknarfélagið. Njáli einbeitir sér nær eingöngu að nuddi, heilun og hug- lækningum. Njáll lýsir því hvernig hreinsun í húsum eigi sér stað: „Ég fer á þann stað hússins þar sem ég skynja að orkan er sterkust. Ég fer með bæn. Síðan má eigin- lega segja að það hefjist miðiisfundur. Ég lýsi því sem ég sé, stundum er það að- eins andlitsmynd, stundum heil líkamsmynd og geta sýnirnar verið mjög skýrar.“ Njáll segist svo hefja samn- ingaviðræður og takmarkið sé að koma fyrirbærinu upp í Ijósið eins og hann kallar (Dað. Hann telur að sumt sem birtist fólki geti verið mjög illt en það er þó mjög sjaldgæft. En ætli það séu frekar gömui hús en ný sem bera með sér svipi. Njáll segir það ekki vera. Hann telur að slíkt megi finna í bæði gömlum og nýjum húsum því það sé mismunandi hvaðan svipirnir koma. „Stundum hafa þeir búið í húsinu áður en þeir dóu og eru þar ennþá. Einn- ig geta þeir hafa búið rétt hjá og flust inn í nýtt hús sem verið er að byggja. Svipirnir geta líka verið tengdir þeim sem bjuggu áður í húsinu og það er einnig til, að svipur hafi búið með fjölskyldu í húsi og liðið svo vel að hann flyst með fjölskyldunni þegar hún fer.“ Hann segir enn- fremur að það sé oft rétt- mætt þegar talað er um að það sé góður andi eða góð sál í húsum. Þarna geta ver- ið góðar sálir sem lifa í sátt við fjölskylduna. Stundum finnur fólk fyrir ónotum og vanlíðan og telur að það stafi af svipum. Það er þó alls ekki alltaf því vanlíðan getur lika stafað af orkulín- um. Orkan kemur úr loftinu og jörðinni og eru ónotin af margvíslegum toga. Hún getur einnig komið frá raf- magnslínum og spennu- stöðvum. Slík orka gerir fólk þreytt og í sumum tilfellum verður það jafnvel veikt. Ingibjörg Þengilsdóttir er miðill sem starfar hjá mann- ræktarstöðinni Fjallinu. Hún hefur lært að vinna með hæfileika sína síðastliðin fimm ár. Henni voru kennd tjáskipti við andana og segir að það verði að tala við þá eins og venjulegt fólk. Jafn- framt lærði hún að greina skynjanir sinar og lesa úr því sem hún sér. Ingibjörg segir að við fæðumst öll með ein- hverja hæfileika og var henni gefið að sjá inn í aðra heima. Ingibjörg segir að mikið sé um að fólk hringi og biðji um hjálp vegna reim- leika í húsum. „Það getur verið erfitt að hjálpa fólki að hreinsa út. Ég verð alltaf að biðja um vernd, ef ég gleymi því verð ég mjög þreytt. Ég bið fyrir húsinu. Sálirnar vilja ekki endilega illt heldur eru þær oft að leita eftir hjálp og stuðningi. Stundum þarf ég að fara á staðinn í huganum og tala við sálina, lokka hana til mín. Ég rétti henni höndina og leiði hana í Ijós- ið.“ Ingibjörg segir að stund- um séu þetta sálir sem geri sér ekki grein fyrir því að þær eru farnar, t.d ef fólk fer mjög snöggt. Ingibjörg hefur hræðst drauga en það sem hræðir hana mest eru nei- kvæð hugsanaform sem lifa á slæmum hugsunum frá öðrum. Þau skríða meðfram gólfinu og bíða færis á að ná tökum á tilfinningum fóiks. Slfk hugsanaform eru oft neikvæðar hugsanir margra sem hafa hnoðast saman í orku og eins og öðlast sjálf- stætt lif. Ingibjörg hefur sjálf orðið vör við reimleika heima hjá sér. „Árið 1990 flutti ég f íbúð sem er tuttugu ára gömul. Fyrstu fimm vikurnar svaf ég illa á nóttunni. Ég var í bænahring á þessum tíma og sagði frá örðugleik- um mínum. Þar var maður sem sagði að ef til vill væri eitthvað um að vera heima hjá mér og hann bað fyrir íbúðinni. Þá nótt svaf ég mjög illa og mig dreymdi að maður kæmi til mín og segði: „Þetta er mitt heimili komdu þér út.“ Haldið var áfram að biðja fyrir íbúðinni og nótt eina dreymdi Ingi- björgu að sami maður kæmi til hennar brosandi og þakk- aði henni fyrir og bæði af- sökunar. Síðan sér hún hann ganga út úr íbúðinni umluk- inn Ijósi. Eftir þetta hvarf óró- leikinn. Ingibjörg segir að já- kvæð og neikvæð öfl séu fyrir hendi í öllum húsum en með því að einblína á já- kvæðar hugsanir og láta sér þykja vænt um umhverfi sitt verði jákvæðu öflin ríkjandi. Guðrún Marteinsdóttir er ein þeirra sem fengist hefur við að losa fólk við ónot úr húsum. Hún segist ekki gera þetta sjálf heldur hafi hún alltaf miðil með sér. Guðrún telur farsælast að tveir fari saman í hús því oft þurfi mikla orku til að losna við svipina. Á undanförnum árum hef- ur Guðrún hjálpað mörgum sern hafa átt í erfiðleikum. Hún rifjar upp frásögn af húsi í úthverfi Reykjavíkur. „Þar var svipur sem sífellt vildi láta vita af sér. Það gerðist með þeim hætti að skrúfað var frá krönum, eldavélarhellurnar voru sett- ar í botn og hurðum var skellt. í Ijós kom að maður hafði orðið úti á lóð hússins og var hann nú að gera vart við sig. Miðlinum tókst að koma manninnum í skilning um að hann væri farinn og hjálpaði honum að komast í burtu.“ Annað dæmi nefnir hún um dreng sem neitaði að sofa í rúminu sínu vegna þess að þar lægi alltaf ein- Guðrún Marteinsdóttir er ein þeirra sem fengist hefur við að losa fólk við ónot úr húsum. Hún segist ekki gera þetta sjálf heldur hafi hún alltaf miðil með sér. Guðrún telur far- sælast að tveir fari saman ■ hús því oft þurfi mikla orku til að losna við svipina. Á undanförnum árum hefur Guðrún hjálpað mörgum sem hafa átt í erffið- leikum. 30 VIKAN 4. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.